Innlent

Áfram reynt að bjarga hrossum í Skagafirði

Dregið hefur úr vatni í Héraðsvötnum.
Dregið hefur úr vatni í Héraðsvötnum. MYND/Vísir

Björgunarsveitarmenn reyna ásamt bændum að bjarga hrossum sem urðu innlyksa í gær þegar Héraðsvötnin í Skagafirði stífluðust. Ekki náðist að reka hrossin á örugga staði í gær þar sem þau voru föst á eylendi Skagafjarðar.

Felst hrossin eru þó komin á svæði þar sem minna vatn er en dregið hefur úr vatni í Héraðsvötnum og hafa þau á sumum stöðum lækkað um allt að hálfan metir frá því í gærkvöldi. Vonast er til að það takist að koma þeim tugum hrossa sem eftir eru á örugga staði í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×