Fleiri fréttir

Geðhjálp skorar á ríkisstjórnina

Stjórn Geðhjálpar skorar á ríkisstjórn Íslands, að tafarlaust verði tryggt fjármagn til samstarfsverkefnis Fjölmenntar og Geðhjálpar um kennslu fyrir geðsjúka og heilaskaðaða. Þessi kennsla hefur verið til staðar síðan 2003 og rúmlega 80 manns njóta góðs af henni í vetur. Áætlað er að kostnaður nemi um 24 milljónum kr. á ári. Ár eftir ár hefur óvissa ríkt um fjármögnun verkefnisins. Tvívegis áður hefur þurft að segja kennurum upp störfum og nemendur verið í fullkominni óvissu um skólann sinn, segir í tilkyningu frá Geðhjálp.

Bjarni Harðarson stefnir á 2. sæti

Bjarni Harðarson, fyrrverandi ritstjóri Sunnlenska fréttablaðsins og væntalegur bóksali á Selfossi, hefur aðkveðið að gefa kost á sér í 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi vegna komandi kosninga til Alþingis. fréttavefurinn sudurland.is greinir frá.

Ragnheiður Ríkharðsdóttir í prófkjör

Ragnheiður Ríkharðsdóttir stefnir á 3. sæti í prófkjöri í Kraganum. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri og oddviti sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ hefur tekið ákvörðun um bjóða sig fram i í prófkjöri sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningarnar sem fram fer 11. nóvember. Ragnheiður sækist eftir 3 sæti listans.

Unglingafæla fær friðarverðlaun Ig Nobels

Tæki sem fælir unglinga frá hefur unnið friðarverðlaun Ig Nobels í ár en verðlaunin eru skopútgáfa hinna viðurkenndu Nobel verðlauna. Tækið er hannað af Howard Stapleton og það framleiðir hátíðnihljóð sem fullorðnir nema ekki, en hefur truflandi áhrif á unglinga.

Virkjanadeilur í Skagafirði

Stórátök eru í uppsiglingu um virkjun jökulfljóta Skagafjarðar eftir að sveitarstjórn samþykkti að gera ráð fyrir þeim í aðalskipulagi í gær. Meirihluti fimm fulltrúa Framsóknarflokks og Samfylkingarinnar í Sveitarfélaginu Skagafirði samþykkti í gærkvöldi að setja tvær virkjanir, Villinganesvirkjun og Skatastaðavirkjun, inn á aðalskipulagstillögu. Ómar Ragnarsson segir að bardagi sé að bresta á um Skagafjarðarvirkjanir.

ESB vill kæfa EES-samninginn

Evrópusambandið er meðvitað að reyna að kæfa EES-samninginn, segir forstöðumaður Evrópufræðasetursins á Bifröst. Við stækkun ESB um næstu áramót verður þess líklega krafist að framlag Íslands í þróunarsjóð hækki um tuttugu prósent - úr hálfum milljarði króna árlega í rúmar sex hundruð milljónir.

Staða Guðfinnu skýrist

Bjarni Ármannsson, bankastjóri og stjórnarmaður í Háskólanum í Reykjavík, og Guðfinna S. Bjarnadóttir rektor, tilkynna væntanlega í hádeginu hver verður staðgengill Guðfinnu og einnig hver framtíðarstaða hennar verður í skólanum.

Þúsundir flýja eld í efnaverksmiðju

Rúmur helmingur íbúa í smábæ í Norður-Karólínu ríki í Bandaríkjunum hefur í dag þurft að yfirgefa heimili sín vegna bruna í efnaverksmiðju. Íbúar í bænum Apex, þar sem verksmiðjan er staðsett, eru 28 þúsund og hafa um 16 þúsund þeirra orðið að flytja sig á öruggari svæði. Töluvert af hættulegum efnum og efnaúrgangi er að finna í verksmiðjunni sem stendur nú í ljósum logum.

Carl Bildt utanríkisráðherra

Fredrik Reinfeldt, nýr forsætisráðherra Svíþjóðar, kynnti ríkisstjórn sína í morgun. Athygli vekur að Carl Bildt, fyrrverandi forsætisráðherra verður utanríkisráðherra. Í ræðu á sænska þinginu sagði Reinfeldt að staðið yrði við gefin loforð um skattalækkanir og breytingar á velferðarkerfinu.

Bakkað út úr óbyggðunum

Ökumaður á ferð um óbyggðir Ástralíu á leið til borgarinnar Perth lenti í vandræðum þegar gírkassinn fyrir áfram-gírana bilaði. Maðurinn átti tæplega 500 kílómetra eftir á áfangastað þegar hann ákvað að í staðinn fyrir að hringja á bifvélavirkja, myndi hann bakka á leiðarenda. Hinn 22ja ára ökumaður hafði keyrt um 20 km afturábak þegar hann var stöðvaður af lögreglu á 60 km hraða.

Carl Bildt verður utanríkisráðherra Svíþjóðar

Fredrik Reinfeldt, nýr forsætisráðherra Svíþjóðar, kynnti ríkisstjórn sína í morgun. Athygli vekur að Carl Bildt, fyrrverandi forsætisráðherra, verður utanríkisráðherra. Ráðherrar eru tuttugu og tveir, þar af tíu konur. Lars Leijonborg, leiðtogi Þjóðarflokksins, verður menntamálaráðherra, Maud Olofsson, leiðtogi Miðjuflokksins, verður atvinnumálaráðherra, og Göran Häggelund, leiðtogi Kristilegra demókrata, verður félagsmálaráðherra. Í ræðu á sænska þinginu sagði Reinfeldt að staðið yrði við gefin loforð um skattalækkanir og breytingar á velferðarkerfinu.

Rússar vísa 130 Georgíu mönnum úr landi

Rússar ætla að vísa 130 Georgíu mönnum úr landi fyrir að hafa bortið innflytendalög í Rússlandi, að sögn Interfax fréttastofunnar. Spennan á milli ríkjanna virðist síst í rénun.

AerLingus hafnar tilboði Rayanair

Eigendur meirihluta í flugfélaginu AerLingus, meðal annarra írska ríkið, höfnuðu í gær yfirtökutilboði lággjaldafélagsins Rayanair upp á 130 milljarða íslenskra króna. Rayanair á 16 prósent í félaginu og vildi eignast það allt.

Sigurbjörg sleppir erninum sínum

Haförninn Sigurörn sem hefur dvalið í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum frá því í lok júní sl. fær nú brátt að njóta frelsisins á ný. Örninn hafði steypst ofan í lón en náði að koma sér að landi þar sem Sigurbjörg S. Pétursdóttir, ung stúlka úr Grundarfirði, handsamaði hann og kom honum, með góðri hjálp, undir hendur sérfræðinga.

Kjarnorkutilraun mun breyta 21.öldinni

Framkvæmi Norður Kóreumenn kjarnorkutilraunir mun það breyta 21. öldinni eins og við þekkjum hana segir Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Hann segir að ef verði af kjarnorku tilrauninni sýni það gagnleysi og veikleika alþjóðasamfélagsins og þess yrði ekki langt að bíða að önnur lönd komi sér upp kjarnavopnum.

Fimmta stúlkan jarðsett í dag

Fjórar stúlknanna sem skotnar voru af byssumanni í Amish skóla í Bandaríkjunum voru jarðsettar í gær. Götum í þorpinu Nickel Mines var lokað fyrir almennri umferð á meðan líkfylgdin fór um bæinn. Hún fór meðal annars framhjá heimili morðingjans Charles Roberts, en Amish fólkið hefur sýnt konu hans og börnum mikinn stuðning.

ÍE gerir hlé á prófunum á tilraunalyfi

Íslensk erfðagreining hefur ákveðið að gera hlé á prófunum á tilraunalyfi meðal bandarískra hjartasjúklinga. Við reglubundnar leysnimælingar hafi komið í ljós að tíminn sem það tekur fyrir lyfið að losna úr töflum hafi lengst. Í tilkynningu frá félaginu segir að ekkert bendi til þess að þetta hafi haft áhrif á upptöku lyfsins hjá þátttakendum í rannsókninni, né á öryggi lyfsins.

Einelti gegn stóriðju

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir umræðu þá sem hafi verið ráðandi í fjölmiðlum um stóriðju og virkanir síðustu misseri minna um margt á einelti. Þetta kemur fram í grein Vilhjálms á vefsíðu samtakanna.

Öllum ákærum gegn John Mark Karr vísað frá

Dómari í Kaliforníu vísað í dag frá dómi ákæru áhendur John Mark Karr um vörslu barnakláms. Karr hafði áður gefið sig fram í Tælandi og sagðist hafa myrt barnafegurðadrottninguna JonBenet Ramsey árið 1996. Síðar leiddi athugun á erfðaefni í ljós að Karr var ekki morðinginn og því var ákæru í því máli vísað frá.

Faldi sig í helli

Kínverskur maður hefur gefið sig fram við lögreglu eftir að hafa falið í helli í tæpan áratug. Maðurinn segist hafa verið að fela sig fyrir innheimtumönnum auk þess sem hann er sakaður um að hafa ógnað aðkomufólki með byssu.

Ráðherra gagnrýnir Draumalandið

Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir tímabili virkrar stóriðju- og virkjanastefnu íslenskra stjórnvalda hafa lokið 2003, með breytingum sem þá voru gerðar á stjórnsýslu og umhverfi á þeim vettvangi. Nú séu þau verkefni sem helst séu á döfinni við Húsavík, í Helguvík og í Straumsvík á vegum heimamanna og undir stjórn þeirra og sjálfstæðra fyrirtækja, en ekki undir forræði iðnaðarráðuneytis. Þetta kom fram í ræðu sem ráðherra flutti á fundi Samtaka iðnaðarins í dag sem bar yfirskriftina Náttúruvernd og nýting auðlinda. Þar gagnrýnir hann einnig Draumalandið, bók Andra Snæ Magnasonar, og segir tengingu höfundar við stórframkvæmdir á Austurlandi ekki sannfærandi.

Ákærður fyrir að smygla dínamíti

Bandarískur ferðamaður, sem reyndi að flytja dínamít með sér í farangri heim frá Suður-Ameríku til Bandaríkjanna, var ákærður í dag byrir brot á öryggislöggjöf. Hann gæti átt yfir höfði sér allt að 10 ára fangelsi.

Hastert ætlar ekki að víkja

Dennis Hastert, forseti fulltrúardeildar Bandaríkjaþings, ætlar ekki að segja af sér vegna hneyslismáls sem nú skekur Repúblíkanaflokkinn. Upp komst um það að fyrrverandi fulltrúardeildarþingmaður, Mark Foley, hefði sent klúr tölvupóstskeyti til ungra drengja sem unnu fyrir þingið. Foley hefur nú sagt af sér og beðist afsökunar á framferði sínu. Hastert segist þó bera fulla ábyrgð á að ekki hafi verið gripið í taumana fyrr. Hann sagðist gera allt sem í sínu valdi stæði til að koma í veg fyrir að svona nokkuð gerðist aftur.

Hugsanlega sleppt þrátt fyrir fjöldamorð

Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur mótmælt tillögu dómstóls í Bandaríkjunum um að herskáum andstæðingi stjórnar Fídels Kastró, forseta Kúbu, verði sleppt úr fangelsi þrátt fyrir að hann sé borin sökum um að bera ábyrgð á dauða 73 flugfarþega fyrir 20 árum.

Rán í beinni útsendingu

Löngum hefur verið sagt að armur laganna sé langur. Nýlegir atburðir í Bretlandi færðu sönnur á að almenningur getur framlengt hann enn frekar. Tveir innbrotsþjófar, sem brutust inn í hús í Lancaster á dögunum, vissu ekki betur en þeir væru að athafna sig óséðir í skjóli myrkurs. Svo var þó ekki því húsráðandi horfði á þá láta greipar sópa úr töluverðri fjarlægð í gegnum öryggismyndavél sem hann hafði tengt við farsíma sinn.

Verðlaunamynd tryggði gervihendi

Níu ára drengur, sem missti vinstri hönd sína í jarðskjálftanum í Pakistan í október í fyrra, hefur fengið gervihendi eftir að þýsk kona sá mynd af honum og ákvað að færa hann undir hendur færustu sérfræðinga á Ítalíu. 80 þúsund manns fórust í hamförunum og fjölmargir örkumluðust.

70 ár á þingi samanlagt

Sigríður Anna Þórðardóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi umhverfisráðherra, ætlar ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu. Sigríður Anna er fjórða reynslumikla þingkonan sem dregur sig í hlé fyrir þessar kosningar en þær hafa samtals setið á þingi í sjötíu ár.

Nýr aðgerðarhópur og greiningardeild meða nýjunga

Nýr aðgerðahópur og greiningardeild verða meðal nýjunga í starfsemi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þegar miklar skipulagsbreytingar taka gildi um áramót. Með breytingunum verður lögreglan betur í stakk búin til að berjast gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi og alvarlegri glæpum, segir Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra.

Peningaleg staða Reykjavíkurborgar versnað

Peningaleg staða Reykjavíkurborgar hefur versnað um hátt í 90 milljarða króna frá árinu 1994. Þetta kemur fram í nýrri úttekt á fjárhagsstöðu borgarinnar sem KPMG gerði fyrir núverandi meirihluta. Þriggja ára fjárhagsáætlanir hafa ekki náð fram að ganga síðustu árin.

ASÍ fagnar úrskurði Kjararáðs

Kjararáð hefur úrskurðað að laun þjóðkjörinna manna, ráðherra, dómara og annarra ríkisstarfsmanna sem ekki hafa samningsrétt, hækki um 3% og er hækkunin afturvirk til 1. júlí. Alþýðusamband Íslands telur úrskurðinn fagnaðarefni.

600 hjón með 60% fjármagnstekjna

600 hjón eru með 60% allra fjármagnstekna á Íslandi. Þetta kom fram í máli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, í utandagskrárumræðu um aukinn ójöfnuð í íslensku samfélagi á Alþingi í dag. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, segist ekki missa svefn þótt einhverjir hafi hagnast á viðskiptum, aðalatriðið sé að kaupmáttur landsmanna allra hafi aukist gríðarlega undanfarin ár.

Óvíst hvort al-Masri er lífs eða liðinn

Írakar rannsaka nú erfðaefni úr látnum manni til að kanna hvort hann hafi verið Abu Ayyub al-Masri, nýr leiðtogi al Kaída í Írak. Tvær arabískar sjónvarpsstöðvar fullyrða að hann hafi fallið í loftárásum Bandaríkjamanna fyrr í vikunni.

NATO tekið við í Afganistan

Atlantshafsbandalagið tók í dag við stjórn öryggismála í Austur-Afganistan úr höndum Bandaríkjahers. Bandalagið hefur þegar tekið við stjórn mála í öðrum landshlutum, þar á meðal í höfuðborginni, Kabúl.

Útgefendur Nyhedsavisen gagnrýndir

Útgefendur Nyhedsavisen í Danmörku eru gagnrýndir harðlega í dönskum fjölmiðlum í dag fyrir að hafa ekki nú þegar gefið upp hverjir fjármagna útgáfu blaðsins. Hagfræðingur, sem hefur kannað málið fyrir danska blaðamannafélagið, segir þetta ótrúverðugt. Blaðið kemur út í fyrsta sinn á morgun.

Landsvirkjun hafnar gagnrýni prófessors

Sex og hálfur milljarður fór í undirbúning fyrir Kárahnjúkavirkjun, segir Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður Landsvirkjunar, og blæs á gagnrýni prófessors í jarðeðlisfræði um að þær hafi verið algerlega ófullnægjandi.

Voru minntir á þagmælsku vegna sprengjuflugvéla

Flugumferðarstjórar í Keflavík fengu tölvupóst frá yfirmanni sínum á föstudag þar sem þeir voru minntir á þagnarskyldu í starfi, í kjölfar þess að rússneskar sprengjuflugvélar flugu inn á íslenskt flugumferðarstjórnarsvæði. Tilmælin komu frá stjórnvöldum. Flugmaður bandarískrar farþegavélar á svipuðum slóðum sá rússnesku vélarnar út um gluggann.

Rússar ræða beint við fulltrúa Norður-Kóreu

Rússensk stjórnvöld segjast hafa verið í beinu sambandi við ráðamenn í Norður-Kóreu til að reyna að fá þá ofan af því að gera tilraunir með kjarnorkuvopn. Stjórnvöld í Pyongyang tilkynntu í fyrradag að slíkar tilraunir væru fyrirhugaðar. Alþjóðasamfélagið hefur varað Norðurkóreumenn við því að gera prófanir á slíkum vopnum.

Reinfeldt nýr forsætisráðherra Svíþjóðar

Fredrik Reinfeldt, leiðtogi sænska Hægriflokksins, var kjörinn forsætisráðherra Svíþjóðar í atkvæðagreiðslu á þingi í dag. Á morgun mun Reinfeldt kynna nýja ríkisstjórn sína og stefnumál hennar.

Flugfélag Íslands tekur væntanlega við flugi til Eyja

Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, hefur falið Vegagerðinni að leita eftir samningum við Flugfélag Íslands um flug á milli Reykjavíkur og Vestmanneyja, sem stutt verður af ríkinu. Um er að ræða tímabundin samning meðan útboð til lengri tíma er undirbúið.

Sokurov hlaut heiðursverðlaun RIFF

Rússneski leikstjórinn Aleksandr Sokurov hlaut í dag heiðursverðlaun Alþjóðlegrar kvikmyndahátiðar í Reykjavík. Menntamálaráðherra Þorgerður Katrín Gunnarssdóttir, afhenti verðlaunin við athöfn í Ráðherrabústaðnum við Tjarnagötu nú síðdegis. Sokurov fær verðlaunin fyrir ævistarf sitt í þágu kvikmyndalistarinnar.

Réðst tvisvar á sama manninn

Rúmlega tvítugur karlmaður var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir tvær líkamsárásir á sama manninn.

Sjá næstu 50 fréttir