Fleiri fréttir

Trylltur köttur

Kona á sextugsaldri, í Idaho í Bandaríkjunum, var flutt á sjúkrahús með meira en tuttugu bitsár eftir að heimilisköttur hennar trylltist og réðist á hana. Afbrýðisemi virðist hafa ráðið árás kattarins. Nágranni konunnar hafði komið með annan kött að dyrum hennar, því hann hélt að það væri heimiliskötturinn.

Kastali Drakúla til sölu

Bran-kastali í Rúmeníu, betur þekktur sem heimili Drakúla greifa, er til sölu. Kaupandi þarf að reiða fram jafnvirði tæpra 7 milljarða íslenskra króna fyrir þennan 13. aldar kastala.

Ábyrgðarlausar upplýsingar um verð veitinga

Þorgils Þorgilsson framkvæmdastjóri veitingastaðarins Carpe Diem er afar ósáttur við fréttaflutning af verðlagi á veitingum staðarins í Sjónvarpinu í gærkvöldi. Hann segir upplýsingar um verðlag á staðnum í fréttatíma RUV og í Kastljósi hafa verið rangar og ábyrgðarlausar. Þorgils segir að á einu ári hafi einungis tveir réttir hækkað í verði á staðnum.

Ísland tekur við formennsku í í norrænni fullorðinsfræðslu

Hulda Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Mímis–símenntunar, hefur verið kjörin formaður ABF i Norden, Samtaka norrænna verkalýðsfélaga á sviði fullorðins- og alþýðufræðslu. Samtökin standa að viðamikilli fullorðinsfræðslu í þágu alþýðu manna og taka þannig virkan þátt í að auka þekkingu fólks á vinnumarkaði.

Norska lögreglan segist hlusta

Norska lögreglan hefur, í fyrsta skipti birt yfirlit yfir klögumál á hendur lögregluþjónum og málsmeðferð þeirra. Samkvæmt skýrslunni viðurkennir lögreglan að í fjórum tilfellum af hverjum tíu hafi meðferð lögreglu verið ámælisverð eða óheppileg.

Ímynd Íslands vegna hvalveiða verði rannsökuð

Utanríkisráðherra telur að rannsaka þurfi áhrif hvalveiða á ímynd Íslands erlendis eftir kosningar. Þingmaður Samfylkingarinnar fagnar slíkri könnun en vill að hún verði gerð fyrir kosningar. Valgerður Sverrisdóttir hefur sagt að kanna þurfi áhrif hvalveiða á ímynd og viðskiptahagsmuni Íslands. Mörður Árnason fagnaði þessu á þingi í gær og vildi vita hvort sú könnun yrði gerð í tíma - áður en næsta veiðitímabil hefst.

Stal demöntum fyrir 2 milljarða

Belgíska lögreglan hefur boðið jafnvirði rúmlega 175 milljóna króna fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku manns sem stal demöntum úr banka í Antwerpen í síðustu viku. Demantarnir eru metnir á jafnvirði tæplega tveggja milljarða íslenskra króna.

Nauðlending með bilað framhjól

Farþegaflugvél japanska All Nippon flugfélagsins var nauðlent í suð-vestur Japan snemma í morgun án þess að nokkurn sakaði. 56 farþegar og 4 manna áhöfn voru um borð. Flugvélin hringsólaði yfir flugvellinum í Kochi í tvær klukkustundir með bilaðan lendingarbúnað að framan. Þegar fullvíst var að hjól kæmi ekki niður var ákveðið að lenda á aftari hjólum. Nef vélarinnar seig svo niður í lendingunni.

Áfram snjóflóðahætta við Bolungarvík

Áfram er talin hætta á snjóflóðum úr Traðarhyrnu, ofan við Bolungarvík, en þar fyrir neðan voru fimm hús rýmd í gærmorgun vegna snjóflóðahættu. Fyrr um morguninn höfðu flóð fallið utan byggðar og voru snjóalög ótrygg.

Lagði fram gögn af bloggsíðu Jónínu Benediktsdóttur

Nú er ljóst að fjórir lögreglumenn sem unnu að rannsókn Baugsmálsins koma í vitnastúku í málinu í dag en upphaflegar áætlanir gerður ráð fyrir ellefu vitnum. Verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar lagði í morgun fram gögn af bloggsíðu Jónínu Benediktsdóttur, sem átti að koma fyrir dóminn í dag. Vitnisburður hennar frestast þar til á morgun.

Siv skipar nefnd um heildarendurskoðun laga um málefni aldraðra

Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur skipað nefnd til að annast heildarendurskoðun á lögum um málefni aldraðra.. Skipun nefndarinnar er í samræmi við stefnumótun ráðherra um uppbyggingu öldrunarþjónustunnarog í samræmi við ábendingar hagsmunaaðila, svo sem Landssambands eldri borgara um að eðlilegt sé að fram fari heildarendurskoðun á lögunum, að því er segir í fréttatilkynningu frá ráðherra.

NÍ kæra framkvæmdaleyfi

Náttúruverndarsamtök Íslands hafa kært veitingu framkvæmdaleyfis fyrir lagningu vatnslagnar um Heiðmörk. Þá fara samtökin fram á það að úrskurðarnefnd skipulags- og byggingamála ógildi veitingu framkvæmdaleyfis og að nenfdin láti stöðva allar frekar framkvæmdir þar til endanlegur úrskurður hefur verið kveðinn upp.

Yfirheyrslum yfir Jónínu frestað

Jónína Benediktsdóttir mætti til yfirheyrslu í Baugsmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur nú fyrir hádegið. Hún þurfti frá að hverfa vegna þess að yfirheyrslur yfir Arnari Jenssyni, fyrrverandi aðstoðaryfirlögregluþjóni efnahagsdeildar Ríkislögreglustjóra, drógust á langinn. Von er á fleiri lögreglumönnum í vitnastúku í dag, en yfirheyrslum yfir Jónínu var frestað til föstudags.

Tsvangirai leiddur fyrir rétt blár og marinn

Morgan Tsvangirai, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Simbabve, var leiddur fyrir dómara í morgun ásamt fimmtíu bandamönnum sínum. Allir voru þeir handteknir á sunnudaginn. Töluvert sá á Tsvangirai að sögn vitna sem rennir stoðum undir ásakanir um harðræði lögreglu.

Ríkisstjórnin skipar Vestfjarðanefnd

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að skipa nefnd til að vinna með Ísfirðingum að hugmyndum þeirra til minnka samdrátt í atvinnumálum vestra. Geir H. Haarde forsætisráðherra segir vanda Vestfirðinga m.a. felast í því að Vestfirðingar hafi misst af uppganginum sem tengist stóriðjunni og að aflaheimildir hafi horfið frá svæðinu.

Ólöglegar veiðar í lögsögu Noregs

Áhöfn rússneska togarans Nemanskiy er grunuð um ólöglegar veiðar í Barentshafi. Þetta kemur fram á vef Skipafrétta. Á myndum sem strandæslan í Noregi tók úr eftirlitsflugvél má einnig sjá að togarinn hefur siglt undir fölsku nafni og númeri.

Rannsókn Baugsmálsins ekki frábrugðin öðrum rannsóknum

Yfirheyrslur í Baugsmálinu hafa staðið yfir Arnari Jenssyni fyrrverandi aðstoðaryfirlögregluþjóni efnahagsdeildar Ríkislögreglustjóra í morgun. Hann hafnaði því að rannsókn Baugsmálsins hefði verið ólík rannsóknum annarra mála. Tekið hafi verið jafnt tillit til bæði gagna og atriða, sem vörðuðu sekt og sýknu sakborninga.

Pútín heimsækir páfa

Vladímír Pútín Rússlandsforseti kom í dag í opinbera heimsókn til Vatíkansins og verður þetta í fyrsa sinn sem forsetinn hittir Benedikt sextánda páfa. Þá áætlar Pútín einnig að hitta Romano Prodi forsætisráðherra Ítalíu í heimsókn sinni. Pútín og páfi munu ræða bætt samskipti á milli Vatíkansins og rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar en saga deilna á milli þessara kirkna er aldalöng. Foveri Benedikts í páfastóli Jóhannes Páll páfi annar ætlaði sér að heimsækja Rússland eftir fall Sovíetríkjanna í þeim tilgangi að græða samskipti Vatíkans og rétttrúnaðarkirkjunnar en honum entist ekki aldur og heilsa til. Þá mun Pútín ræða orkumál við Prodi forsætisráðherra.

Víða hálka úti á vegum

Greiðfært er um alla helstu vegi á Suður- og Suðausturland. Hálkublettir eru víða á Vesturlandi, hálka er á Holtavörðuheiði. Á Vestfjörðum er hálka og skafrenningur á fjallvegum. Á Norðurlandi vestra er hálka, hálkublettir og éljagangur. Á Norðaustur- og Austurlandi er víða hálka og hálkublettir.

Mikil samúð við útför barna í New York

Mikill mannfjöldi safnaðist saman í New York í dag til þess að fylgja til grafar níu börnum og einum fullorðnum, sem fórust í eldsvoða í Bronx hverfi í síðustu viku. Fólkið var allt innflytjendur frá Mali sem létu lífið í mannskæðasta bruna í borginni í sautján ár. Það var borið til grafar í einföldum krossviðarkistum og viðstaddir grétu þegar litlar kistur barnanna voru bornar inn í bænahús múslima.

Nígerískir hermenn frelsa Evrópubúa

Nígerískir hermenn hafa frelsað þrjá evrópska starfsmenn olíufélags, sem var rænt í Port Harvourt, fyrir nokkrum dögum. Talsmaður hersins segir að árásin á búðir mannræningjanna hefði gengið að óskum og enginn gíslanna hefði meiðst. Breskur olíustarfsmaður og þrír aðrir létu lífið í samskonar björgunaraðgerð í nóvember síðastliðnum.

Stjórnarandstæðingur illa leikinn

Hæstiréttur í Zimbabwe hefur skipað lögreglunni að leyfa lögfræðingum að heimsækja stjórnarandstöðuleiðtogann Morgan Tswangirai, sem er sagður illa haldinn af höfuðáverka sem hann hlaut í vörslu lögreglunnar, en hann var handtekinn ásamt tugum stuðningsmanna sinna, á bænasamkomu í gær.

qaSvI´ngoch chedrwI´

Áttuð þið í smá erfiðleikum með þessa fyrirsögn ? Það er kannski ekki nema von, því þetta er klingonska. Klingonskan er töluð af hinum herskáu Klingonum sem eru aðal andstæðingar mannanna í geimvísindaþáttunum Star Trek. Ástæðan fyrir þessari fyrirsögn hér er að flytja ykkur fréttir af frændum vorum Finnum.

Vilja svipta Adolf ríkisborgararétti

Flokksdeild þýskra jafnaðarmanna í Brunswick vill svipta nazistaleiðtogann Hitler ríkisborgararétti, en það var einmitt í þeirri borg sem Austurríkismaðurinn Adolf Hitler fékk þýskan ríkisborgararétt fyrir 75 árum. Hitler afsalaði sér austurrískum ríkisborgararétti árið 1925, en fékk ekki borgararétt í Austurríki fyrr en árið 1932, þegar nazistar þar í bæ útveguðu honum vinnu sem opinber starfsmaður. Það var seint í febrúar.

Saka Rússa um þyrluárás

Forseti Georgíu boðaði öryggisráð landsins til neyðarfundar, í dag, eftir að ríkisstjórnin hafði sakað Rússa um að gera þyrluárás á umdeilt landsvæð á landamærum Georgíu og Abkasíu. Mikhail Saakashvili, forseti, sagði að þrjár rússneskar herþyrlur hefðu látið sprengjum

Rifist um smokka

Ríkisstjórn Brasilíu gefur tugmilljónir smokka á hverju ári til þess að draga úr útbreiðslu alnæmis og þykir hafa tekist vel til í þessu landi frjálsra ásta. Að auki reka stjórnvöld öflugan áróður fyrir notkun smokka. Brasilía er fjölmennasta ríki kaþólikka í heiminum, með 185 milljónir íbúa.

Brown líst ekki á græna skatta

Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, sagði í dag að þjóðir heims yrðu að taka höndum saman vegna hlýnunar jarðar, en sagði svokallaða græna skatta ekki vera vera góða lausn. Miklu betra væri að uppfræða fólk og gefa því hvata til þess að taka þátt í verndun umhverfisins. Brown tekur væntanlega við embætti forsætisráðherra af Tony Blair, í sumar.

Hryðjuverkagjaldkeri handtekinn

Spænska lögreglan hefur handtekið kanadiskan mann sem grunaður er um að hafa hjálpað til við að fjármagna múslims hryðjuverkasamtök. Brian David Anderson, sem er 61. árs gamall er eftirlýstur í Bandaríkjunum fyrir 20 milljóna dollara fjármálasvik. Talið er að hann hafi fjármagnað æfingabúðir í Afganistan.

Fyrirtæki taki frekar þátt í öryggismálaumræðu

Ríki og alþjóðastofnanir, víða um heim, ráðfæra sig ekki í nægilega miklum mæli við fyrirtæki í einkageiranum þegar kemur að því að bregðast við öryggisógnum. Þetta segir virtur breskur sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum sem kemur í haust til starfa hjá Háskóla Íslands.

Bylting í gagnaflutningum

Þrjú símafyrirtæki munu keppa um hylli farsímanotenda með þriðju kynslóð farsíma, en þau uppfylla öll lágmarksskilyrði Póst- og fjarskiptastofnunar um uppbyggingu kerfisins. Alger bylting verður í gagnaflutningum með tilkomu kerfisins en tilboð í uppbyggingu þess voru opnuð í morgun.

Fréttamanni BBC rænt í Gaza-borg

Palestínskir vígamenn rændu í dag fréttamanni Breska ríkisútvarpsins, BBC, í Gaza-borg. Fréttamaðurinn, Alan Johnston, var á ferð í bíl sínum þegar fjórir grímklæddir menn réðust að honum og rændu. Johnston, sem hefur verið að störfum á Gaza-svæðinu í þrjú ár, mun hafa kastað frá sér nafnspjaldi sínu, þegar hann var numinn á brott, svo vitað yrði um afdrif hans.

Dorrit sveiflaði sér í kaðli

Forsetafrúin klifraði upp kaðla með nemendum Ártúnsskóla í Reykjavík og forsetinn var spurður að því hvernig honum þætti að láta gera grín að sér í Spaugsstofunni, þegar þau voru í opinberri heimsókn í skólanum í dag.

Rifist um stjórnarskrána

Stjórn og stjórnarandstaða tókust á um það, á Alþingi í dag, hvort stjórnarskrárfrumvarp formanna stjórnarflokkanna tryggði eignarhald útgerðarinnar á auðlindum sjávar eða ekki. Forsætisráðherra segir frumvarpið afstýra þessu en formaður Samfylkingarinnar segir frumvarpið eins og óútfylltan tékka fyrir dómstóla landsins að skera úr um.

Forsætisráðherra gagnrýnir veitingamenn

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, lýsir miklum vonbrigðum með að veitingastaðir hafi ekki lækkað verð í samræmi við lækkun virðisaukaskatts um mánaðamótin. Matvöruverslanir virðast hins vegar hafa skilað skattalækkuninni vel út í verðlagið, að mati Hagstofunnar.

Íran næst

Íraksstríðið var ólöglegt að mati Hans Blix, fyrrverandi yfirmanns vopnaeftirlits Sameinuðu þjóðanna í Írak. Hann segir Bandaríkjamenn hafa verið á nornaveiðum í aðdraganda stríðsins og margt sé líkt með honum og stöðunni í kjarnorkudeilunni við Írana nú.

Enn barist við skógarelda

Slökkviliðsmenn, í Suður-Kaliforníu, gera sér vonir um að í kvöld eða nótt verði hægt að ná tökum á skógareldum sem hafa logað í Orange-sýslu síðan snemma í gær. Um 1.200 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Erfiðlega hefur gengið að berjast við eldana því vindasamt er á svæðinu, miklir þurrkar og hiti óvenju mikill miðað við árstíma.

45 ára ferli að ljúka

Jacques Chirac, Frakklandsforseti, ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri. Þetta tilkynnti hann formlega í gærkvöldi. Þar með lýkur 45 ára ferli eins litríkasta stjórnmálamanns Frakklands.

Nýmjólk frjósemisvænni en undanrenna

Mikil neysla á fituskertum mjólkurvörum getur aukið líkur á ófrjósemi um allt að áttatíu og fimm prósent, samkvæmt nýlegri bandarískri rannsókn.

30 þúsund fyrir kortersvinnu

Er eðlilegt að borga tæpar þrjátíu þúsund krónur fyrir kortersvinnu? Ekki finnst staðarhaldara Iðnó, sem blöskrar okrið á útkalli hjá tölvufyrirtæki í höfuðborginni.

Danir skammaðir fyrir fiskveiðistjórnun

Evrópusambandið hefur gagnrýnt fiskveiðistjórnun Dana harðlega, og sjávarútvegsráðherra landsins viðurkennir að sú gagnrýni eigi rétt á sér. Stikkprufur sem gerðar voru hjá dönskum fiskimönnum leiddi í ljós að 13 prósent sinntu ekki skráningarskyldu sinni og lönduðu framhjá eftirlitskerfinu.

Eiríkur fimmti í röðinni í Helsinki

Eiríkur Hauksson, fulltrúi Íslendinga í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár, verður fimmti keppandi á svið í undankeppninni sem fram fer 10. maí í Helsinki í Finnlandi. Búlgara ríða á vaðið og á eftir þeim koma Ísraelar en þar á eftir koma svo Kýpur og Hvít-Rússland áður en Eiríkur þenur raddböndin.

Lífeyrissjóðir Austurlands og Norðurlands sameinast í Stapa

Stapi lífeyrissjóður er nýtt nafn sameinaðs sjóðs Lífeyrissjóðs Austurlands og Lífeyrissjóðs Norðurlands en samþykkt var að sameina sjóðina á ársfundum þeirra fyrir helgi. Sameinaður sjóður á 84 milljarða króna og í honum verða um 21 þúsund lífeyrisþegar sem þýðir að hann verður fimmti stærsti lífeyrissjóður landsins.

Lögmenn mótmæla í Pakistan

Lögmenn í Pakistan mótmæltu víða um landið og sniðgengu réttarsali í dag í mótmælaskyni við brottvikningu æðsta dómara landsins úr embætti. Musharaf forseti tók ákvörðunina vegna misnotkunar dómarans í embætti. Meira en 20 lögmenn slösuðust í átökum við lögreglu í Lahore og hundruðir lögmanna í svörtum jakkafötum fylktu liði í öðrum borgum.

Fíkniefnahundar úr K-9 sanna gildi sitt

Lögregluhundar á höfuðborgarsvæðinu sönnuðu gildi sitt um helgina en þá fundu þeir fíkniefni á þremur stöðum í Reykjavík. Á föstudag þefaði einn af hundum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu uppi talsvert af fíkniefnum við húsleit en efnið er talið vera hass.

Sjá næstu 50 fréttir