Innlent

Störf á vegum Þýðingarmiðstöðvar flutt norður

MYND/GVA

Tilkynnt verður á morgun um að 4-6 störf innan utanríkisþjónustunnar verði flutt til Akureyrar. Þetta eru störf á vegum Þýðingarmiðstöðvar og sem hefur þann starfa að þýða ýmis opinber skjöl.

 

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra mun kynna þetta á morgun samkvæmt heimildum Stöðvar 2 og munu byggðasjónarmið höfð að leiðarljósi með ákvörðuninni.

Í ræðu sem Valgerður flutti í utanríkisráðuneytinu í síðasta mánuði sagði hún að utanríkisráðuneytið ræki umfangsmikla þýðingastarfsemi, væri með 17 þýðendur, sem fyrst og fremst störfuðu að þýðingum tengdum EES-samningunum.

Þrátt fyrir þennan fjölda þýðenda hefði miðstöðin ekki undan og til að bregðast við þessu yrði hafinn undirbúningur að því að opna útibú frá miðstöðinni á Akureyri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×