Erlent

Íranir mundu láta hart mæta hörðu

Ali Larijani
Ali Larijani Getty Images

Íranir mundu láta hart mæta hörðu ef Bandaríkjamenn mundu ráðast inn í landið til að trufla kjarnorkuáætlanir. Þetta segir Ali Larijani yfirsamningamaður Íransstjórnar í kjarnorkumálum. Hann sagði slík viðbrögð eðlileg. Stjórnvöld í Washington halda því enn fram að leita eigi friðsamlegra leiða til að leysa deiluna en Bandaríkjastjórn er viss í sinni sök um að Íranir ætli að þróa kjarnavopn en þeim sökum hafa Íranir hins vegar staðfastlega neitað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×