Innlent

Byrjað að fljúga til Akureyrar

Búið er að staðfesta að tvær flugvélar fara til Akureyrar frá Reykjavíkurflugvelli fyrir hádegi, önnur klukkan 11:15 og hin klukkan 11:45. Ófært var í morgun fyrir allt innanlandsflug nema til Egilsstaða en áfangastaðirnir hafa verið að opnast einn af öðrum. Enn er ófært til Ísafjarðar og Grænlands.

100 af þeim 250 farþegum sem áttu bókað með Flugfélagi Íslands til Akureyrar fá far með flugvélunum tveimur fyrir hádegi. Enn er óvíst hvernig verður með innanlandsflug eftir hádegi en útlit er fyrir annan veðurhvell seinnipartinn og fram á nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×