Fleiri fréttir Tók skýrslu af stúlkum sem numdar voru á brott Lögreglan á Húsavík tók í dag skýrslur af stúlkunum þremur í Laugaskóla, sem teknar voru nauðugar úr rúmum sínum aðfararnótt föstudags á heimavist skólans. Farið var með stúlkurnar í hús í nágrenninu og, samkvæmt því sem fram kemur á bloggsíðum nemenda, var einni þeirra stungið ofan í klósett. 4.2.2007 17:58 Guðjón Valur markahæstur á HM Guðjón Valur Sigurðsson varð markakóngur heimsmeistaramótsins í handknattleik í Þýskalandi með 66 mörk. Þetta var ljóst eftir að keppninni lauk í dag. Fimm Íslendingar eru í hópi tólf markahæstu manna á heimsmeistaramótinu. 4.2.2007 17:52 Ætla að senda þúsundir sjálfsmorðsárásar-manna af stað Talibanar segjast munu senda þúsundir sjálfsmorðsárásarmanna gegn herliði NATO sem statt er í Afganistan og reynir að ráða niðurlögum þeirra. Frá þessu greindi einn leiðtoga þeirra í samtali við Reutersf-fréttastofuna í dag 4.2.2007 17:32 Þjóðverjar heimsmeistarar í handknattleik Þjóðverjar tryggðu sér í dag heimsmeistaratitilinn í handknattleik á heimavelli þegar þeir lögðu nágranna sína Pólverja í úrslitaleik frammi fyrir fullu húsi í Köln. Lokatölur í leiknum urðu 29-24. 4.2.2007 16:56 Áframhaldandi skærur á Gasaströndinni í dag Vopnahlé sem fylkingar Fatah-hreyfingarinnar og Hamas-samtakanna sömdu um á föstudag hefur ekki haldið í dag því komið hefur til átaka milli fylkinganna á Gasaströndinni. 4.2.2007 16:45 Ætla að kenna breskum ungmennum mandarín og urdu Breskum táningum verður boðið upp á læra tungumálin mandarín og urdu til jafns við frönsku og þýsku samkvæmt nýjum hugmyndum breskra menntamálayfirvalda. 4.2.2007 16:24 Þriggja bíla árekstur í hálku norðan Hvalfjarðarganga Þriggja bíla árekstur varð á Vesturlandsvegi skammt norðan við Hvalfjarðargöng nú fyrir stundu. Ekki hafa fengist upplýsingar um það hvort einhver sé alvarlega slasaður en lögregla í Borgarnesi segir flughált frá Hvalfjarðargöngum og upp í Borgarnes. 4.2.2007 16:06 Vindhviður sagðar hafa farið upp í 73 metra á sekúndu Íbúar í miðhluta Flórída sem urðu fyrir barðinu á kröftugum stormi sem gekk yfir svæðið á föstudag héldu í dag áfram að leita að heillegum munum í rústum húsa sinna. Fram kemur á fréttavef CNN að vindhviður hafi farið upp í 73 metra á sekúndu og rifið allt sem á vegi þeirra varð. 4.2.2007 15:39 Starfsmenn alþjóðlegu geimstöðvarinnar í endurbótaleiðangri Tveir af starfsmönnum alþjóðlegu geimstöðvarinnar fóru í dag í geimgöngu þar sem lokið verður við að koma upp nýju kælikerfi í stöðinni. 4.2.2007 15:09 Flutt á sjúkrahús eftir bílveltu nærri Grundartanga Betur fór en á horfðist þegar bíll fór út af Vesturlandsvegi um einn kílómetra norðan við afleggjarann að Grundartanga um tvöleytið í dag. Tvennt var í bílnum og þurfti að beita klippum til að ná fólkinu út úr honum. 4.2.2007 14:52 Viðurkenna að herþyrlur hafi verið skotnar niður Bandaríkjaher hefur viðurkennt að fjórar þyrlur sem hrapað hafa í Írak síðustu vikur hafi að líkindum verið skotnar niður. Alls hafa 20 manns týnt lífi í atvikunum fjórum 4.2.2007 14:36 Vilja leggja nýjan Kjalveg með einkaframkvæmd Félagið Norðurvegur vill hefja lagningu nýs vegar yfir Kjöl í einkaframkvæmd og áætlar að kostnaður við framkvæmdina verði um 4,2 milljarðar króna. 4.2.2007 14:10 Viðurkenndi að hafa myrt Palme í bréfi til kærustu sinnar Christer Pettersson, sem grunaður var um að hafa myrt Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, viðurkenndi fyrir leynilegri kærustu sinni að hann hefði drepið forsætisráðherrann. Frá þessu greinir sænska blaðið Aftonbladet og vitnar í bréf sem Petterson skrifaði til kærustunnar. 4.2.2007 13:51 Leita sér aðstoðar vegna vændiskvennafíknar Ráðgjafarskrifstofa í tengslum við vændi í Danmörku hefur haft í nógu að snúast frá því að henni var komið á fót fyrir hálfu ári. Eftir því sem segir á vef Jótlandspóstsins hefur skrifstofan haft í nógu að snúast við að hjálpa karlmönnum sem sagðir eru háðir því að kaupa þjónustu vændiskvenna. 4.2.2007 13:25 Karíus og Baktus mæta í Borgarleikhúsið Sýningar á hinu sívinsæla verki um Karíus og Baktus, sem Leikfélag Akureyrar hefur sett upp, hefjast í Borgarleikhúsinu í dag. Samkvæmt tilkynningu frá Leikfélagi Akureyrar er gríðarlegur áhugi fyrir sýningunni og er þegar uppselt á allar sýningar í febrúar og mars. 4.2.2007 13:15 Á fjórða tug dó í námuslysi 32 kólumbískir verkamenn biðu bana í sprengingu í kolanámu norðausturhluta landsins í gærkvöld. Talið er að neisti hafi komist í gas á um fjögur hundruð metra dýpi í námugöngunum og þau hrunið. 4.2.2007 13:00 Fjölgaði um 80 prósent í strætó þegar gjaldtöku var hætt Farþegum með almenningsvögnum í Reykjanesbæ fjölgaði um áttatíu prósent þegar gjaldtöku var hætt í vögnunum. Árni Sigfússon bæjarstjóri telur að reynslan af ókeypis strætó sé afar jákvæð. 4.2.2007 12:45 Of lítill stuðningur í baráttunni við stera Birgir Guðjónsson, læknir og meðlimur í lyfjanefnd Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, segir að stjórnvöld hafi of lítið stutt við baráttu gegn misnoktun stera hér á landi. 4.2.2007 12:30 Nýtt pólitískt afl á hægri vængnum í burðarliðnum Nýtt afl er að koma fram á sjónarsviðið í íslenskum stjórnmálum eftir því sem segir á bloggsíðu Margrétar Sverrisdóttur. Þar segir Margrét að fundað hafi verið í gær og að á næstunni verði sett fram skýr markmið framboðs sem sé hægra megin við miðju í pólitísku litrófi stjórnmálanna. 4.2.2007 12:27 Skýrslutökur halda áfram vegna brottnáms stúlkna Skýrslutökur halda áfram hjá lögreglunni á Húsavík í dag vegna máls sem kom upp í Laugaskóla aðfararnótt föstudags. Þá fóru nokkrir eldri nemar í hópi drengja við skólann inn á herbergi þriggja ungra stúlkna þar sem þær sváfu fáklæddar á heimavist, tóku þær nauðugar af vistinni og tróðu þeim í skottið á bíl. 4.2.2007 12:15 Þúsund fallnir á sjö dögum Forsætisráðherra Íraks kennir stuðningsmönnum Saddams Hussein um hryðjuverkið í Bagdad í gær sem kostaði 135 mannslíf. Um eitt þúsund manns hafa látið lífið undanfarna viku í ofbeldisverkum í landinu. 4.2.2007 12:00 Álögur auknar á fjármagnstekjufólk Ríkisstjórnin undirbýr frumvarp sem kveður á um að þeir sem hafa einungis fjármagnstekjur skuli greiða í framkvæmdasjóð aldraðra. Þá hefur frumvarpið sjálfkrafa í för með sér að nýr nefskattur Ríkisútvarpsins verður lagður á fjármagnstekjufólkið. 4.2.2007 12:00 Ók inn í þvögu í brúðkaupi í Stokkhólmi Lögregla í Stokkhólmi leitar nú manns sem ók á bíl inn í hóp fólks sem stóð fyrir utan veitingastað í borginni þar sem verið var að halda brúðkaupsveislu. Eftir því sem sænska ríkisútvarpið greinir frá slösuðust sjö þegar maðurinn keyrði inn í þvöguna, þar af einn alvarlega. 4.2.2007 11:51 Léku rangan þjóðsöng Stjórnvöld á eynni Grenada í Karabíska hafinu eru í öngum sínum eftir að þjóðsöngur Taívans var leikinn í stað þess kínverska þegar nýr íþróttavöllur var tekinn í notkun um helgina í höfuðborginni St. Johns. 4.2.2007 11:45 Segja helming árásarmanna koma frá Sýrlandi Íröksk stjórnvöld segja að helmingur þeirra andófsmanna úr röðum súnnía sem staðið hafi fyrir sprengjuárásum að undanförnu í Írak hafi komið frá Sýrlandi. Segjast yfirvöld í Írak jafnframt hafa sýnt sýrlenskum stjórnvöldum sannanir þar að lútandi. 4.2.2007 11:32 Harður árekstur í Reykjanesbæ í gærkvöld Harður árekstur varð á gatnamótum Reykjanesbrautar og Aðalgötu í Reykjanesbæ um sjöleytið í gærkvöld. Lögregla og sjúkralið fóru á vettvang og voru tveir fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en meiðsl þeirra voru minni háttar. 4.2.2007 11:30 Aukin útgjöld til varnarmála George Bush Bandaríkjaforseti segir að í næstu fjárlögum ríkisins verði útgjöld til varnarmála aukin á kostnað útgjalda til innanríkismála. 4.2.2007 11:15 Vara við árásum á Íran Þrír fyrrverandi hershöfðingjar úr Bandaríkjaher vara eindregið við hernaðaraðgerðum gegn Írönum í bréfi sem þeir birta í breska blaðinu Sunday Times í dag. 4.2.2007 11:15 Byrjað að slátra kalkúnum á býlinu í Suffolk-héraði Yfirvöld í Bretlandi hafa þegar hafist handa við að slátra þeim 160 þúsund kalkúnum sem aldir hafa verið á kalkúnabúinu í Suffolk-héraði þar sem fuglaflensa af H5N1-stofni greindist í gær. Eins og kunnugt er getur veiran borist í menn og dregið þá til dauða en sérfræðingar segja litlar líkur á því að það gerist nú. 4.2.2007 11:12 Rúmlega helmingur Breta vill Blair burt strax Ríflega helmingur Breta telur að Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, ætti að hætta strax samkvæmt könnun sem birt er í dagblaðinu Sunday Express í dag. 56 prósent aðspurðra segja tímabært að forsætisráðherrann taki pokann sinn en aðeins 37 prósent vilja að hann starfi áfram. 4.2.2007 10:53 Reyndu að ræna sígarettum og morgunkorni Tveir svangir og sígarettulausir ungir menn brutust inn í verslun á Akureyri í nótt og höfðu á brott með sér þær nauðsynjar sem þeir þurftu til að mæta sínum þörfum. Ekki komust þeir langt því lögregla greip þá þar sem þeir voru á hlaupum frá innbrotsstað. 4.2.2007 10:45 Óttast farsóttir Mikil flóð í Jakarta, höfuðborg Indónesíu, hafa kostað níu mannslíf og hrakið tvö hundruð þúsund manns af heimilum sínum. Gríðarleg úrkoma hefur verið á þessum slóðum að undanförnu enda stendur regntímabilið sem hæst. 4.2.2007 10:30 Slegist á þorrablótum á höfuðborgarsvæðinu Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt líkt og fyrrinótt og voru allar fangageymslur fullar í morgun. Að sögn lögreglu var mikið um pústra og átök í tengslum við þorrablót víða um höfuðborgarsvæðið en engin alvarleg líkamsárás var þó gerð. 4.2.2007 10:15 Þúsund fallnir á einni viku Íraska ríkissstjórnin kennir stuðningsmönnum Saddams Hussein um hryðjuverkið í Bagdad í gær sem kostaði 135 mannslíf. Um eitt þúsund manns hafa látið lífið undanfarna viku í sjálfsmorðsárásum, skotárásum og bardögum á milli hermanna og uppreisnarmanna að því er Reuters-fréttastofan hermir. 4.2.2007 10:00 Sjúkrabíll í hörðum árekstri í útkalli Harður árekstur varð á Eyrarbakkavegi um fimmleytið í nótt þegar fólksbíl var ekið í veg fyrir sjúkrabíl á leið til Þorlákshafnar. Lögregla hafði kallað á sjúkrabílinn vegna líkamsárásar sem átti sér stað á dansleik í Þorlákshöfn en þar var meðal annars sparkað í höfuð manns. 4.2.2007 09:53 Merkel á ferð um Miðausturlönd Angela Merkel, kanslari Þýskalands, kom í dag til Kaíró á fyrsta degi sínum í ferðalagi um Miðausturlönd þar sem hún mun ræða stöðuna fyrir botni Miðjarðarhafs. 3.2.2007 20:45 Aðgerðasinnar leggja aftur undir sig hús í Kaupmannahöfn Lögreglan í Kaupmannahöfn handtók undir kvöld um 80 aðgerðasinna sem lagt höfðu undir sig hús í norðvesturhluta borginnar. Hópurinn, sem berst fyrir nýjum samkomustað í borginni í kjölfar þess að Æskulýðshúsinu svokallaða var lokað, lagði húsið undir sig skömmu eftir hádegi í dag en það eru í eigu Kaupmannahafnarborgar. 3.2.2007 20:34 Tvennt flutt á sjúkrahús eftir árekstur jeppa í Grímsnesi Tvennt var flutt á sjúkrahús í Reykjavík eftir að tveir jeppar sem komu úr gangstæðri átt rákust saman á Biskupstungnabraut sunnan við Borg í Grímsnesi um hálfsexleytið í dag. Að sögn lögreglu voru fimm í öðrum jeppanum og þrír í hinum og mun hluti hópsins leitað sjálfur til læknis til skoðunar. 3.2.2007 19:47 Segist munu binda enda á stríðið í Írak sem forseti Hillary Clinton, sem hefur boðið sig fram sem forsetaefni demókrata í kosningunum 2008, segist munu binda enda á stríðið í Írak ef hún verði fyrir valinu sem forsetaefni flokksins. Þessu lýsti hún yfir á fundi með átta öðrum sem vonast eftir því að verða forsetaefni demókrata í kosningunum. 3.2.2007 19:28 Stjórnarskrárvarinn réttur til að blóta Dómstóll í Michigan-ríki í Bandaríkjunum hefur komist að því að lögreglumaður hafi brotið gegn tjáningarfrelsisákvæðum stjórnarskrárinnar með því að handtaka mann fyrir að blóta á almennum borgarafundi. 3.2.2007 19:15 Hlýnun bætir nýtingu virkjana Hlýnun loftslags bætir nýtingu virkjana og gerir þær hagstæðari í rekstri. Þetta segir Tómas Jóhannesson, jöklafræðingur. Endurskoðuð umhverfisstefna til ársins 2050 verður lögð fram á næstu dögum, segir Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra. 3.2.2007 19:00 Kraftlyftingamaður handtekinn vegna sterasmygls Frammámaður innan Kraftlyftingasambandsins var handtekinn í gær vegna innflutnings á þrjátíu þúsund skömmtum af sterum. Á aðalfundi sambandsins í gærkvöld hætti hann í félaginu. Fíkniefnalögreglan hefur aldrei áður lagt hald á jafn mikið magn af sterum en innflutningur þeirra varðar ekki við fíkniefnalöggjöf heldur lyfjalög. 3.2.2007 18:47 Alþjóðleg umhverfislögregla Jacques Chirac, Frakklandsforseti, skorar á þjóðir heims að setja umhverfismál í forgang á alþjóðavettvangi. Fjörutíu og sex ríki styðja tillögu Chiracs um nýja umhverfisstofnun sem gæti jafnvel knúið ríki til að framfylgja alþjóðasáttmálum um loftslagsmál. 3.2.2007 18:45 Framkvæmdasjóður aldraðra borgaði framtíðarsýn heilbrigðisráðherra Heilbrigðisráðherra fékk eina og hálfa milljón úr framkvæmdasjóði aldraðra til að prenta og dreifa bæklingi um sýn ráðherrans í öldrunarmálum. Ráðherrar heilbrigðismála hafa sótt fé til óskilgreindra þróunarverkefna úr framkvæmdasjóði aldraðra á liðnum árum. 3.2.2007 18:43 Segja skólabræður sína hafa rænt sér Hópur unglingsstúlkna segir skólabræður sína hafa rænt sér á aðfaranótt föstudags. Öll ungmennin stunda nám í framhaldsskólanum á Laugum. Lögreglan segir málið litið alvarlegum augum enda virðast stúlkurnar hafa verið beittar valdi. Þá má búast við kæru vegna kynferðisbrots. 3.2.2007 18:31 Sjá næstu 50 fréttir
Tók skýrslu af stúlkum sem numdar voru á brott Lögreglan á Húsavík tók í dag skýrslur af stúlkunum þremur í Laugaskóla, sem teknar voru nauðugar úr rúmum sínum aðfararnótt föstudags á heimavist skólans. Farið var með stúlkurnar í hús í nágrenninu og, samkvæmt því sem fram kemur á bloggsíðum nemenda, var einni þeirra stungið ofan í klósett. 4.2.2007 17:58
Guðjón Valur markahæstur á HM Guðjón Valur Sigurðsson varð markakóngur heimsmeistaramótsins í handknattleik í Þýskalandi með 66 mörk. Þetta var ljóst eftir að keppninni lauk í dag. Fimm Íslendingar eru í hópi tólf markahæstu manna á heimsmeistaramótinu. 4.2.2007 17:52
Ætla að senda þúsundir sjálfsmorðsárásar-manna af stað Talibanar segjast munu senda þúsundir sjálfsmorðsárásarmanna gegn herliði NATO sem statt er í Afganistan og reynir að ráða niðurlögum þeirra. Frá þessu greindi einn leiðtoga þeirra í samtali við Reutersf-fréttastofuna í dag 4.2.2007 17:32
Þjóðverjar heimsmeistarar í handknattleik Þjóðverjar tryggðu sér í dag heimsmeistaratitilinn í handknattleik á heimavelli þegar þeir lögðu nágranna sína Pólverja í úrslitaleik frammi fyrir fullu húsi í Köln. Lokatölur í leiknum urðu 29-24. 4.2.2007 16:56
Áframhaldandi skærur á Gasaströndinni í dag Vopnahlé sem fylkingar Fatah-hreyfingarinnar og Hamas-samtakanna sömdu um á föstudag hefur ekki haldið í dag því komið hefur til átaka milli fylkinganna á Gasaströndinni. 4.2.2007 16:45
Ætla að kenna breskum ungmennum mandarín og urdu Breskum táningum verður boðið upp á læra tungumálin mandarín og urdu til jafns við frönsku og þýsku samkvæmt nýjum hugmyndum breskra menntamálayfirvalda. 4.2.2007 16:24
Þriggja bíla árekstur í hálku norðan Hvalfjarðarganga Þriggja bíla árekstur varð á Vesturlandsvegi skammt norðan við Hvalfjarðargöng nú fyrir stundu. Ekki hafa fengist upplýsingar um það hvort einhver sé alvarlega slasaður en lögregla í Borgarnesi segir flughált frá Hvalfjarðargöngum og upp í Borgarnes. 4.2.2007 16:06
Vindhviður sagðar hafa farið upp í 73 metra á sekúndu Íbúar í miðhluta Flórída sem urðu fyrir barðinu á kröftugum stormi sem gekk yfir svæðið á föstudag héldu í dag áfram að leita að heillegum munum í rústum húsa sinna. Fram kemur á fréttavef CNN að vindhviður hafi farið upp í 73 metra á sekúndu og rifið allt sem á vegi þeirra varð. 4.2.2007 15:39
Starfsmenn alþjóðlegu geimstöðvarinnar í endurbótaleiðangri Tveir af starfsmönnum alþjóðlegu geimstöðvarinnar fóru í dag í geimgöngu þar sem lokið verður við að koma upp nýju kælikerfi í stöðinni. 4.2.2007 15:09
Flutt á sjúkrahús eftir bílveltu nærri Grundartanga Betur fór en á horfðist þegar bíll fór út af Vesturlandsvegi um einn kílómetra norðan við afleggjarann að Grundartanga um tvöleytið í dag. Tvennt var í bílnum og þurfti að beita klippum til að ná fólkinu út úr honum. 4.2.2007 14:52
Viðurkenna að herþyrlur hafi verið skotnar niður Bandaríkjaher hefur viðurkennt að fjórar þyrlur sem hrapað hafa í Írak síðustu vikur hafi að líkindum verið skotnar niður. Alls hafa 20 manns týnt lífi í atvikunum fjórum 4.2.2007 14:36
Vilja leggja nýjan Kjalveg með einkaframkvæmd Félagið Norðurvegur vill hefja lagningu nýs vegar yfir Kjöl í einkaframkvæmd og áætlar að kostnaður við framkvæmdina verði um 4,2 milljarðar króna. 4.2.2007 14:10
Viðurkenndi að hafa myrt Palme í bréfi til kærustu sinnar Christer Pettersson, sem grunaður var um að hafa myrt Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, viðurkenndi fyrir leynilegri kærustu sinni að hann hefði drepið forsætisráðherrann. Frá þessu greinir sænska blaðið Aftonbladet og vitnar í bréf sem Petterson skrifaði til kærustunnar. 4.2.2007 13:51
Leita sér aðstoðar vegna vændiskvennafíknar Ráðgjafarskrifstofa í tengslum við vændi í Danmörku hefur haft í nógu að snúast frá því að henni var komið á fót fyrir hálfu ári. Eftir því sem segir á vef Jótlandspóstsins hefur skrifstofan haft í nógu að snúast við að hjálpa karlmönnum sem sagðir eru háðir því að kaupa þjónustu vændiskvenna. 4.2.2007 13:25
Karíus og Baktus mæta í Borgarleikhúsið Sýningar á hinu sívinsæla verki um Karíus og Baktus, sem Leikfélag Akureyrar hefur sett upp, hefjast í Borgarleikhúsinu í dag. Samkvæmt tilkynningu frá Leikfélagi Akureyrar er gríðarlegur áhugi fyrir sýningunni og er þegar uppselt á allar sýningar í febrúar og mars. 4.2.2007 13:15
Á fjórða tug dó í námuslysi 32 kólumbískir verkamenn biðu bana í sprengingu í kolanámu norðausturhluta landsins í gærkvöld. Talið er að neisti hafi komist í gas á um fjögur hundruð metra dýpi í námugöngunum og þau hrunið. 4.2.2007 13:00
Fjölgaði um 80 prósent í strætó þegar gjaldtöku var hætt Farþegum með almenningsvögnum í Reykjanesbæ fjölgaði um áttatíu prósent þegar gjaldtöku var hætt í vögnunum. Árni Sigfússon bæjarstjóri telur að reynslan af ókeypis strætó sé afar jákvæð. 4.2.2007 12:45
Of lítill stuðningur í baráttunni við stera Birgir Guðjónsson, læknir og meðlimur í lyfjanefnd Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, segir að stjórnvöld hafi of lítið stutt við baráttu gegn misnoktun stera hér á landi. 4.2.2007 12:30
Nýtt pólitískt afl á hægri vængnum í burðarliðnum Nýtt afl er að koma fram á sjónarsviðið í íslenskum stjórnmálum eftir því sem segir á bloggsíðu Margrétar Sverrisdóttur. Þar segir Margrét að fundað hafi verið í gær og að á næstunni verði sett fram skýr markmið framboðs sem sé hægra megin við miðju í pólitísku litrófi stjórnmálanna. 4.2.2007 12:27
Skýrslutökur halda áfram vegna brottnáms stúlkna Skýrslutökur halda áfram hjá lögreglunni á Húsavík í dag vegna máls sem kom upp í Laugaskóla aðfararnótt föstudags. Þá fóru nokkrir eldri nemar í hópi drengja við skólann inn á herbergi þriggja ungra stúlkna þar sem þær sváfu fáklæddar á heimavist, tóku þær nauðugar af vistinni og tróðu þeim í skottið á bíl. 4.2.2007 12:15
Þúsund fallnir á sjö dögum Forsætisráðherra Íraks kennir stuðningsmönnum Saddams Hussein um hryðjuverkið í Bagdad í gær sem kostaði 135 mannslíf. Um eitt þúsund manns hafa látið lífið undanfarna viku í ofbeldisverkum í landinu. 4.2.2007 12:00
Álögur auknar á fjármagnstekjufólk Ríkisstjórnin undirbýr frumvarp sem kveður á um að þeir sem hafa einungis fjármagnstekjur skuli greiða í framkvæmdasjóð aldraðra. Þá hefur frumvarpið sjálfkrafa í för með sér að nýr nefskattur Ríkisútvarpsins verður lagður á fjármagnstekjufólkið. 4.2.2007 12:00
Ók inn í þvögu í brúðkaupi í Stokkhólmi Lögregla í Stokkhólmi leitar nú manns sem ók á bíl inn í hóp fólks sem stóð fyrir utan veitingastað í borginni þar sem verið var að halda brúðkaupsveislu. Eftir því sem sænska ríkisútvarpið greinir frá slösuðust sjö þegar maðurinn keyrði inn í þvöguna, þar af einn alvarlega. 4.2.2007 11:51
Léku rangan þjóðsöng Stjórnvöld á eynni Grenada í Karabíska hafinu eru í öngum sínum eftir að þjóðsöngur Taívans var leikinn í stað þess kínverska þegar nýr íþróttavöllur var tekinn í notkun um helgina í höfuðborginni St. Johns. 4.2.2007 11:45
Segja helming árásarmanna koma frá Sýrlandi Íröksk stjórnvöld segja að helmingur þeirra andófsmanna úr röðum súnnía sem staðið hafi fyrir sprengjuárásum að undanförnu í Írak hafi komið frá Sýrlandi. Segjast yfirvöld í Írak jafnframt hafa sýnt sýrlenskum stjórnvöldum sannanir þar að lútandi. 4.2.2007 11:32
Harður árekstur í Reykjanesbæ í gærkvöld Harður árekstur varð á gatnamótum Reykjanesbrautar og Aðalgötu í Reykjanesbæ um sjöleytið í gærkvöld. Lögregla og sjúkralið fóru á vettvang og voru tveir fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en meiðsl þeirra voru minni háttar. 4.2.2007 11:30
Aukin útgjöld til varnarmála George Bush Bandaríkjaforseti segir að í næstu fjárlögum ríkisins verði útgjöld til varnarmála aukin á kostnað útgjalda til innanríkismála. 4.2.2007 11:15
Vara við árásum á Íran Þrír fyrrverandi hershöfðingjar úr Bandaríkjaher vara eindregið við hernaðaraðgerðum gegn Írönum í bréfi sem þeir birta í breska blaðinu Sunday Times í dag. 4.2.2007 11:15
Byrjað að slátra kalkúnum á býlinu í Suffolk-héraði Yfirvöld í Bretlandi hafa þegar hafist handa við að slátra þeim 160 þúsund kalkúnum sem aldir hafa verið á kalkúnabúinu í Suffolk-héraði þar sem fuglaflensa af H5N1-stofni greindist í gær. Eins og kunnugt er getur veiran borist í menn og dregið þá til dauða en sérfræðingar segja litlar líkur á því að það gerist nú. 4.2.2007 11:12
Rúmlega helmingur Breta vill Blair burt strax Ríflega helmingur Breta telur að Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, ætti að hætta strax samkvæmt könnun sem birt er í dagblaðinu Sunday Express í dag. 56 prósent aðspurðra segja tímabært að forsætisráðherrann taki pokann sinn en aðeins 37 prósent vilja að hann starfi áfram. 4.2.2007 10:53
Reyndu að ræna sígarettum og morgunkorni Tveir svangir og sígarettulausir ungir menn brutust inn í verslun á Akureyri í nótt og höfðu á brott með sér þær nauðsynjar sem þeir þurftu til að mæta sínum þörfum. Ekki komust þeir langt því lögregla greip þá þar sem þeir voru á hlaupum frá innbrotsstað. 4.2.2007 10:45
Óttast farsóttir Mikil flóð í Jakarta, höfuðborg Indónesíu, hafa kostað níu mannslíf og hrakið tvö hundruð þúsund manns af heimilum sínum. Gríðarleg úrkoma hefur verið á þessum slóðum að undanförnu enda stendur regntímabilið sem hæst. 4.2.2007 10:30
Slegist á þorrablótum á höfuðborgarsvæðinu Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt líkt og fyrrinótt og voru allar fangageymslur fullar í morgun. Að sögn lögreglu var mikið um pústra og átök í tengslum við þorrablót víða um höfuðborgarsvæðið en engin alvarleg líkamsárás var þó gerð. 4.2.2007 10:15
Þúsund fallnir á einni viku Íraska ríkissstjórnin kennir stuðningsmönnum Saddams Hussein um hryðjuverkið í Bagdad í gær sem kostaði 135 mannslíf. Um eitt þúsund manns hafa látið lífið undanfarna viku í sjálfsmorðsárásum, skotárásum og bardögum á milli hermanna og uppreisnarmanna að því er Reuters-fréttastofan hermir. 4.2.2007 10:00
Sjúkrabíll í hörðum árekstri í útkalli Harður árekstur varð á Eyrarbakkavegi um fimmleytið í nótt þegar fólksbíl var ekið í veg fyrir sjúkrabíl á leið til Þorlákshafnar. Lögregla hafði kallað á sjúkrabílinn vegna líkamsárásar sem átti sér stað á dansleik í Þorlákshöfn en þar var meðal annars sparkað í höfuð manns. 4.2.2007 09:53
Merkel á ferð um Miðausturlönd Angela Merkel, kanslari Þýskalands, kom í dag til Kaíró á fyrsta degi sínum í ferðalagi um Miðausturlönd þar sem hún mun ræða stöðuna fyrir botni Miðjarðarhafs. 3.2.2007 20:45
Aðgerðasinnar leggja aftur undir sig hús í Kaupmannahöfn Lögreglan í Kaupmannahöfn handtók undir kvöld um 80 aðgerðasinna sem lagt höfðu undir sig hús í norðvesturhluta borginnar. Hópurinn, sem berst fyrir nýjum samkomustað í borginni í kjölfar þess að Æskulýðshúsinu svokallaða var lokað, lagði húsið undir sig skömmu eftir hádegi í dag en það eru í eigu Kaupmannahafnarborgar. 3.2.2007 20:34
Tvennt flutt á sjúkrahús eftir árekstur jeppa í Grímsnesi Tvennt var flutt á sjúkrahús í Reykjavík eftir að tveir jeppar sem komu úr gangstæðri átt rákust saman á Biskupstungnabraut sunnan við Borg í Grímsnesi um hálfsexleytið í dag. Að sögn lögreglu voru fimm í öðrum jeppanum og þrír í hinum og mun hluti hópsins leitað sjálfur til læknis til skoðunar. 3.2.2007 19:47
Segist munu binda enda á stríðið í Írak sem forseti Hillary Clinton, sem hefur boðið sig fram sem forsetaefni demókrata í kosningunum 2008, segist munu binda enda á stríðið í Írak ef hún verði fyrir valinu sem forsetaefni flokksins. Þessu lýsti hún yfir á fundi með átta öðrum sem vonast eftir því að verða forsetaefni demókrata í kosningunum. 3.2.2007 19:28
Stjórnarskrárvarinn réttur til að blóta Dómstóll í Michigan-ríki í Bandaríkjunum hefur komist að því að lögreglumaður hafi brotið gegn tjáningarfrelsisákvæðum stjórnarskrárinnar með því að handtaka mann fyrir að blóta á almennum borgarafundi. 3.2.2007 19:15
Hlýnun bætir nýtingu virkjana Hlýnun loftslags bætir nýtingu virkjana og gerir þær hagstæðari í rekstri. Þetta segir Tómas Jóhannesson, jöklafræðingur. Endurskoðuð umhverfisstefna til ársins 2050 verður lögð fram á næstu dögum, segir Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra. 3.2.2007 19:00
Kraftlyftingamaður handtekinn vegna sterasmygls Frammámaður innan Kraftlyftingasambandsins var handtekinn í gær vegna innflutnings á þrjátíu þúsund skömmtum af sterum. Á aðalfundi sambandsins í gærkvöld hætti hann í félaginu. Fíkniefnalögreglan hefur aldrei áður lagt hald á jafn mikið magn af sterum en innflutningur þeirra varðar ekki við fíkniefnalöggjöf heldur lyfjalög. 3.2.2007 18:47
Alþjóðleg umhverfislögregla Jacques Chirac, Frakklandsforseti, skorar á þjóðir heims að setja umhverfismál í forgang á alþjóðavettvangi. Fjörutíu og sex ríki styðja tillögu Chiracs um nýja umhverfisstofnun sem gæti jafnvel knúið ríki til að framfylgja alþjóðasáttmálum um loftslagsmál. 3.2.2007 18:45
Framkvæmdasjóður aldraðra borgaði framtíðarsýn heilbrigðisráðherra Heilbrigðisráðherra fékk eina og hálfa milljón úr framkvæmdasjóði aldraðra til að prenta og dreifa bæklingi um sýn ráðherrans í öldrunarmálum. Ráðherrar heilbrigðismála hafa sótt fé til óskilgreindra þróunarverkefna úr framkvæmdasjóði aldraðra á liðnum árum. 3.2.2007 18:43
Segja skólabræður sína hafa rænt sér Hópur unglingsstúlkna segir skólabræður sína hafa rænt sér á aðfaranótt föstudags. Öll ungmennin stunda nám í framhaldsskólanum á Laugum. Lögreglan segir málið litið alvarlegum augum enda virðast stúlkurnar hafa verið beittar valdi. Þá má búast við kæru vegna kynferðisbrots. 3.2.2007 18:31