Innlent

Virkjanadeilur í Skagafirði

Stórátök eru í uppsiglingu um virkjun jökulfljóta Skagafjarðar eftir að sveitarstjórn samþykkti að gera ráð fyrir þeim í aðalskipulagi í gær. Meirihluti fimm fulltrúa Framsóknarflokks og Samfylkingarinnar í Sveitarfélaginu Skagafirði samþykkti í gærkvöldi að setja tvær virkjanir, Villinganesvirkjun og Skatastaðavirkjun, inn á aðalskipulagstillögu. Ómar Ragnarsson segir að bardagi sé að bresta á um Skagafjarðarvirkjanir. Lón Villinganesvirkjunar fyllist á þremur til fjórum áratugum og að hún hafi skemmri líftíma en meðal kolanáma.

Allir þrír fulltrúar Sjálfstæðisflokks í minnihlutanum og einn fulltrúi VG greiddu atkvæði gegn samþykktinni. Forysta Samfylkinginarinnar hefur nýlega lagt áherslu á að bíða með virkjunarframkvæmdir þar til náttúruvernd sé komin í fastari farveg, en Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, oddviti Samfylkingar í Skagafirði, segir að það bara lýðræðislegt, að Skagfirðingar fái sjálfir að taka afstöðu til virkjananna þegar skipulagstillagan verður lögð fram.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×