Erlent

Sautján létust í skýstrókum

Skóli í Enterprise í Alabama rústaðist í skýstrók
Skóli í Enterprise í Alabama rústaðist í skýstrók AP

Minnst sautján létust í skýstrókum sem riðu yfir suðurríki Bandaríkjanna í gær. Einn skýstrókurinn lagði skóla í bænum Enterprise í Alabama í rúst og þar létust minnst fimm og tugir særðust. Strókurinn reif þakið af skólanum.

Ástandið var einna verst í Alabama, Missouri og Gorgíu. Bush Bandaríkjaforseti hefur þegar boðið Alabama og Missouri aðstoð alríkisstjórnarinnar eftir óveðrið. Þessi vetur hefur verið sérstaklega erfiður íbúum suðurríkjanna og segja veðurfræðingar að enn megi búast við óveðrum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×