Fleiri fréttir

Segir aðgerðina hefðbundið eftirlit

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir húsleit hafa verið gerða á þremur stöðum í morgun í tengslum við grun um samráð ferðaskrifstofa og að aðgerðin hafi verið liður í hefðbundnu eftirliti.

Snjóflóð felllur á veginn um Hvalnesskriður

Vegagerrðin segir veginn um Hvalnesskriður er ófæran eins og er vegna snjóflóðs. Ekki hefur náðst í lögreglu á Höfn í Hornafirði til þess að athuga hvort einhver hafi verið hætti kominn í flóðinu. Þá varar Vegagerðin við hálkublettum víða á Suðurlandi en á Vesturlandi eru vegir auðir nema á heiðum þar sem er lítilsháttar hálka.

Fær höllina sína aftur

Stjórnvöld í Rúmeníu hafa fallist á að skila aftur þrem höllum sem teknar voru af konungsfjölskyldu landsins skömmu eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Kommúnistastjórn landsins sló eign sinni á hallirnar þegar Mikael konungur afsalaði sér konungdómi árið 1947, undir miklum þrýstingi frá Sovétríkjunum.

Boða til íbúafundar vegna mengunar í hverfinu

Íbúasamtök 3.hverfis, sem eru Hlíðar, Holt og Norðurmýri, hafa boðað til íbúafundar á mánudaginn vegna þess ástands mengunarmála í hverfinu. Er vísað til þess svifryk og önnur loftmengun hafi ítrekað farið hátt yfir hættumörk í hverfinu og telji samtökin það algjörlega óviðunandi.

Hillary Clinton er andstyggileg kona

Newt Gingrich, fyrrverandi forseti neðri deildar bandaríska þingsins, kallaði Hillary Clinton "andstyggilega konu," í viðtali við dagblaðið New York Post. Hann taldi líklegt að hún verði frambjóðandi demókrata í komandi forsetakosningum. Gingrich bætti því við að enginn kæmist í hálfkvist við Clinton kosningavélina í skítkasti.

Smitaðist af lifrabólgu C við blóðgjöf

Héraðsdómur Reykjavíkur komst í morgun að þeirri niðurstöðu að kona sem smitaðist af lifrarbólgu C við blóðgjöf ætti rétt á bótum frá íslenska ríkinu. Konan greindist með lifrabólgu C árið 1993. Konan smitaðist árið 1990 þegar hún var í meðferð á Landspítala-háskólasjúkrahúsi, þá Ríkisspítalar, vegna nýrnasjúkdóms.

Lét son sinn sofa úr sér í fangageymslu

Móðir sextán ára pilts, sem fluttur var á lögrelustöðina við Hverfisgötu eftir slagsmál á balli í gærkvöldi, ákvað að láta piltinn sofa úr sér á stöðinni.

Segir rökstuðning ráðherra fyrirslátt

Arna Schram, formaður Blaðamannfélags Íslands, segir rökstuðning menntamálaráðherra fyrir því að virða að vettugi tilnefningar félagsins í sérfræðingaráð Norræna blaðamannaskólans og skipa Ólaf Þ. Stephensen, aðstoðarritstjóra Morgunblaðsins, í ráðið, fyrirslátt.

Sýknuð af dauða kjörbarns

Bresk hjón hafa verið látin laus úr fangelsi og sýknuð af því að hafa eitrað fyrir þriggja ára dreng sem þau vildu ættleiða. Ian og Angela Gay voru dæmd í fimm ára fangelsi í janúar árið 2005 fyrir að vera völd að dauða drengsins.

Húsleit hjá öllum ferðaskrifstofum innan SAF

Samkeppniseftirlitð gerði í morgun húsleit hjá öllum ferðaskrifstofum sem sem eru innan Samtaka ferðaþjónustunnar, en það eru allar helstu ferðaskrifstofur landsins. Starfsmenn eftirlitsins eru enn á skrifstofunum og hafa starfsmenn ferðaskrifstofunna aðstoðað þá við öflun gagna.

Prodi aftur forsætisráðherra - barði þingmenn til hlýðni

Romano Prodi er aftur orðinn forsætisráðherra Ítalíu, eftir að hann vann traustsyfirlýsingu á þingi, í dag. Prodi sagði af sér í síðasta mánuði, eftir að ríkisstjórn hans tapaði í atkvæðagreiðslu um utanríkisstefnu landsins. Það voru vinstri sinnaðir þingmenn sem felldu stjórnina vegna andstöðu við veru ítalskra hermanna í Afganistan.

Formaður Framsóknarflokksins varar við eftirlíkingum

Varist ódýrar eftirlíkingar en menn frá hægri og vinstri eru að laumast inn á miðjuna og blekkja fólk til fylgis við sig sagði Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, í ræðu sinni á flokkþingi Framsóknarflokksins sem hófst í dag.

Hitaveita Suðurnesja hagnast um 2,3 milljarða

Hitaveita Suðurnesja hagnaðist um rúma 2,3 milljarða króna á síðasta ári samkvæmt uppgjör sem birt er á vef Kauphallar Íslands. Hagnaður félagsins var tæpir 1,6 milljarðar í fyrra og því eykst hann um 700 milljónir milli ára.

Húsleit hjá Terra Nova og Heimsferðum vegna gruns um samráð

Samkeppniseftirlitð gerði í morgun húsleit hjá ferðaskrifstofunum Heimsferðum og Terra Nova í Skógarhlíð. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá ferðaskrifstofunum höfðu starfsmenn Samkeppniseftirlitsins með sér úrskurð þar sem kemur fram að rannsakað sé hvort samráð hafi átt sér stað milli ferðaskrifstofa innan Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) sem hafi hamlandi áhrif á samkeppni.

Hættuleg efni í höndum grunnskólanema

Samkvæmt nýrri könnun á vegum Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga eru ýmis atriði í ólagi varðandi meðhöndlun hættulegra efna í mörgum grunnskólum landsins. Efnin eru ýmist illa merkt eða geymd í ólæstum hirslum auk þess sem loftræsting í smíða- og efnafræðistofum er óviðunandi.

Loðnan mokveiðist

Mokveiði er hjá loðnuskipunum suður af Snæfellsnesi og eru mörg þeirra að slá botn í vertíðina í ár með því að klára kvóta sína í dag.

Ósáttur við seljanda radarvara

Engum hjáleiðum virðist vera að treysta þegar kemur að því að fara á svig við lög, eins og seinheppni ökumaðurinn komst að fullkeyptu í gærkvöldi.

Framsókn ætlar að skerpa sína sérstöðu

Framsóknarmenn ætla að skerpa á sérstöðu sinni á flokksþingi, sem Jón Sigurðsson formaður setti á Hótel Sögu í morgun. Þar verður kosningastefnuskrá mótuð sem og áherslur flokksins í komandi kosningabaráttu.

Séra Pétur Þórarinsson látinn

Séra Pétur Þórarinsson, sóknarprestur í Laufási, er látinn fimmtíu og fimm ára að aldri. Hann lést á Landspítalanum í gær. Árið 1996 kom út bókin Lífskraftur, baráttusaga Séra Péturs og Ingu í Laufási. Þar var farið yfir lífssögu Péturs sem barðist nær alla ævi við skæða sykursýki, sem hann greindist með á barnsaldri.

Ísfirðingar illa sviknir af Marel

Marel hefur greitt atvinnulífi Ísafjarðar þungt högg, segir bæjarstjórnin, með ákvörðun um að hætta starfsemi fyrirtækisins á Ísafirði í haust. Þá missa um tuttugu og fimm manns vinnuna. Bæjarfulltrúi Í-listans segir bæjarbúa illa svikna.

Ýmsir tregðast við að lækka matarverð

Söluturnar, veitingastaðir, kvikmyndahús og mötuneyti eru þau fyrirtæki sem síst virðast ætla að lækka verð ef marka má þær kvartanir sem borist hafa Neytendasamtökunum í gær og dag. Síminn hefur verið rauðglóandi hjá samtökunum sem hyggjast innan tíðar birta nöfn þeirra fyrirtækja sem ekkert lækka hjá sér verð.

Hertóku skrifstofur Sósíaldemókrata

Ungir mótmælendur í Kaupmannahöfn hafa hertekið skrifstofur Sósíaldemókrata við Sveasvej í Fredriksberg. Í yfirlýsingu frá hópnum sem hertók skrifstofurnar segir að það hafi greinilega ekki síast inn í höfuð stjórnmálamannana að vandamálin sem skapast hafa vegna Ungdomshússins séu stjórnmálalegs eðlis.

Sautján létust í skýstrókum

Minnst sautján létust í skýstrókum sem riðu yfir suðurríki Bandaríkjanna í gær. Einn skýstrókurinn lagði skóla í bænum Enterprise í Alabama í rúst og þar létust minnst fimm og tugir særðust. Strókurinn reif þakið af skólanum.

Fjölbreytt verkefni fengu styrki

Háskólasjóður Eimskipafélags Íslands úthlutaði doktorsnemum ríflega styrki við hátíðlega athöfn í Háskóla Íslands í gær. Björgólfur Guðmundsson afhenti styrkina, alls 75 milljónir króna, fyrir hönd stjórnar Háskólasjóðsins. Styrkhafarnir koma úr ýmsum deildum skólans og verkefni þeirra eru afar fjölbreytt.

Reykkafarar björguðu tveimur úr brennandi íbúð

Reykkafarar björguðu tveimur úr brennandi íbúð í Breiðholti um ellefu leytið. Íbúðin er á annarri hæð í fjölbýlishúsi í Fannafelli og logaði töluverður eldur þegar slökkviliði kom á svæðið.

Handtóku foringja Talibana

Öryggissveitir í Pakistan handtóku í morgun Mullah Obaidullah Akhund, sem er einna æðstur Talibana sem haldið hafa uppi skærum í Afganistan undanfarnar vikur. Stjórnvöld í Pakistan hafa þó ekki staðfest að hann hafi verið handtekinn en þetta staðhæfa þó embættismenn við fréttastofu BBC. Akhund er æðsti Talibaninn sem hefur verið handtekinn síðan Bandaríkjamenn réðust inn í Afganistan fyrir sex árum.

Eldur í fjölbýlishúsi í Breiðholti

Töluverður eldur logar nú í fjölbýlishúsi í Fannafelli í Breiðholti. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er á staðnum og vinnur að slökkvistarfi.

Endurskoðanda Baugs hótað

Endurskoðandi Baugs sakaði Jón H. Snorrason, fyrrverandi yfirmann efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, um að hafa hótað sér á meðan á rannsókn Baugsmálsins stóð. Hótunin var í tengslum við skýrslu sem Jón vildi fá tilbaka frá honum.

Fleiri birgjar tilkynna verðlækkanir

Sterkari staða krónunnar skilar sér til neytenda í formi verðlækkana á vörum. Nú hafa birgjarnir Ásbjörn Ólafsson og Íslensk Ameríska ákveðið að lækka vöruverð í kjölfarið. Heildverslunin Innnes var fyrst allra að lækka vörur sínar en hún hóf verðlækknanir þann 20. febrúar síðast liðinn.

Vill nýta geimverutækni gegn gróðurhúsaáhrifum

Fyrrum varnarmálaráðherra Kanada, Paul Hellyer, sagði í gær að þjóðir heims þyrftu að deila með sér upplýsingum sínum um farartæki geimvera sem brotlent hefðu á jörðinni til þess að sporna við áhrifum loftslagsbreytinga.

Enn ófremdarástand í Nörrebro

Átökin í Kaupmannahöfn hafa nú breiðst út um Nörrebro. Ungmenni hafa kveikt elda víða um hverfið, reist vegatálma og tekið sér bólsetu í gömlum skóla. Lögregla notar nú táragas. Fólk á staðnum segir að stríðsástand ríki þar sem það er ástandið er hvað verst.

Íran og Súdan styðja hvort annað

Forseti Írans hét því í dag að standa við bakið á stjórnvöldum í Súdan gegn „aðgerðum óvinarins“ og Súdan sagði að kjarnorkuáætlanir Írana eigi fullan rétt á sér.

Útgáfu Fjármálatíðinda Seðlabankans hætt

Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hætta útgáfu tímarits bankans, Fjármálatíðinda. Síðasta hefti þeirra verður gefið út í ár og lýkur þá meira en fimmtíu ára sögu Fjármálatíðinda. Í upphafi var markmið ritsins að birta aðgengilegar upplýsingar og greinar um innlend efnahagsmál og ritgerðir og umræður um hagfræðileg málefni.

Óveður um nær öll Bandaríkin

Búist er við átakaveðri um nær öll Bandaríkin í kvöld og í nótt. Hvirfilbylir hafa þegar myndast á sumum stöðum. Í suðurhluta Missouri ríkis fór einn þeirra á grunnskóla og olli dauða 7 ára stúlku. Annar hefur þegar lent á framhaldsskóla í Alabama. Eitthvað var um slys á fólki í skólanum og í bænum sem hann er í.

Giuliani leiðir í skoðanakönnunum

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun TIME leiðir Rudoplh Giuliani, fyrrum borgarstjóri í New York, frambjóðendur repúblikana. Hann leiðir John McCain, sem lýsti yfir framboði sínu í spjallþætti David Lettermans í gærkvöldi, með 14 prósentum.

Lögregla beitir táragasi gegn mótmælendum

Íbúar í og við Christianshavn í Kaupmannahöfn reyna nú að forða bílum sínum og hjólum úr hverfinu en mótmælendur hafa farið að kveikja í bílum. Lögregla er byrjuð að nota táragas gegn mótmælendunum.

Pakistanar handtaka háttsettan Talibana

Pakistanskar öryggissveitir hafa handtekið háttsettan leiðtoga Talibana í borginni Quetta í Pakistan. Háttsettur yfirmaður í lögreglunni þar sagði frá þessu í kvöld.

Hermenn handtaka stjórnarandstöðuliða

Vopnaðir menn í herklæðum umkringdu í dag hæstarétt í Úganda og numu á brott sex sakborninga í réttarhöldum sem þar fóru fram. Mennirnir höfðu nokkrum mínútum áður verið látnir lausir gegn tryggingargjaldi. Þeir voru allir stuðningsmenn stjórnarandstöðuleiðtogans Kizza Besiyge. Sams konar árás var gerð árið 2005 á stuðningsmenn Besiyge.

MS-félagið fékk 20 milljóna styrk

MS-félagið tók í dag við 20 milljóna króna styrk úr Minningarsjóði Margrétar Björgólfsdóttur, en styrkinn á að nýta í viðbyggingu við MS-heimilið að Sléttuvegi 5 í Reykjavík.

Sjá næstu 50 fréttir