Innlent

Höfuðkúpubrotinn en ekki í lífshættu

Maður á þrítugsaldri, sem ráðist var á í vesturbæ Reykjavíkur í nótt er ekki í lífshættu, en er höfuðkúpubrotinn og sárþjáður. Hann hefur haldið meðvitund allan tímann og er ekki í öndunarvél, að sögn læknis á heila- og taugaskurðdeild, en hugsanlegt er að hann þurfi að fara í skurðaðgerð.

Lögregla leitar nú mannanna sem réðust á hann í nótt, að því er virðist að tilefnislausu. Vitni voru að árásinni og gátu þau gefið lýsingu á árásinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×