Innlent

Biskup harðorður um aftöku Saddams

Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, var harðorður um aftöku Saddams Husseins, í nýárspredikun sinni í Dómkirkjunni í morgun. Hann sagði aftökuna vera einn viðbjóðslegan þátt í þeirri ömurlegu atburðarás í keðjuverkun ofbeldis sem virtist engan endi taka. Karl sagði aftökuna eflaust verða vatn á myllu hermdarverkamanna til að réttlæta enn meiri dráp.

Síðan sagði biskup: ,,Ég hef megnustu andstyggð og óbeit á dauðarefsingum eins og þorri Íslendinga. Með aftöku sakamannsins er í raun verið að segja að ekkert rúm sér fyrir iðrun og endurnýjun hugarfars og lífernis."

Predikun biskups má lesa í heild sinni hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×