Innlent

Notkun sýklalyfja eykst

Notkun á sýklalyfinu penicillínum er 52% af heildarnotkun sýklalyfja.
Notkun á sýklalyfinu penicillínum er 52% af heildarnotkun sýklalyfja. MYND/Pjetur

Heildarnotkun sýklalyfja hér á landi jókst um 6% milli áranna 2004 og 2005. Talið er að rekja megi aukninguna að einhverju leyti til inflúensu sem geisaði í upphafi ársins 2005 og lagðist þungt á landsmenn.

Sóttvarnarlæknir fylgist með notkun sýklalyfja til að reyna að draga úr óþarfa notkun þeirra og hindra sýklalyfjaónæmi. Í Farsóttarfréttum sóttvarnarlæknis er greint frá því að rekja megi aukninguna, á notkun sýklalyfja, að einhverju leyti til inflúensu sem geisaði í upphafi ársins 2005. Aukning á notkun varð á öllum landsvæðum nema á Austurlandi og Norðurlandi vestra. Heildarnotkun sýklalyfja jókst einnig á tímabilinu hjá flestum ríkjum Evrópusambandsins.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×