Innlent

ÞSSÍ styður frumkvöðla í Úganda

Frá útskrift nemenda af fyrsta námskeiðinu .
Frá útskrift nemenda af fyrsta námskeiðinu .

Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur hafið þriggja ára átaksverkefni í fræðslumálum fyrir frumkvöðla í Úganda en þetta er fyrsta verkefni stofnunarinnar sem lýtur að stuðningi við einkageirann.

Markmið verkefnisins samkvæmt tilkynningu er að bæta aðgengi frumkvöðla að gæðaþjálfun, einkum þeirra sem áforma að reka smá eða meðalstór fyrirtæki.

Meðal samstarfsaðila Þróunarsamvinnustofnunar eru Háskólinn í Reykjavík en hópur kennara frá Úganda fór á leiðbeinendanámskeið hjá Háskólanum síðastliðið sumar og hefur nú staðfært og aðlagað íslenska námsefnð að úgandískum veruleika. Prófun var gerð á verkefninu á dögunum með þátttöku 18 úgandískra frumkvöðla og gekk það vel samkvæmt tilkynningu frá Þróunarsamvinnustofnun.

Verkefnið er auk þess unnið með stofnunum og háskólum í Úganda en heildarkostnaður þess er metinn á 40 milljónir íslenskra króna, þar af er hlutur Þróunarsamvinnustofnunar um 30 milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×