Fleiri fréttir

Líf færist í olíuæðar Hvít-Rússa

Olía Rússa gæti flætt um leiðslur Hvít-Rússa eins og hún gerði áður fyrr, eftir aðeins nokkrar klukkustundir, eða um leið og Hvít-Rússar skila olíunni sem þeir stálu. Sendiherra Rússa hjá Evrópusambandinu sagði frá þessu eftir fundi með orkumálaráðherra Evrópusambandsins.

ASÍ segir úrsögn ólöglega

Á fundi miðstjórnar ASÍ í dag kom úrsögn Sjómannafélags Íslands úr Sjómannasambandi Íslands til umræðu. Þar kom fram að ef marka megi umfjöllun og viðtöl við forsvarsmenn félagsins í fjölmiðlum sé ætlan þeirra að segja félagið úr ASÍ án þess að fram fari sérstök atkvæðagreiðsla þar um.

Léku eftir aftöku Saddams

Litlu munaði að börn í bænum Gausdal í Noregi hengdu vin sinn á dögunum. Vinahópurinn hafði ákveðið að leika eftir aftöku Saddams Hússein, Íraksforseta, og fékk einn úr hópnum hlutverk einræðisherrans.

Helmingur kvótans fluttur

Helmingurinn af öllum kvóta Akureyringa flyst til Reykjavíkur þegar Akureyrartogarar Brims verða skráðir í höfuðborginni. Reykjavík verður þá mesti útgerðarbær landsins, miðað við kvóta. Forstjóri Brims segist flýja andúð forystumanna sjómanna í Eyjafirði en þeir segja hann í leit að blóraböggli.

Spila fjárhættuspil í grunnskólum

Dæmi eru um að allt niður í fjórtán ára drengir spili fjárhættuspil innan veggja grunnskólanna. Ráðgjafi í spilafíkn kallar á að forvarnir verði teknar inn í skólana eins og gert er með áfengi og tóbak

Boða iðnbyltingu

Evrópusambandið boðar iðnbyltingu í nýrri áætlun um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Framkvæmdastjórn sambandsins vill að aðildarríkin minnki útblástur gróðurhúsalofttegunda um tuttugu prósent fyrir 2020. Evrópa verði að taka forystuna í að þróa efnahag sem byggi síður á kolefnum.

Ásókn í byggingarland bitnar á græna treflinum

Skógræktarmenn hafa áhyggjur af ásókn Reykjavíkurborgar og nágrannasveitarfélaga í að taka skógræktarlönd höfuðborgarsvæðisins undir byggingarland. Þeir óttast að græni trefilinn svokallaði verði götóttur og hafa tekið upp viðræður við sveitarfélögin um að hann njóti friðhelgi.

Störf á vegum Þýðingarmiðstöðvar flutt norður

Tilkynnt verður á morgun um að 4-6 störf innan utanríkisþjónustunnar verði flutt til Akureyrar. Þetta eru störf á vegum Þýðingarmiðstöðvar og sem hefur þann starfa að þýða ýmis opinber skjöl.

Peningamálastefnan bítur áfram, segir Seðlabankinn

Gengi krónunnar féll um tæp tvö prósent í dag vegna sterks orðróms um að Kaupþing hyggist færa uppgjör sitt yfir í evru. Kaupþingsmenn neita að tjá sig. Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri segir að peningamálastefnan muni hafa bit áfram, jafnvel þótt einhverjir viðskiptabankanna kjósi að gera reikninga sína upp í erlendum gjaldmiðlum.

Fjórtán þúsund metnir með örorku

Draga má þá ályktun að fleiri í hópi öryrkja hafi tiltölulega vægari heilsufarsvandamál en áður, segir fyrrverandi tryggingayfirlæknir, enda ekkert sem bendir til þess að heilsufari þjóðarinnar hafi farið hrakandi þótt enn fjölgi öryrkjum.

Vopnhlé komið á í Súdan

Ríkisstjórn Súdans og uppreisnarmenn í Darfur héraði landsins hafa samþykkt 60 daga vopnahlé og fundi til þess að ræða hugsanlegt friðarsamkomulag. Á bak við þetta standa Afríkusambandið og Sameinuðu þjóðirnar.

Indverjar vilja halda kjarnorkutilraunum áfram

Indverjar gætu dregið sig úr kjarnorkusamstarfi við Bandaríkin ef þeir fá ekki að framkvæma kjarnorkutilraunir og auðga úraníumúrgang þeirra kjarnorkuvera sem Bandaríkjamenn ætla að selja þeim.

Bush þarf 497 milljarða í viðbót

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, þarf 6,8 milljarða dollara, eða um 497 milljarða íslenskra króna í aukafjárveitingu til þess að geta sent 20 þúsund viðbótarhermenn til Íraks. Inni í þessari upphæð er einnig kostnaður við uppbygginu og störf sem af henni hljótast en háttsettir embættismenn innan ríkisstjórnar Bush sögðu frá þessu í dag.

Íbúðalánasjóður lánaði nærri 50 milljarða í fyrra

Heildarútlán Íbúðalánasjóðs í fyrra námu alls 49,5 milljörðum króna sem samkvæmt mánaðarskýrslu sjóðsins fyrir desember var rétt yfir efri mörkum útlánaáætlunar fyrir 2006. Þá nam útgáfa íbúðabréfa 39 milljörðum króna að nafnverði sem er nálægt efri mörkum útgáfuáætlunar ársins 2006.

Krefjast lokunar fangabúða í Guantánamo

Íslandsdeild Amnesty International stendur á morgun fyrir útifundi á Lækjartorgi klukkan 17 þar sem þess verður krafist að að fangabúðum Bandaríkjamanna við Guantánamo-flóa verði lokað.

Vildi ekki hulið höfuð

Egypskur ráðherra rak aðstoðarkonu sína út af fundi, þegar hún neitaði að fjarlægja höfuðbúnað sinn, sem huldi allt nema augu hennar. Það var trúarmálaráðherra Egyptalands sem þetta gerði.

Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir nýr landsbókavörður

Menntamálaráðherra hefur skipað Ingibjörgu Steinunni Sverrisdóttur í embætti landsbókavarðar til fimm ára frá 1. apríl 2007 næstkomandi. Fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu að Ingibjörg sé bæði með meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu og bókasafns- og upplýsingafræði og hafi að undanförnu starfað sem sviðsstjóri á varðveislusviði Landsbókasafnsins.

Hagnaður Alcoa um 160 milljarðar á síðasta ári

Hagnaður Alcoa, eins stærsta álframleiðanda heims, nam um 160 milljörðum króna í fyrra eftir því sem segir í Vegvísi Landsbankans og er það methagnaður í 118 ára sögu fyrirtækisins. Framleiðsla Alcoa í fyrra var rúmlega 15 milljón tonn og jókst um rúm 3,6 prósent á milli ára.

Dani og Svíi dæmdir fyrir skipulagningu hryðjuverka

Svíi og Dani fengu í dag þunga fangelsisdóma í Bosníu fyrir að leggja á ráðin um hryðjuverk. Svínn fékk fimmtán ára og fjögurra mánaða dóm en Daninn 13 ár og fjóra mánuði. Þá voru tveir Bosníumenn einnig dæmdir í fangelsi fyrir aðild að málinu.

Framsóknarmenn velja frambjóðendur í NA-kjördæmi

Framsóknarmenn velja sér fulltrúa á framboðslista sinn til þings í Norðausturkjördæmi á tvöföldu kjördæmisþingi sem haldið verður í Mývatnssveit á laugardaginn kemur. Alls hafa 410 fulltrúar rétt til setu í á þinginu og munu þeir velja tíu efstu menn á lista flokksins í kjördæminu.

Hamas segist geta viðurkennt Ísraelsríki

Æðsti leiðtogi Hamas samtakanna sagði í viðtali í dag að Hamas viðurkenndi að tilvera Ísraelsríkis sé staðreynd. Khaled Meshaal, útlægur leiðtogi samtakanna virðist þarna taka mildari stefnu gagnvart Ísrael en áður. Í viðtalinu segir Meshaal að Ísrael sé raunverulegt og að það verði áfram til ríki sem heitir Ísrael. Það sé staðreynd.

Kúbverjar sem neitað var um hótelgistingu komnir til Noregs

Kúbversk sendinefndinefnd sem neitað var um gistingu á hótelinu Edderkoppen í Osló í síðustu viku lenti á Gardemoen í dag. Berit Ås, fyrrverandi leiðtogi Sósíalíska vinstriflokksins, var meðal þeirra sem tók á móti hópnum með því að syngja kúbverska þjóðsönginn og þannig styðja málstað þeirra.

Íþaka fundin ?

Breskir fræðimenn telja sig vera búnir að finna hina foru eyju Íþöku þar sem hetja Hómers Ódysseifur bjó. Ef Íþaka er fundin er það varla minni atburður en þegar Trója fannst í Tyrklandi árið 1870. Vísindamennirnir hafa verið að bora djúpar holur á eynni Paliki til þess að leita vísbendinga um hvernig landslagið hafi breyst á síðustu árþúsundum.

ESB boðar iðnbyltingu

Evrópusambandið boðar iðnbyltingu í nýrri áætlun um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Sambandið vill að aðildarríkin minnki útblástur gróðurhúsalofttegunda um 20% fyrir 2020. Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segir þurfa samræmd viðbrögð við loftslagsbreytingum.

Beckham á leið frá Real Madrid

Predrag Mijatovic, íþróttastjóri spænska stórliðsins Real Madrid, greindi frá því í dag í ítölsku sjónvarpi að samningurinn við enska knattspyrnumanninn David Beckham yrði ekki endurnýjaður en hann rennur út í vor.

Erlendum ferðamönnum fjölgaði um tæp þrettán prósent

Erlendum ferðamönnum sem komu hingað til lands í fyrra fjölgaði um tæplega 13 prósent á milli ára samkvæmt upplýsingum Ferðamálastofu. Rúmlega 422 þúsund erlendir gestir komu til landsins í fyrra og fjölgaði þeim um 48 þúsund á milli ára.

Tengivagn valt á Kísilveginum í Reykjahverfi

Tengivagn flutningabíls sem var á leið frá Húsavík til Vopnafjarðar með steypustyrktarjárn valt á svokölluðum Kísilvegi í Reykjahverfi til móts við bæinn Einarsstaði laust eftir klukkan tíu í morgun.

Sunneva Sigurðardóttir Vestfirðingur ársins 2006

Sunneva Sigurðardóttir er Vestfirðingur ársins 2006 samkvæmt vali lesenda fréttavefjarins Bæjarins besta. Fram kemur á á vefnum að Sunneva, sem er 25 ára Ísfirðingur, hafi opinberað fyrir alþjóð kynferðislega misnotkun sem hún varð fyrir í æsku.

Sprengjutilræði í suðurhluta Filippseyja

Tvær sprengjur hafa sprungið í dag á eyjunni Mindanao sem tilheyrir Filippseyjum. Sex létust og 23 særðust þegar sprengja sprakk á markaði í borginni General Santos og nokkrum stundum síðar sprakk önnur sprengja í höfuðborg eyjunnar, Kidapawan. Engar fregnir hafa borist af manntjóni þar.

Flugvélar leitað á hafsbotni

Hafrannsóknarskip bandaríska flotans sem aðstoðar við leit að indónesisku farþegaþotunni sem fórst fyrir níu dögum, ætti að geta varpað ljósi á hvort málmhlutir sem fundist hafa á hafsbotni, séu flak vélarinnar.

Innbrotahrina á höfuðborgarsvæðinu

Þrír menn voru í gær úrskurðaðir í viku gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að fjölda innbrota og þjófnaða, bæði í fyrirtæki og heimili á höfuðborgarsvæðinu og þá voru tveir menn handteknir í morgun á Vesturlandsvegi með þýfi í bíl sínum. Segir lögregla að innbrotahrina hafi verið á svæðinu.

Rússar og Hvítrússar semja um olíu

Hvíta Rússland segir að samkomulag hafi náðst um að hefja aftur útflutning á Rússneskri olíu til vestur Evrópu, en hann hefur legið niðri í þrjá daga vegna deilu Rússlands og Hvíta Rússlands um verð á olíu frá fyrrnefnda landinu til þess síðarnefnda.

Kaþólska kirkjan þolir ekki grínþátt

Leiðtogi kaþólsku kirkjunnar í Litháen segir að kirkjan muni höfða mál á hendur sjónvarpsstöðinni MTV-Litháen vegna teiknimyndaflokksins "Páfabær" sem hann segir að hæðist að páfanum og öllum kaþólskum Litháum.

Fékk 250 tonn af loðnu í einu togi

Fjölveiðiskipið Guðmundur Ólafur ÓF veiddi í nótt fyrstu loðnuna sem veiðst hefur hér við land eftir níu mánaða hlé og mikla óvissu um vertíðina í ár.

Olíuverð heldur áfram að lækka

Olíuverð hélt áfram að lækka á heimsmarkaði í gær og eru nú ótvírætt að skapast skilyrði til bensínlækkunar hér á landi. Ótti olíufélaganna við neikvæða umræðu í desember viðrist hafa valdið verðstöðvun í meira en mánuð.

Gerðu vel við sig um jólin

Metsala var í matar- og drykkjarföngum fyrir síðustu jól samkvæmt rannsókn Rannsóknarseturs verslunarinnar. Miðað við breytilegt verðlag jókst salan um þrettán og hálft prósent á milli ára.

Kaupþing að yfirgefa krónuna

Kaupþing er að yfirgefa krónuna sem uppgjörsmynt og er búist við að bankinn tilkynni þann 30. janúar að hann hafi ákveðið að skrá bókhald sitt og eigið fé í evrum. Það yrði verulegt áfall fyrir peningastefnu Seðlabankans.

Flytur skráningu togara frá Akureyri til Reykjavíkur

Forstjóri útgerðarfélagsins Brims, áður ÚA, er búinn að fá nóg af fjandskap Sjómannafélags Eyjafjarðar og hefur flutt skráningu togara félagsins frá Akureyri til Reykjavíkur. Formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar segir hann í leit að blóraböggli og vísar ásökunum á bug.

Búið að ná bílnum upp úr Tjörninni

Lögreglumenn og kafarar frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins náðu bíl, sem lenti ofan í Tjörninni í Reykjavík um tíu leytið í morgun, upp úr fyrir hádegi. Ökumaður sem var einn í bílnum var fluttur á slysadeild en honum varð ekki meint af.

Nýr sýslumaður á Hólmavík

Lára Huld Guðjónsdóttir verður sýslumaður á Hólmavík frá og með 1. febrúar næstkomandi. Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, hefur skipað Láru Huld, löglærðan fulltrúa sýslumannsins á Seyðisfirði, í embættið.

Stefna að því að auka framleiðslu sements um helming

Verið er að kanna af fullri alvöru möguleika á því að auka framleiðslugetu Sementsverksmiðjunnar á Akranesi um allt að fimmtíu prósent til þess að mæta sívaxandi eftirspurn eftir sementi hérlendis. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá verksmiðjunni er undirbúningsvinna vegna þessa er langt komin.

Vel innréttaðir pyntingaklefar

Til sölu: nokkur hundruð herbergja kastali frá fjórtándu öld, með blóði drifna sögu. Engin upphitun, en vel innréttaðir pyntingaklefar. Hellingur af veinandi draugum. Verð um þrír milljarðar króna.

Úttekt á skemmdum liggur fyrir innan nokkurra vikna

Reikna má með því að úttekt á þeim skemmdum sem urðu á íbúðablokkum á Keflavíkurflugvelli í nóvember síðastliðnum liggi fyrir á næstu dögum. Talið er að tugmilljóna króna tjón hafi orðið á svæðinu þegar vatn fraus í leiðslum í íbúðarhúsum í forstakafla í nóvember en ekkert eftirlit var með ástandi innan húss.

Sjá næstu 50 fréttir