Innlent

Tvö óhöpp skammt frá Selfossi

Karlmaður á tvítugsaldri velti bíl sínum ofan í skurð rétt fyrir utan Selfoss kortér í tvö í dag. Ökumaðurinn var illa sofinn og er grunaður um að aka undir áhrifum fíkniefna. Þá fór fólksbíll út af Biskupstungnavegi undir Ingólfsfjalli upp úr fimm í dag eftir að jepplingur hafði skrikað til í hálku og rekist í hliðina á honum.

Engin slys urðu á fólki í þessum óhöppum. Flughált er á þessum slóðum, sem og víðar á landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×