Fleiri fréttir Karlmenn við stýrið Tveir vinir í Kentucky ákváðu að ræna hraðbanka með hraði, svo þeir kæmust örugglega undan. Þeir bundu keðju í stuðarann á pallbínum sem þeir áttu, og vöfðu svo keðjunni utan um hraðbankann. Svo gáfu þeir allt í botn til þess að rífa hraðbankann út úr veggnum. 5.2.2007 15:35 Tekist á um ábyrgð í Byrgismálinu Forsætisráðherra telur ekki að Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra eigi að segja af sér vegna Byrgismálsins. Valdimar Leó Friðriksson, þingmaður Frjálslynda flokksins, spurði á Alþingi í dag hver bæri ábyrgð í málinu og velti því upp hvort að forsætisráðherra eða félagsmálaráðherra hefðu átt að segja af sér vegna málsins. 5.2.2007 15:26 Loftlagsmál rædd á Alþingi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, spurði forsætisráðherra út í stefnu íslenskra stjórnvalda í loftlagsmálum í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Hún vildi vita hvernig forsætisráðherra ætli að beita sér í þessum málum. 5.2.2007 15:14 Vilja byggja upp alþjóðlegt orkufyrirtæki Geysir Green Energy í eigu FL Group, Glitnis og VGK Hönnunar, og Reykjanesbær hafa í dag undirritað viljayfirlýsingu um samstarf í þeim tilgangi að byggja upp leiðandi alþjóðlegt orkufyrirtæki. 5.2.2007 15:10 Handtóku þjófa á Miklubrautinni Fjórir þjófar voru handteknir á Miklubrautinni um hádegisbil í dag eftir eftirför lögreglu. Þjófarnir fóru inn í hús í Mosfellsbæ og höfðu sankað að sér nokkuð af munum þar þegar komið var að þeim við iðju sína. Þeir flúði inn í bíl en sá sem að þeim kom sýndi snör handtök og hringdi á lögreglu. 5.2.2007 14:53 Rússar gegn Serbum í Kosovo Rússar hafa óvænt tekið afstöðu gegn Serbum varðandi sjálfstæði Kosovo héraðs. Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt til að Kosovo verði aðskilið frá Serbíu og fái aðild að alþjóðastofnunum. Það verði hinsvegar undir alþjóðlegu eftirliti áfram, og NATO sjái um friðargæslu. 5.2.2007 14:37 Vill skjóta afgreiðslu samningsins Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, átti fundi með tveimur af framkvæmdarstjórum Evrópusambandsins og ræddi meðal annars samning um gagnkvæman markaðsaðgang fyrir landbúnaðarvörur. 5.2.2007 14:34 Börnum enn rænt til hernaðar Hundruð þúsunda barna eru enn neydd til þess að berjast í herjum og skæruliðasamtökum víðsvegar í heiminum. Bresku samtökin Björgum börnunum segja að haldið sé áfram að ræna börnum til hernaðar í að minnsta kosti þrettán löndum, frá Afganistan til Úganda. 5.2.2007 14:22 Frönsk útvarpsstöð á Íslandi Franska útvarpsrásin Radio France Internationale hóf útsendingar á Íslandi um helgina. Stöðinni er útvarpað allan sólarhringinn, alla daga vikunnar á tíðninni FM 89,0. 5.2.2007 14:18 Dýragarður sýnir manneskjur Kínverskur dýragarður leitar nú að sex sjálfboðaliðum til að búa á apasvæði garðsins í fimm daga. Garðurinn sem er í Xi'an borg leitar eftir þremur konum og þremur mönnum sem munu búa við sömu skilyrði og aparnir. Fólkið mun keppa um val á þvi hver sýnir dýrunum mesta alúð og eru 53 þúsund íslenskar krónur í verðlaun. 5.2.2007 13:58 Kona við stýrið 5.2.2007 13:45 Hinn fullkomni glæpur ? 5.2.2007 13:30 Fanga meinaður aðgangur að fangelsi Maður sem strauk úr fangelsi í Belgíu reyndi að gefa sig fram, en var vísað frá fangelsinu þar sem hann framvísaði ekki persónuskilríkjum. Hakim Ghazouani, 24 ára, strauk úr fangelsi í Ghent í síðasta mánuði eftir að hafa fengið leyfi til að fara til læknis. Lögreglan lýsti eftir manninum og varaði almenning við, en Ghazouani var dæmdur fyrir rán og fíkniefnasölu. 5.2.2007 13:25 Gámahöfnin í Reyðarfirði næst stærst Gámahöfnin í Reyðarfirði verður önnur stærsta höfn landsins með nýjum samning sem Alcoa Fjarðarál og Eimskip á Reyðarfirði undirrituðu í hádeginu. Um er að ræða einn stærsta skipaafgreiðslusamning sem gerður hefur verið hér á landi. 5.2.2007 13:13 Smástirni á leiðinni Vísindamenn fylgjast nú grannt með smástirninu Apophis sem talið er að muni koma óþægilega nálægt jörðu, fyrst árið 2029 og svo aftur 2036. Smástirnið verður þær nær jörðu en tunglið, og margir fjarskiptagervihnettir og það mun sjást greinilega með berum augum. Líkur á að Apophis lendi á jörðinni eru þó ekki taldir nema 1:24000. 5.2.2007 13:11 Varað við Nígeríubréfum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál þar sem Íslendingur lét glepjast af svokölluðu Nígeríubréfi. Slík bréf innihalda gylliboð sem ekki er innistæða fyrir og eru þau til þess eins að svíkja peninga af fólki. Lögreglan varar fólk fyrir að þiggja slík boð. 5.2.2007 13:00 Sterkt samband milli ofbeldisverka og steranotkunar Rannsóknir á Norðurlöndum sýna að að sterkt samband sé á milli ofbeldisverka og steranotkunar. Eru dæmi um mjög gróft ofbeldi og kemur það helst fram í mjög alvarlegu heimilisofbeldi. 5.2.2007 12:30 Nýr forstjóri Umhverfisstofnunar Umhverfisráðherra hefur ráðið Ellý Katrínu Guðmundsdóttur nýjan forstjóra Umhverfisstofnunar. Ellý Katrín lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1990 og meistaraprófi í umhverfis- og alþjóðarétti frá University of Wisconsin Law School árið 1997. 5.2.2007 12:21 Varað við afleiðingum árásar á Íran Hópur breskra góðgerðarsamtaka, trúfélaga og verkalýðssambanda hafa varað Tony Blair forsætisráðherra við afleiðingum þess að ráðist verði á Íran. Í bréfi samtakanna segir að hernaðaraðgerðir gegn landinu muni hafa hrikalegar afleiðingar og skora því á Blair að þrýsta á George Bush Bandaríkjaforseta um að hefja viðræður við stjórnvöld í Teheran þegar í stað. Ríkisstjórnir á Vesturlöndum grunar að kjarnorkuáætlun Írana sé ekki í friðsamlegum tilgangi og því hafa Bandaríkjamenn ekki útilokað hernað gegn þeim. 5.2.2007 12:15 SS og Reykjagarður kaupa kjötmjölsverksmiðjuna í Flóa Sláturfélag Suðurlands og Reykjagarður hafa keypt kjötmjölsverksmiðjuna vi'ð Hraungerði í Flóa og hefst rekstur hennar á ný í þessari viku eftir stutt hlé. 5.2.2007 12:10 Nýr framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga Jón Helgi Björnsson hefur verið skipaður framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga. Jón var skipaður af Siv Friðleifsdóttur heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra til fimm ára, frá 1. mars 2007. Níu einstaklingar sóttu um starfið og fól ráðherra þriggja manna hæfnisnefnd að meta umsóknirnar. Sex umsækjendur þóttu uppfylla hæfnisskilyrði um menntun sem sett voru fram í auglýsingu um starfið. 5.2.2007 12:02 Ráðstafanir hérlendis vega fuglaflensu Rannsókn á orsökum þess að kalkúnar á bresku alifuglabúi smituðust af fuglaflensu stendur yfir en talið er líklegast að veiran hafi borist með farfuglum. Viðbragðshópur landlæknis ræður ráðum sínum um aðgerðir síðdegis. 5.2.2007 11:52 Áform um Kjöl hafa ekki áhrif á stækkun Hvalfjarðarganga Malbikaður hálendisvegur yfir Kjöl breytir nær engu um þörf á stækkun Hvalfjarðarganga, segir framkvæmdastjóri Spalar. Hann bendir á að umferð um Kjalveg verði aðeins um tíundi hluti umferðar um Hvalfjarðargöngin. 5.2.2007 11:51 Húsnæðisverð lækkar Hækkunarprósentan á íbúðahúsnæði á höfuðborgarsvæðinu er komin niður í fimm prósent, þegar litið er eitt ár aftur í tímann. Lækkun síðastliðna mánuði er að éta upp hækkunina, sem varð fyrrihluta tímabilsins. 5.2.2007 11:50 Páfi fordæmir boltaofbeldi Benedikt sextándi páfi hefur fordæmt ofbeldið sem hann segir setja ljótan blett á knattspyrnu, eftir að ítalskur lögreglumaður lést í óeirðum eftir fótboltaleik á Sikiley á föstudaginn. Páfi hvatti íþróttayfirvöld til að koma á lögum og reglu. Páfagarður sendi ekkju lögreglumannsins samúðarkveðjur. 5.2.2007 11:37 Náttúruvaktin skorar á umhverfisráðherra Náttúruvaktin hefur ritað Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra bréf þar sem athygli er vakin á skeytingarleysi stjórnvalda varðandi svæði á Náttúrminjaskrá. Í bréfinu segir að baráttuhópurinn, sem berst fyrir verndun Íslenskrar náttúru, taki nú þátt í að reyna að verja þrjú svæði á náttúruminjaskrá fyrir óhóflegri framkvæmdagleði. 5.2.2007 11:23 Ein særðist í bréfsprengingu í London Bréfsprengja sprakk á skrifstofu í miðborg Lundúna fyrir hádegi og særði einn starfsmann. Lögregla segir að svæðinu í kringum Victoria Street hafi verið lokað eftir að ábending barst um grunsamlegan pakka. 5.2.2007 11:17 Stóri vinningurinn hans Bills Bill Helko, sem býr í Kaliforníu varð himinlifandi þegar hann vann fyrsta vinning í lottói í sinni sveit, enda hljóðaði vinningurinn upp á 412.000 dollara. Til þess að hafa vaðið fyrir neðan sig hringdi Bill í lottóið og fékk staðfest að hann væri með réttar tölur fyrir fyrsta vinning. 5.2.2007 11:14 225 milljónum varið í vetnisverkefni Verja á 225 milljónum króna á þremur árum til vetnisverkefna á Íslandi. Iðnaðarráðuneytið og Vistorka hafa gert samning þessa efnis en hann tryggir samfellu í vetnisverkefnum á Íslandi. Tuttugu og fimm milljónir af fjárlögum þessa árs verða til ráðstöfunar. 5.2.2007 11:04 Fjórfætt eldvarpa Dýralæknir hefur verið sektaður um 16000 krónur fyrir að valda eldsvoða sem brenndi fjós til kaldra kola á bóndabæ í Lichten Vourde, í Hollandi. Dýralæknirinn hafði verið að reyna að fá bóndann til að breyta samsetningu fóðursins sem hann gaf kúm sínum. Hann sagði að fóðrið ylli óeðlilegri gasmyndun í kúnum. Til þess að sanna mál sitt kveikti hann á eldspýru fyrir aftan eina kúna þegar hún fretaði. 5.2.2007 10:58 Hátt í þrjú hundruð ökumenn óku of hratt Hátt í þrjú hundruð ökumenn óku of hratt yfir gatnamót Bústaðarvegar og Flugvallarvegar fyrir síðustu helgi. Mynduð voru brot 289 ökumanna en meðalhraði þeirra var tæpir 77 km/klst en hámarkshraði á þessum stað er 60 km/klst. 5.2.2007 10:53 Sex skotnir á veitingastað Sex fundust látnir á kínverskum veitingastað í smábænum Sittensen, suður af Hamborg í Þýskalandi í morgun. Fólkið hafði verið skotið til bana í nokkrum herbergjum veitingastaðarins. Lögregla veit ekki enn hvað gerðist, hefur ekki borið kennsl á líkin en segir fólkið allt af asísku bergi brotið. 5.2.2007 10:39 18 fórust í sprengingum Tvær bílsprengjur bönuðu 18 og særðu um 60 í Bagdad í Írak nú áðan. Í stærri sprengingunni í suðurhluta borgarinnar fórust 10 og í hinni, sem sprakk á bílaverkstæði í miðborginni, fórust 8. 5.2.2007 10:34 Nemendur Suðvesturkjördæmis bestir í stærðfræði Niðurstöður úr samræmdum prófum nemenda í 4. og 7. bekk liggja nú fyrir í vefriti Menntamálaráðuneytisins. Þar kemur fram að nemendur í Suðvesturkjördæmi eru sterkastir yfir landið í stærðfræði, bæði í 4. og 7. bekk. Í Íslensku eru nemendur 4. bekkjar í Reykjavík og Norðausturkjördæmi bestir, en í 7. bekk eru bestu Íslenskunemendurnir í Norðausturkjördæmi. 5.2.2007 10:30 Friðurinn heldur á Gaza Enn er hljótt á götum Gaza eftir vopnahléið sem samið var um á föstudag. Byssumenn Hamas og Fatah hafa yfirgefið varðstöðvar sínar og í þeirra stað eru nú komnir lögreglumenn. Fatah og Hamas hafa einnig skipst á gíslum sem teknir hafa verið í átökum undanfarinna vikna. 5.2.2007 10:26 Vel heppnað Fjölskylduþing í Reykjanesbæ Fjölskyldu-og félagsþjónusta Reykjanesbæjar stóð fyrir fjölskylduþingi um síðustu helgi og var markmið þess að endurskoða fjölskyldustefnu bæjarins. Í fréttatilkynningu segir að þingið hafi verið afar vel heppnað en þar voru fjölskyldutengd verkefni úr framtíðaarsýn bæjarins til ársins 2010 kynnt. Hera Ósk Einarsdóttir verkefnastjóri kynnti forvarnarverkefni Reykjanesbæjar, en Hjördís Árnadóttir félagsmálastjóri kynnti fjölskyldustefnuna. 5.2.2007 10:20 Viðræður um kjarnorkumál Norður-Kóreu hefjast á ný Á fimmtudag hefjast á ný viðræður sex ríkja um kjarnorkumál Norður-Kóreu. Ríkin sem eiga fulltrúa í viðræðunum eru Norður-Kórea, Suður-Kórea, Kína, Japan, Rússland og Bandaríkin. Norður-Kóreumenn sprengdu sína fyrstu kjarnorkusprengju í október á síðasta ári. 5.2.2007 10:12 Varaforseti Íraks vill fleiri hermenn strax Varaforseti Íraks, súnníinn Tariq Hashimi vill að Bandaríkjamenn flýti sér að senda fleiri hersveitir til landsins til að stöðva blóðbað undanfarinna vikna. Hann segir að nýhafin herferð gegn ofbeldi í landinu, þar sem uppreisnarmenn verða hundeltir, verði að takast vel ef koma á böndum á ástandið í landinu. 5.2.2007 09:51 Engin slys á fólki í árekstri þriggja jeppa Engin alvarleg slys urðu á fólki þegar þrír jeppar rákust saman á Vesturlandsvegi skammt norðan við Hvalfjarðargöng um fimmleytið í dag. Flughált var á veginum og lentu bílarnir allir utan vegar. Tveir þeirra reyndust óökuhæfir eftir áreksturinn. 4.2.2007 21:12 Boða mestu herferð gegn andófsmönnum sem farin hefur verið Herferð írakskra og bandarískra hersveita gegn andófsmönnum í Bagdad, sem staðið hafa fyrir fjömörgum blóðugum árásum undanfarna mánuði, hefst innan skamms og verður stærrri en nokkur aðgerð sem lagt hefur verið í frá því að ráðist var inn í Írak fyrir nærri fjórum árum. 4.2.2007 20:17 Edwards vill hækka skatta til þess að bæta heilbrigðisþjónustu John Edwards, sem býður sig fram sem forsetaefni demókrata fyrir kosningarnar 2008, segir að hann vilji hækka skatta, aðallega á þá ríku, til þess að greiða fyrir bætta heilbrigðisþjónustu í landinu en hann kynnir áætlun þar að lútandi á morgun. 4.2.2007 19:46 Kreistir chillivökva yfir augum sér Mexíkóskur maður, sem hyggst setja heimsmet í chilipiparáti, er svo ónæmur fyrir styrk belgjanna að hann úðar þeim í sig eins og hverju öðru sælgæti. Hann gengur jafnvel svo langt að kreista safann úr þeim yfir augunum á sér. 4.2.2007 19:45 Stjórnvöld kærulaus um stera Jóhanna Eiríksdóttir, nýkjörinn formaður Kraftlyftingasambandsins harmar að stóra steramálið hafi tengst sambandinu og segir það á móti steranotkun. Birgir Guðjónsson læknir og meðlimur í lyfjanefnd alþjóða frjálsíþróttasambandsins segir að stjórnvöld hafi sýnt algjört kæruleysi í þessum málaflokki. 4.2.2007 19:21 Vilja til Bretlands til að rannsaka lát Litvinenkos Rússneskir rannsóknarlögreglumenn sem rannsaka dauða fyrrverandi njósnarans Alexanders Litvinenkos hafa óskað eftir því við innanríkisráðuneyti Bretlands að fá að koma til landsins vegna rannsóknarinnar. 4.2.2007 19:15 Losið ykkur við krónuna og bankastjórana Bandaríski auðkýfingurinn Steve Forbes hvetur Íslendinga til að skipta um gjaldmiðil hið fyrsta og leysa bankastjóra Seðlabankans frá störfum. 4.2.2007 19:03 Sjá næstu 50 fréttir
Karlmenn við stýrið Tveir vinir í Kentucky ákváðu að ræna hraðbanka með hraði, svo þeir kæmust örugglega undan. Þeir bundu keðju í stuðarann á pallbínum sem þeir áttu, og vöfðu svo keðjunni utan um hraðbankann. Svo gáfu þeir allt í botn til þess að rífa hraðbankann út úr veggnum. 5.2.2007 15:35
Tekist á um ábyrgð í Byrgismálinu Forsætisráðherra telur ekki að Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra eigi að segja af sér vegna Byrgismálsins. Valdimar Leó Friðriksson, þingmaður Frjálslynda flokksins, spurði á Alþingi í dag hver bæri ábyrgð í málinu og velti því upp hvort að forsætisráðherra eða félagsmálaráðherra hefðu átt að segja af sér vegna málsins. 5.2.2007 15:26
Loftlagsmál rædd á Alþingi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, spurði forsætisráðherra út í stefnu íslenskra stjórnvalda í loftlagsmálum í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Hún vildi vita hvernig forsætisráðherra ætli að beita sér í þessum málum. 5.2.2007 15:14
Vilja byggja upp alþjóðlegt orkufyrirtæki Geysir Green Energy í eigu FL Group, Glitnis og VGK Hönnunar, og Reykjanesbær hafa í dag undirritað viljayfirlýsingu um samstarf í þeim tilgangi að byggja upp leiðandi alþjóðlegt orkufyrirtæki. 5.2.2007 15:10
Handtóku þjófa á Miklubrautinni Fjórir þjófar voru handteknir á Miklubrautinni um hádegisbil í dag eftir eftirför lögreglu. Þjófarnir fóru inn í hús í Mosfellsbæ og höfðu sankað að sér nokkuð af munum þar þegar komið var að þeim við iðju sína. Þeir flúði inn í bíl en sá sem að þeim kom sýndi snör handtök og hringdi á lögreglu. 5.2.2007 14:53
Rússar gegn Serbum í Kosovo Rússar hafa óvænt tekið afstöðu gegn Serbum varðandi sjálfstæði Kosovo héraðs. Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt til að Kosovo verði aðskilið frá Serbíu og fái aðild að alþjóðastofnunum. Það verði hinsvegar undir alþjóðlegu eftirliti áfram, og NATO sjái um friðargæslu. 5.2.2007 14:37
Vill skjóta afgreiðslu samningsins Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, átti fundi með tveimur af framkvæmdarstjórum Evrópusambandsins og ræddi meðal annars samning um gagnkvæman markaðsaðgang fyrir landbúnaðarvörur. 5.2.2007 14:34
Börnum enn rænt til hernaðar Hundruð þúsunda barna eru enn neydd til þess að berjast í herjum og skæruliðasamtökum víðsvegar í heiminum. Bresku samtökin Björgum börnunum segja að haldið sé áfram að ræna börnum til hernaðar í að minnsta kosti þrettán löndum, frá Afganistan til Úganda. 5.2.2007 14:22
Frönsk útvarpsstöð á Íslandi Franska útvarpsrásin Radio France Internationale hóf útsendingar á Íslandi um helgina. Stöðinni er útvarpað allan sólarhringinn, alla daga vikunnar á tíðninni FM 89,0. 5.2.2007 14:18
Dýragarður sýnir manneskjur Kínverskur dýragarður leitar nú að sex sjálfboðaliðum til að búa á apasvæði garðsins í fimm daga. Garðurinn sem er í Xi'an borg leitar eftir þremur konum og þremur mönnum sem munu búa við sömu skilyrði og aparnir. Fólkið mun keppa um val á þvi hver sýnir dýrunum mesta alúð og eru 53 þúsund íslenskar krónur í verðlaun. 5.2.2007 13:58
Fanga meinaður aðgangur að fangelsi Maður sem strauk úr fangelsi í Belgíu reyndi að gefa sig fram, en var vísað frá fangelsinu þar sem hann framvísaði ekki persónuskilríkjum. Hakim Ghazouani, 24 ára, strauk úr fangelsi í Ghent í síðasta mánuði eftir að hafa fengið leyfi til að fara til læknis. Lögreglan lýsti eftir manninum og varaði almenning við, en Ghazouani var dæmdur fyrir rán og fíkniefnasölu. 5.2.2007 13:25
Gámahöfnin í Reyðarfirði næst stærst Gámahöfnin í Reyðarfirði verður önnur stærsta höfn landsins með nýjum samning sem Alcoa Fjarðarál og Eimskip á Reyðarfirði undirrituðu í hádeginu. Um er að ræða einn stærsta skipaafgreiðslusamning sem gerður hefur verið hér á landi. 5.2.2007 13:13
Smástirni á leiðinni Vísindamenn fylgjast nú grannt með smástirninu Apophis sem talið er að muni koma óþægilega nálægt jörðu, fyrst árið 2029 og svo aftur 2036. Smástirnið verður þær nær jörðu en tunglið, og margir fjarskiptagervihnettir og það mun sjást greinilega með berum augum. Líkur á að Apophis lendi á jörðinni eru þó ekki taldir nema 1:24000. 5.2.2007 13:11
Varað við Nígeríubréfum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál þar sem Íslendingur lét glepjast af svokölluðu Nígeríubréfi. Slík bréf innihalda gylliboð sem ekki er innistæða fyrir og eru þau til þess eins að svíkja peninga af fólki. Lögreglan varar fólk fyrir að þiggja slík boð. 5.2.2007 13:00
Sterkt samband milli ofbeldisverka og steranotkunar Rannsóknir á Norðurlöndum sýna að að sterkt samband sé á milli ofbeldisverka og steranotkunar. Eru dæmi um mjög gróft ofbeldi og kemur það helst fram í mjög alvarlegu heimilisofbeldi. 5.2.2007 12:30
Nýr forstjóri Umhverfisstofnunar Umhverfisráðherra hefur ráðið Ellý Katrínu Guðmundsdóttur nýjan forstjóra Umhverfisstofnunar. Ellý Katrín lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1990 og meistaraprófi í umhverfis- og alþjóðarétti frá University of Wisconsin Law School árið 1997. 5.2.2007 12:21
Varað við afleiðingum árásar á Íran Hópur breskra góðgerðarsamtaka, trúfélaga og verkalýðssambanda hafa varað Tony Blair forsætisráðherra við afleiðingum þess að ráðist verði á Íran. Í bréfi samtakanna segir að hernaðaraðgerðir gegn landinu muni hafa hrikalegar afleiðingar og skora því á Blair að þrýsta á George Bush Bandaríkjaforseta um að hefja viðræður við stjórnvöld í Teheran þegar í stað. Ríkisstjórnir á Vesturlöndum grunar að kjarnorkuáætlun Írana sé ekki í friðsamlegum tilgangi og því hafa Bandaríkjamenn ekki útilokað hernað gegn þeim. 5.2.2007 12:15
SS og Reykjagarður kaupa kjötmjölsverksmiðjuna í Flóa Sláturfélag Suðurlands og Reykjagarður hafa keypt kjötmjölsverksmiðjuna vi'ð Hraungerði í Flóa og hefst rekstur hennar á ný í þessari viku eftir stutt hlé. 5.2.2007 12:10
Nýr framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga Jón Helgi Björnsson hefur verið skipaður framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga. Jón var skipaður af Siv Friðleifsdóttur heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra til fimm ára, frá 1. mars 2007. Níu einstaklingar sóttu um starfið og fól ráðherra þriggja manna hæfnisnefnd að meta umsóknirnar. Sex umsækjendur þóttu uppfylla hæfnisskilyrði um menntun sem sett voru fram í auglýsingu um starfið. 5.2.2007 12:02
Ráðstafanir hérlendis vega fuglaflensu Rannsókn á orsökum þess að kalkúnar á bresku alifuglabúi smituðust af fuglaflensu stendur yfir en talið er líklegast að veiran hafi borist með farfuglum. Viðbragðshópur landlæknis ræður ráðum sínum um aðgerðir síðdegis. 5.2.2007 11:52
Áform um Kjöl hafa ekki áhrif á stækkun Hvalfjarðarganga Malbikaður hálendisvegur yfir Kjöl breytir nær engu um þörf á stækkun Hvalfjarðarganga, segir framkvæmdastjóri Spalar. Hann bendir á að umferð um Kjalveg verði aðeins um tíundi hluti umferðar um Hvalfjarðargöngin. 5.2.2007 11:51
Húsnæðisverð lækkar Hækkunarprósentan á íbúðahúsnæði á höfuðborgarsvæðinu er komin niður í fimm prósent, þegar litið er eitt ár aftur í tímann. Lækkun síðastliðna mánuði er að éta upp hækkunina, sem varð fyrrihluta tímabilsins. 5.2.2007 11:50
Páfi fordæmir boltaofbeldi Benedikt sextándi páfi hefur fordæmt ofbeldið sem hann segir setja ljótan blett á knattspyrnu, eftir að ítalskur lögreglumaður lést í óeirðum eftir fótboltaleik á Sikiley á föstudaginn. Páfi hvatti íþróttayfirvöld til að koma á lögum og reglu. Páfagarður sendi ekkju lögreglumannsins samúðarkveðjur. 5.2.2007 11:37
Náttúruvaktin skorar á umhverfisráðherra Náttúruvaktin hefur ritað Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra bréf þar sem athygli er vakin á skeytingarleysi stjórnvalda varðandi svæði á Náttúrminjaskrá. Í bréfinu segir að baráttuhópurinn, sem berst fyrir verndun Íslenskrar náttúru, taki nú þátt í að reyna að verja þrjú svæði á náttúruminjaskrá fyrir óhóflegri framkvæmdagleði. 5.2.2007 11:23
Ein særðist í bréfsprengingu í London Bréfsprengja sprakk á skrifstofu í miðborg Lundúna fyrir hádegi og særði einn starfsmann. Lögregla segir að svæðinu í kringum Victoria Street hafi verið lokað eftir að ábending barst um grunsamlegan pakka. 5.2.2007 11:17
Stóri vinningurinn hans Bills Bill Helko, sem býr í Kaliforníu varð himinlifandi þegar hann vann fyrsta vinning í lottói í sinni sveit, enda hljóðaði vinningurinn upp á 412.000 dollara. Til þess að hafa vaðið fyrir neðan sig hringdi Bill í lottóið og fékk staðfest að hann væri með réttar tölur fyrir fyrsta vinning. 5.2.2007 11:14
225 milljónum varið í vetnisverkefni Verja á 225 milljónum króna á þremur árum til vetnisverkefna á Íslandi. Iðnaðarráðuneytið og Vistorka hafa gert samning þessa efnis en hann tryggir samfellu í vetnisverkefnum á Íslandi. Tuttugu og fimm milljónir af fjárlögum þessa árs verða til ráðstöfunar. 5.2.2007 11:04
Fjórfætt eldvarpa Dýralæknir hefur verið sektaður um 16000 krónur fyrir að valda eldsvoða sem brenndi fjós til kaldra kola á bóndabæ í Lichten Vourde, í Hollandi. Dýralæknirinn hafði verið að reyna að fá bóndann til að breyta samsetningu fóðursins sem hann gaf kúm sínum. Hann sagði að fóðrið ylli óeðlilegri gasmyndun í kúnum. Til þess að sanna mál sitt kveikti hann á eldspýru fyrir aftan eina kúna þegar hún fretaði. 5.2.2007 10:58
Hátt í þrjú hundruð ökumenn óku of hratt Hátt í þrjú hundruð ökumenn óku of hratt yfir gatnamót Bústaðarvegar og Flugvallarvegar fyrir síðustu helgi. Mynduð voru brot 289 ökumanna en meðalhraði þeirra var tæpir 77 km/klst en hámarkshraði á þessum stað er 60 km/klst. 5.2.2007 10:53
Sex skotnir á veitingastað Sex fundust látnir á kínverskum veitingastað í smábænum Sittensen, suður af Hamborg í Þýskalandi í morgun. Fólkið hafði verið skotið til bana í nokkrum herbergjum veitingastaðarins. Lögregla veit ekki enn hvað gerðist, hefur ekki borið kennsl á líkin en segir fólkið allt af asísku bergi brotið. 5.2.2007 10:39
18 fórust í sprengingum Tvær bílsprengjur bönuðu 18 og særðu um 60 í Bagdad í Írak nú áðan. Í stærri sprengingunni í suðurhluta borgarinnar fórust 10 og í hinni, sem sprakk á bílaverkstæði í miðborginni, fórust 8. 5.2.2007 10:34
Nemendur Suðvesturkjördæmis bestir í stærðfræði Niðurstöður úr samræmdum prófum nemenda í 4. og 7. bekk liggja nú fyrir í vefriti Menntamálaráðuneytisins. Þar kemur fram að nemendur í Suðvesturkjördæmi eru sterkastir yfir landið í stærðfræði, bæði í 4. og 7. bekk. Í Íslensku eru nemendur 4. bekkjar í Reykjavík og Norðausturkjördæmi bestir, en í 7. bekk eru bestu Íslenskunemendurnir í Norðausturkjördæmi. 5.2.2007 10:30
Friðurinn heldur á Gaza Enn er hljótt á götum Gaza eftir vopnahléið sem samið var um á föstudag. Byssumenn Hamas og Fatah hafa yfirgefið varðstöðvar sínar og í þeirra stað eru nú komnir lögreglumenn. Fatah og Hamas hafa einnig skipst á gíslum sem teknir hafa verið í átökum undanfarinna vikna. 5.2.2007 10:26
Vel heppnað Fjölskylduþing í Reykjanesbæ Fjölskyldu-og félagsþjónusta Reykjanesbæjar stóð fyrir fjölskylduþingi um síðustu helgi og var markmið þess að endurskoða fjölskyldustefnu bæjarins. Í fréttatilkynningu segir að þingið hafi verið afar vel heppnað en þar voru fjölskyldutengd verkefni úr framtíðaarsýn bæjarins til ársins 2010 kynnt. Hera Ósk Einarsdóttir verkefnastjóri kynnti forvarnarverkefni Reykjanesbæjar, en Hjördís Árnadóttir félagsmálastjóri kynnti fjölskyldustefnuna. 5.2.2007 10:20
Viðræður um kjarnorkumál Norður-Kóreu hefjast á ný Á fimmtudag hefjast á ný viðræður sex ríkja um kjarnorkumál Norður-Kóreu. Ríkin sem eiga fulltrúa í viðræðunum eru Norður-Kórea, Suður-Kórea, Kína, Japan, Rússland og Bandaríkin. Norður-Kóreumenn sprengdu sína fyrstu kjarnorkusprengju í október á síðasta ári. 5.2.2007 10:12
Varaforseti Íraks vill fleiri hermenn strax Varaforseti Íraks, súnníinn Tariq Hashimi vill að Bandaríkjamenn flýti sér að senda fleiri hersveitir til landsins til að stöðva blóðbað undanfarinna vikna. Hann segir að nýhafin herferð gegn ofbeldi í landinu, þar sem uppreisnarmenn verða hundeltir, verði að takast vel ef koma á böndum á ástandið í landinu. 5.2.2007 09:51
Engin slys á fólki í árekstri þriggja jeppa Engin alvarleg slys urðu á fólki þegar þrír jeppar rákust saman á Vesturlandsvegi skammt norðan við Hvalfjarðargöng um fimmleytið í dag. Flughált var á veginum og lentu bílarnir allir utan vegar. Tveir þeirra reyndust óökuhæfir eftir áreksturinn. 4.2.2007 21:12
Boða mestu herferð gegn andófsmönnum sem farin hefur verið Herferð írakskra og bandarískra hersveita gegn andófsmönnum í Bagdad, sem staðið hafa fyrir fjömörgum blóðugum árásum undanfarna mánuði, hefst innan skamms og verður stærrri en nokkur aðgerð sem lagt hefur verið í frá því að ráðist var inn í Írak fyrir nærri fjórum árum. 4.2.2007 20:17
Edwards vill hækka skatta til þess að bæta heilbrigðisþjónustu John Edwards, sem býður sig fram sem forsetaefni demókrata fyrir kosningarnar 2008, segir að hann vilji hækka skatta, aðallega á þá ríku, til þess að greiða fyrir bætta heilbrigðisþjónustu í landinu en hann kynnir áætlun þar að lútandi á morgun. 4.2.2007 19:46
Kreistir chillivökva yfir augum sér Mexíkóskur maður, sem hyggst setja heimsmet í chilipiparáti, er svo ónæmur fyrir styrk belgjanna að hann úðar þeim í sig eins og hverju öðru sælgæti. Hann gengur jafnvel svo langt að kreista safann úr þeim yfir augunum á sér. 4.2.2007 19:45
Stjórnvöld kærulaus um stera Jóhanna Eiríksdóttir, nýkjörinn formaður Kraftlyftingasambandsins harmar að stóra steramálið hafi tengst sambandinu og segir það á móti steranotkun. Birgir Guðjónsson læknir og meðlimur í lyfjanefnd alþjóða frjálsíþróttasambandsins segir að stjórnvöld hafi sýnt algjört kæruleysi í þessum málaflokki. 4.2.2007 19:21
Vilja til Bretlands til að rannsaka lát Litvinenkos Rússneskir rannsóknarlögreglumenn sem rannsaka dauða fyrrverandi njósnarans Alexanders Litvinenkos hafa óskað eftir því við innanríkisráðuneyti Bretlands að fá að koma til landsins vegna rannsóknarinnar. 4.2.2007 19:15
Losið ykkur við krónuna og bankastjórana Bandaríski auðkýfingurinn Steve Forbes hvetur Íslendinga til að skipta um gjaldmiðil hið fyrsta og leysa bankastjóra Seðlabankans frá störfum. 4.2.2007 19:03