Innlent

Samverustund syrgjenda

Jólin geta verið erfiður tími fyrir þá sem misst hafa sína nánustu. Nú býðst syrgjendum að taka þátt í samverustund í Grensáskirkju 14. desember klukkan 20. Eitt af því sem gefur samverunni gildi er minningarstund þar sem hver og einn getur tendrað ljós fyrir ástvin sinn.

Í samverustundinni verða sungnir jólasálmar, séra Sigfinnur Þorleifsson flytur hugvekju og Hamrahlíðarkórinn syngur. Hjúkrunarþjónustan Karítas og þjóðkirkjan standa fyrir samverustundinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×