Innlent

Tveir handteknir vegna þjófnaðar

Átján ára piltur var handtekinn í morgun eftir að hafa stolið bíl.
Átján ára piltur var handtekinn í morgun eftir að hafa stolið bíl. MYND/Vísir

Lögreglan í Reykjavík handtók tvo menn á þrítugsaldri í gær sem grunaðir eru um innbrot í miðborginni. Tölvubúnaði var stolið á báðum stöðum en flest annað sem stolið var er komið í leitirnar.

Átján ára piltur var handtekinn í morgun eftir að hafa stolið bíl og fimm til viðbótar voru handteknir í gær eftir að í fórum þeirra fundust fíkniefni eða þýfi.

Þjófar hafa undanfarna daga verið iðnir í verslunum borgarinnar og í gær var meðal annars veski stolið af konu sem var að sinna góðgerðarstörfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×