Fleiri fréttir Hópur sjakala réðst á þorp í Indlandi Flytja þurfti 35 manns á sjúkrahús eftir að hópur af sjakölum réðst á þorp, í Austur-Indlandi, í gær. 5.10.2006 14:50 Óflokksbundinn gæti lent á þingi Svo gæti farið að varaþingmaður sem sagði sig úr Framsóknarflokknum taki sæti á þingi á næstunni. Hann óttast þó að flokkurinn reyni að koma í veg fyrir það. 5.10.2006 14:15 Skorað á Skagafjörð að fresta Villinganesvirkjun Náttúruverndarsamtök Íslands skora á sveitarstjórn Skagafjarðar að fresta áformum um að setja Villinganes, og í framhaldinu Skatastaðavirkjun, inn á aðalskipulag. Sveitarstjórn Skagafjarðar fjallar um málið á fundi síðdegis. Héraðsvötn ehf, sem er í eigu Kaupfélags Skagfirðinga og Rarik er virkjanaaðili við Villinganes. vill að sveitarfélögin gangi sem fyrst frá staðfestu aðalskipulagi svo framkvæmdaleyfi fáist. 5.10.2006 14:14 Risa hafeðlur fundnar á Svalbarða Norskir vísindamenn hafa fundið beinagrindur af risa-hafeðlum, sem þeir segja að hafi verið jafnvel enn skelfilegri en landeðlan Tyrannosaurus Rex, sem kölluð er Grameðla, á íslensku. 5.10.2006 14:07 Færeyingur fær umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs Náttúru- og umhverfisverðlaunin 2006 til Færeyja Afburða framlag til rannsókna á sviði loftslagsbreytinga Færeyingurinn Bogi Hansen prófessor og rithöfundur hlýtur Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs árið 2006. Verðlaunin eru 350.000 danskra króna. Þema verðlaunanna í ár var loftslagsbreytingar og aðlögun að loftslagsbreytingum. 5.10.2006 13:40 Vernharð Guðnason vill 6. sæti hjá Sjálfstæðisflokki Vernharð Guðnason, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS), sækist eftir 6. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 27. og 28. október vegna þingkosninganna í vor. Vernharð er 44 ára, kvæntur og þriggja barna faðir. Samhliða starfi sínu sem formaður LSS starfar hann sem slökkviliðsmaður og bráðatæknir hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins (SHS). 5.10.2006 13:27 Harma lækkun til leikhópa 5.10.2006 13:23 Helga Jónsdóttir nýr framkvæmdastjóri BSRB 5.10.2006 12:53 ALCOA svermar fyrir konum 5.10.2006 12:48 Aftökurútur auka framboð líffæra Fréttastofa Sky segir Kínastjórn nota aftökurútur í þeim tilgangi að taka þúsundir manna af lífi ár hvert. Í frétt sem fréttastofan flutti fyrr á árinu komu fram tengsl milli aftökukerfis Kína og mikillar uppsveiflu í líffærasölu. Einungis tvö ár eru þangað til Kína heldur næstu ólympíuleika, en skilyrði fyrir réttinum til að halda leikana var að mannréttindamál yrðu bætt í landinu. 5.10.2006 12:44 Frumvarp um Nýsköpunarmiðstöð breytt Ríkisstjórnin hefur samþykkt breytt frumvarp um stofnun Nýsköpunarmiðstöðvar. Eldra frumvarp olli miklum deilum á síðasta vorþingi. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir búið að sníða vankanta af eldra frumvarpi. Eftir er þó að koma í ljós hvort tekist hafi að sætta ólík sjónarmið. 5.10.2006 12:37 Eldri virkjanir betur rannsakaðar Rannsóknir fyrir Blönduvirkjun og Sultartangavirkjun voru mun vandaðri en þær rannsóknir sem fóru fram áður en ráðist var í stærstu og dýrustu framkvæmd Íslandssögunnar - Kárahnjúkavirkjun. Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. 5.10.2006 12:36 Linnulaus hernaður gegn jöfnuði Ríkisstjórnin hefur verið í linnulausum hernaði gegn jöfnuði og ójöfnuður hefur aukist á Íslandi á síðustu árum; þetta sagði formaður Samfylkingarinnar á Alþingi í dag. Forsætisráðherra segist hins vegar ekki vera andvaka þótt einhverjir aðilar hafi hagnast á viðskiptum. 5.10.2006 12:21 Bara Vodafone Og Vodafone heitir nú bara Vodafone. Nýr tímamótasamningur við alþjóðlega stórfyrirtækið Vodafone Group um nánara samstarf var kynntur í morgun. Vodafone á Íslandi er fyrsta sjálfstæða farsímafélagið sem fær að nota vörumerki Vodafone. 5.10.2006 11:59 Bensín lækkar Atlantsolía og Olíufélagið hafa tilkynnt veðlækkun á bensíni og olíuvörum. Bensínlítrinn ´kominn niður fyrir 116 krónur hjá Atlantsolíu. 5.10.2006 11:38 Tilraun N-Kóreu ógnun við friðinn Hörð viðbrögð hafa borist við fyrirhuguðum kjarnorkutilraunum Norðurkóreumanna en forseti öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna segir tilraunina ógna friði, stöðugleika og öryggi, bæði í Asíu og utan álfunnar. 5.10.2006 11:26 Toppar fá 3% afturvirka hækkun Kjararáð hefur ákveðið að embættismenn og þjóðkjörnir fulltrúar fái þriggja prósenta kauphækkun, sem reiknast frá fyrsta júlí. 5.10.2006 11:13 Bjartar horfur á hlutabréfamarkaði Greiningardeild Glitnis telur nokkuð bjartar horfur á innlendum hlutabréfamarkaði litið til næstu missera. Grunnrekstur flestra fyrirtækja í Kauphöll Íslands sé með ágætum og megi reikna með að afkoma þeirra verði góð bæði í ár og á næsta ári. 5.10.2006 11:13 Sviptur fyrir hraðakstur Nítján ára karlmaður, sem stöðvaður var í Ártúnsbrekku í fyrrakvöld eftir að hafa mælst á rúmlega 140 kílómetra hraða, hefur nú verið sviftur ökuréttindum og sektaður um tugi þúsunda króna. 5.10.2006 11:08 Tækjastuldur í herstöðinni Óprúttnir aðilar hafa farið ránshendi um gömlu herstöðina á Keflavíkurflugvelli. Þar hefur sérhæfðum flugvallarbúnaði verið stolið. Meðal þess sem stolið var er svokallaður töggur eða dráttarbifreið fyrir flugvélar. 5.10.2006 10:47 Umferðartruflanir á Reykjanesbraut 5.10.2006 10:25 Ákærur í njósnahneyksli HP Ríkissaksóknari Californíu í Bandaríkjunum hefur ákært fyrrum stjórnarformann Hewlett-Packard tölvufyrirtækisins ásamt fjórum öðrum sem tengjast fyrirtækjanjósnum. Málið fór af stað þegar fyrirtækið gaf upp að að leynilögreglumenn sem það réði í því skyni að komast að leka úr stjórn fyrirtækisins, hefðu leynilega náð í færslur símtala ýmissa yfirmanna, starfsmanna og blaðamanna. 5.10.2006 10:22 Gistnóttum á hótelum fjölgar Gistnóttum á hótelum fjölgaði um 5,7% í ágúst sambanborið við ágúst í fyrra. Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum en hlutfallslega mest á Norðurlandi en þar fjölgaði þeim um 23%. 5.10.2006 10:15 Róbert Marshall í framboð í Suðurkjördæmi Róbert Marshall, fyrrverandi forstöðumaður NFS, sækist eftir 1. til 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar næsta vor. 4.10.2006 23:30 Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar veitt í dag Ingunn Snædal, grunnskólakennari, hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar í ár en þau voru veitt við hátíðlega athöfn í Höfða í dag í sjöunda sinn. Verðlaunin hafa verið veitt annað hvert ár frá árinu 1994. Þau verða nú framvegis veitt árlega. Alls bárust tæplega 50 handrit í keppnina þetta árið. 4.10.2006 23:00 Sigríður Anna ætlar að hætta Sigríður Anna Þórðardóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi umhverfisráðherra, ætlar ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu í Alþingiskosningunum næsta vor. Þetta tilkynnti hún á aðalfundi kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í kvöld. Sigríður Anna hefur setið á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá árinu 1991. 4.10.2006 22:45 Jón fram í Reykjavík Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins og iðnaðar- og viðskiptaráðherra, ætlar að bjóða sig fram í öðru hvoru Reykjavíkur kjördæmanna í Alþingiskosningunum í vor. Þetta tilkynnti hann á fundi á Grand hóteli í kvöld. 4.10.2006 22:30 Lögregla í liði með dauðasveitum Liðsmenn í íraskir lögreglusveit hafa verið leystir tímabundið frá störfum, allir sem einn, og sendir aftur í þjálfun. Þeir hafa verið sakaðir um að láta ódæði dauðasveita í landinu átölulaus. Mennirnir voru sendir heim eftir að vopnaðir menn rændu nærri 40 manns í Bagdad, höfuðborg landsins, fyrr í vikunni. Nokkrir þeirra sem rænt var féllu síðan fyrir hendi mannræningja sinn. 4.10.2006 21:45 4 bandarískir hermenn féllu í Írak Fjórir bandarískir hermenn féllu í árás nærri Bagdad, höfuðborg Íraks, í dag. Þetta er í annað sinn á tveimur dögum sem mannskæð árás er gerð á hersveitir Bandaríkjamanna nærri höfuðborginni. 4.10.2006 21:30 Myrti aldraða sjúklinga Fyrrverandi hjúkrunarkona á sjúkrahúsi í Texas í Bandaríkjunum gekkst við því fyrir dómi í dag að hafa myrt 10 aldraða sjúklinga í hennar umsjá fyrir nærri sex árum. 4.10.2006 21:30 Hleranir áfram leyfðar Bandarísk stjórnvöld geta áfram stundað hleranir án sérstakrar heimildar á meðan áfrýjun bandaríska dómsmálaráðuneytisins vegna banns á þeim hefur ekki verið tekin fyrir. Þetta var niðurstaða áfrýjunarréttar í Cincinnati í dag. 4.10.2006 20:58 Telur ekki hættu á stríðsátökum Javier Solana, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, telur enga hættu á því að til stríðsátaka komi milli Rússa og Georgíumanna vegna deilna ríkjanna síðustu vikur. Hann hvetur þó deilendur til að gæta hófsemi og sýna stillingu. 4.10.2006 20:45 Atlantsolía lækkar bensínverð Atlantsolía lækkaði í dag verð á bensíni um eina krónu og fimmtíu aura. Eftir lækkun kostar bensínlítrinn 115 krónur og 90 aura og 114 krónur og 90 aura fyrir dælulyklahafa. Skipagasola lækkar einnig um 1 krónu og verð því 57 krónur og 50 aurar. 4.10.2006 20:30 Aðför að þróun atvinnulífs á landsbyggðinni Byggðaráð Langanesbyggðar mótmælir þeirri harkalegu því sem það kallar aðför stjórnvalda að þróun atvinnulífs á landsbyggðinni sem felst meðal annars í áformum stjórnar Ratsjárstofnunar um að segja upp 5 af 8 starfsmönnum fyrirtækisins á Gunnólfsvíkurfjalli og bjóða hluta þeirra að starfa áfram hjá því í viðhaldsdeild þess á Miðnesheiði. 4.10.2006 20:05 Sprenging í Pakistan Lögreglan í Pakistan fann í dag sprengiefni í garði nálægt heimili Pervez Musharraf, forseta landsins í borginni Rawalpindi. Það gerðist eftir að sprenging heyrðist þar í borg. Enginn féll eða sæðrist. 4.10.2006 19:59 Sýndamennska eða skýr skilaboð Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, segir frestun ríkisstjórnarinnar á vegaframkvæmdum í sumar hafa verið sýndarmennsku. Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar, segir ríkisstjórnina hafa náð markmiði sínu strax í sumar með því að senda skýr skilaboð út í samfélagið. 4.10.2006 19:54 Fær ekki að koma til Íslands í áratug Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti í dag úrskurð dómsmálaráðuneytis frá í apríl í fyrra um að Víetnömskum manni, sem nú er staddur í heimalandi sínu, verði vísað úr landi og bannað koma aftur til Íslands næstu 10 árin. 4.10.2006 19:01 IRA sagður skaðlaus Írski lýðveldisherinn hefur snúið baki við hryðjuverkum og ekki stafar lengur ógn af samtökunum. Óháð nefnd um afvopnun á Norður-Írlandi hefur komist að þessari niðurstöðu. 4.10.2006 19:00 Taka Íslendinga til fyrirmyndar Norðmenn opna Barnahús að íslenskri fyrirmynd en þar er sinnt málefnum barna sem grunur leikur á að hafi sætt kynferðislegri áreitni eða ofbeldi. 4.10.2006 19:00 Nýr banki hefur starfsemi á vordögum Nýr banki, Saga Fjárfestingarbanki, hefur starfsemi sína á vordögum með höfuðstöðvar á Akureyri. KB-banki missir fjóra lykilstarfsmenn til nýja bankans. 4.10.2006 18:45 Hitaveitan gæti verið skaðabótaskyld Hitaveita Hvalfjarðar gæti orðið skaðabótaskyld, komi í ljós að lokun hennar á rennsli Laxár í Leirarsveit um stund hafi valdið skaða í lífríki árinnar. 4.10.2006 18:43 Segir rektor misnota sér aðstöðu sína Þingmaður Frjálslynda flokksins gagnrýnir rektor Háskólans í Reykjavík fyrir að misnota sér stöðu sína í framboði í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. 4.10.2006 18:38 Fær frjálsan aðgang að gögnum Nefnd sem forsætisráðherra skipaði í vor til að setja reglur um aðgang að opinberum gögnum um öryggismál, fær frjálsan aðgang að öllum gögnum í vörslu stjórnvalda sem snerta öryggismál landsins á árunum 1945 til 1991, samkvæmt frumvarpi sem kynnt var á Alþingi í kvöld. 4.10.2006 18:30 Alþjóðadagur kennara á morgun Alþjóðadagur kennara verður haldinn hátíðlegur í yfir 100 löndum á morgun. Yfirskrift dagsina að þessu sinni er: Hæfir kennarar tryggja gæði menntunar. 4.10.2006 18:20 75 milljónir næstu 3 árin til rannsókna Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, kynnti í dag skipulagsbreytingar á Verkefnasjóði sjávarútvegsins. Stofnuð verður ný deild innan hans um sjávarrannsóknir á samkeppnissviði sem mun veita styrki til einstaklingsverkefna og fyrirtækja sem og rannsóknar-, þróunar- og háskólastofnana. 4.10.2006 18:02 Sjá næstu 50 fréttir
Hópur sjakala réðst á þorp í Indlandi Flytja þurfti 35 manns á sjúkrahús eftir að hópur af sjakölum réðst á þorp, í Austur-Indlandi, í gær. 5.10.2006 14:50
Óflokksbundinn gæti lent á þingi Svo gæti farið að varaþingmaður sem sagði sig úr Framsóknarflokknum taki sæti á þingi á næstunni. Hann óttast þó að flokkurinn reyni að koma í veg fyrir það. 5.10.2006 14:15
Skorað á Skagafjörð að fresta Villinganesvirkjun Náttúruverndarsamtök Íslands skora á sveitarstjórn Skagafjarðar að fresta áformum um að setja Villinganes, og í framhaldinu Skatastaðavirkjun, inn á aðalskipulag. Sveitarstjórn Skagafjarðar fjallar um málið á fundi síðdegis. Héraðsvötn ehf, sem er í eigu Kaupfélags Skagfirðinga og Rarik er virkjanaaðili við Villinganes. vill að sveitarfélögin gangi sem fyrst frá staðfestu aðalskipulagi svo framkvæmdaleyfi fáist. 5.10.2006 14:14
Risa hafeðlur fundnar á Svalbarða Norskir vísindamenn hafa fundið beinagrindur af risa-hafeðlum, sem þeir segja að hafi verið jafnvel enn skelfilegri en landeðlan Tyrannosaurus Rex, sem kölluð er Grameðla, á íslensku. 5.10.2006 14:07
Færeyingur fær umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs Náttúru- og umhverfisverðlaunin 2006 til Færeyja Afburða framlag til rannsókna á sviði loftslagsbreytinga Færeyingurinn Bogi Hansen prófessor og rithöfundur hlýtur Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs árið 2006. Verðlaunin eru 350.000 danskra króna. Þema verðlaunanna í ár var loftslagsbreytingar og aðlögun að loftslagsbreytingum. 5.10.2006 13:40
Vernharð Guðnason vill 6. sæti hjá Sjálfstæðisflokki Vernharð Guðnason, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS), sækist eftir 6. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 27. og 28. október vegna þingkosninganna í vor. Vernharð er 44 ára, kvæntur og þriggja barna faðir. Samhliða starfi sínu sem formaður LSS starfar hann sem slökkviliðsmaður og bráðatæknir hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins (SHS). 5.10.2006 13:27
Aftökurútur auka framboð líffæra Fréttastofa Sky segir Kínastjórn nota aftökurútur í þeim tilgangi að taka þúsundir manna af lífi ár hvert. Í frétt sem fréttastofan flutti fyrr á árinu komu fram tengsl milli aftökukerfis Kína og mikillar uppsveiflu í líffærasölu. Einungis tvö ár eru þangað til Kína heldur næstu ólympíuleika, en skilyrði fyrir réttinum til að halda leikana var að mannréttindamál yrðu bætt í landinu. 5.10.2006 12:44
Frumvarp um Nýsköpunarmiðstöð breytt Ríkisstjórnin hefur samþykkt breytt frumvarp um stofnun Nýsköpunarmiðstöðvar. Eldra frumvarp olli miklum deilum á síðasta vorþingi. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir búið að sníða vankanta af eldra frumvarpi. Eftir er þó að koma í ljós hvort tekist hafi að sætta ólík sjónarmið. 5.10.2006 12:37
Eldri virkjanir betur rannsakaðar Rannsóknir fyrir Blönduvirkjun og Sultartangavirkjun voru mun vandaðri en þær rannsóknir sem fóru fram áður en ráðist var í stærstu og dýrustu framkvæmd Íslandssögunnar - Kárahnjúkavirkjun. Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. 5.10.2006 12:36
Linnulaus hernaður gegn jöfnuði Ríkisstjórnin hefur verið í linnulausum hernaði gegn jöfnuði og ójöfnuður hefur aukist á Íslandi á síðustu árum; þetta sagði formaður Samfylkingarinnar á Alþingi í dag. Forsætisráðherra segist hins vegar ekki vera andvaka þótt einhverjir aðilar hafi hagnast á viðskiptum. 5.10.2006 12:21
Bara Vodafone Og Vodafone heitir nú bara Vodafone. Nýr tímamótasamningur við alþjóðlega stórfyrirtækið Vodafone Group um nánara samstarf var kynntur í morgun. Vodafone á Íslandi er fyrsta sjálfstæða farsímafélagið sem fær að nota vörumerki Vodafone. 5.10.2006 11:59
Bensín lækkar Atlantsolía og Olíufélagið hafa tilkynnt veðlækkun á bensíni og olíuvörum. Bensínlítrinn ´kominn niður fyrir 116 krónur hjá Atlantsolíu. 5.10.2006 11:38
Tilraun N-Kóreu ógnun við friðinn Hörð viðbrögð hafa borist við fyrirhuguðum kjarnorkutilraunum Norðurkóreumanna en forseti öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna segir tilraunina ógna friði, stöðugleika og öryggi, bæði í Asíu og utan álfunnar. 5.10.2006 11:26
Toppar fá 3% afturvirka hækkun Kjararáð hefur ákveðið að embættismenn og þjóðkjörnir fulltrúar fái þriggja prósenta kauphækkun, sem reiknast frá fyrsta júlí. 5.10.2006 11:13
Bjartar horfur á hlutabréfamarkaði Greiningardeild Glitnis telur nokkuð bjartar horfur á innlendum hlutabréfamarkaði litið til næstu missera. Grunnrekstur flestra fyrirtækja í Kauphöll Íslands sé með ágætum og megi reikna með að afkoma þeirra verði góð bæði í ár og á næsta ári. 5.10.2006 11:13
Sviptur fyrir hraðakstur Nítján ára karlmaður, sem stöðvaður var í Ártúnsbrekku í fyrrakvöld eftir að hafa mælst á rúmlega 140 kílómetra hraða, hefur nú verið sviftur ökuréttindum og sektaður um tugi þúsunda króna. 5.10.2006 11:08
Tækjastuldur í herstöðinni Óprúttnir aðilar hafa farið ránshendi um gömlu herstöðina á Keflavíkurflugvelli. Þar hefur sérhæfðum flugvallarbúnaði verið stolið. Meðal þess sem stolið var er svokallaður töggur eða dráttarbifreið fyrir flugvélar. 5.10.2006 10:47
Ákærur í njósnahneyksli HP Ríkissaksóknari Californíu í Bandaríkjunum hefur ákært fyrrum stjórnarformann Hewlett-Packard tölvufyrirtækisins ásamt fjórum öðrum sem tengjast fyrirtækjanjósnum. Málið fór af stað þegar fyrirtækið gaf upp að að leynilögreglumenn sem það réði í því skyni að komast að leka úr stjórn fyrirtækisins, hefðu leynilega náð í færslur símtala ýmissa yfirmanna, starfsmanna og blaðamanna. 5.10.2006 10:22
Gistnóttum á hótelum fjölgar Gistnóttum á hótelum fjölgaði um 5,7% í ágúst sambanborið við ágúst í fyrra. Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum en hlutfallslega mest á Norðurlandi en þar fjölgaði þeim um 23%. 5.10.2006 10:15
Róbert Marshall í framboð í Suðurkjördæmi Róbert Marshall, fyrrverandi forstöðumaður NFS, sækist eftir 1. til 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar næsta vor. 4.10.2006 23:30
Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar veitt í dag Ingunn Snædal, grunnskólakennari, hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar í ár en þau voru veitt við hátíðlega athöfn í Höfða í dag í sjöunda sinn. Verðlaunin hafa verið veitt annað hvert ár frá árinu 1994. Þau verða nú framvegis veitt árlega. Alls bárust tæplega 50 handrit í keppnina þetta árið. 4.10.2006 23:00
Sigríður Anna ætlar að hætta Sigríður Anna Þórðardóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi umhverfisráðherra, ætlar ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu í Alþingiskosningunum næsta vor. Þetta tilkynnti hún á aðalfundi kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í kvöld. Sigríður Anna hefur setið á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá árinu 1991. 4.10.2006 22:45
Jón fram í Reykjavík Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins og iðnaðar- og viðskiptaráðherra, ætlar að bjóða sig fram í öðru hvoru Reykjavíkur kjördæmanna í Alþingiskosningunum í vor. Þetta tilkynnti hann á fundi á Grand hóteli í kvöld. 4.10.2006 22:30
Lögregla í liði með dauðasveitum Liðsmenn í íraskir lögreglusveit hafa verið leystir tímabundið frá störfum, allir sem einn, og sendir aftur í þjálfun. Þeir hafa verið sakaðir um að láta ódæði dauðasveita í landinu átölulaus. Mennirnir voru sendir heim eftir að vopnaðir menn rændu nærri 40 manns í Bagdad, höfuðborg landsins, fyrr í vikunni. Nokkrir þeirra sem rænt var féllu síðan fyrir hendi mannræningja sinn. 4.10.2006 21:45
4 bandarískir hermenn féllu í Írak Fjórir bandarískir hermenn féllu í árás nærri Bagdad, höfuðborg Íraks, í dag. Þetta er í annað sinn á tveimur dögum sem mannskæð árás er gerð á hersveitir Bandaríkjamanna nærri höfuðborginni. 4.10.2006 21:30
Myrti aldraða sjúklinga Fyrrverandi hjúkrunarkona á sjúkrahúsi í Texas í Bandaríkjunum gekkst við því fyrir dómi í dag að hafa myrt 10 aldraða sjúklinga í hennar umsjá fyrir nærri sex árum. 4.10.2006 21:30
Hleranir áfram leyfðar Bandarísk stjórnvöld geta áfram stundað hleranir án sérstakrar heimildar á meðan áfrýjun bandaríska dómsmálaráðuneytisins vegna banns á þeim hefur ekki verið tekin fyrir. Þetta var niðurstaða áfrýjunarréttar í Cincinnati í dag. 4.10.2006 20:58
Telur ekki hættu á stríðsátökum Javier Solana, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, telur enga hættu á því að til stríðsátaka komi milli Rússa og Georgíumanna vegna deilna ríkjanna síðustu vikur. Hann hvetur þó deilendur til að gæta hófsemi og sýna stillingu. 4.10.2006 20:45
Atlantsolía lækkar bensínverð Atlantsolía lækkaði í dag verð á bensíni um eina krónu og fimmtíu aura. Eftir lækkun kostar bensínlítrinn 115 krónur og 90 aura og 114 krónur og 90 aura fyrir dælulyklahafa. Skipagasola lækkar einnig um 1 krónu og verð því 57 krónur og 50 aurar. 4.10.2006 20:30
Aðför að þróun atvinnulífs á landsbyggðinni Byggðaráð Langanesbyggðar mótmælir þeirri harkalegu því sem það kallar aðför stjórnvalda að þróun atvinnulífs á landsbyggðinni sem felst meðal annars í áformum stjórnar Ratsjárstofnunar um að segja upp 5 af 8 starfsmönnum fyrirtækisins á Gunnólfsvíkurfjalli og bjóða hluta þeirra að starfa áfram hjá því í viðhaldsdeild þess á Miðnesheiði. 4.10.2006 20:05
Sprenging í Pakistan Lögreglan í Pakistan fann í dag sprengiefni í garði nálægt heimili Pervez Musharraf, forseta landsins í borginni Rawalpindi. Það gerðist eftir að sprenging heyrðist þar í borg. Enginn féll eða sæðrist. 4.10.2006 19:59
Sýndamennska eða skýr skilaboð Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, segir frestun ríkisstjórnarinnar á vegaframkvæmdum í sumar hafa verið sýndarmennsku. Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar, segir ríkisstjórnina hafa náð markmiði sínu strax í sumar með því að senda skýr skilaboð út í samfélagið. 4.10.2006 19:54
Fær ekki að koma til Íslands í áratug Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti í dag úrskurð dómsmálaráðuneytis frá í apríl í fyrra um að Víetnömskum manni, sem nú er staddur í heimalandi sínu, verði vísað úr landi og bannað koma aftur til Íslands næstu 10 árin. 4.10.2006 19:01
IRA sagður skaðlaus Írski lýðveldisherinn hefur snúið baki við hryðjuverkum og ekki stafar lengur ógn af samtökunum. Óháð nefnd um afvopnun á Norður-Írlandi hefur komist að þessari niðurstöðu. 4.10.2006 19:00
Taka Íslendinga til fyrirmyndar Norðmenn opna Barnahús að íslenskri fyrirmynd en þar er sinnt málefnum barna sem grunur leikur á að hafi sætt kynferðislegri áreitni eða ofbeldi. 4.10.2006 19:00
Nýr banki hefur starfsemi á vordögum Nýr banki, Saga Fjárfestingarbanki, hefur starfsemi sína á vordögum með höfuðstöðvar á Akureyri. KB-banki missir fjóra lykilstarfsmenn til nýja bankans. 4.10.2006 18:45
Hitaveitan gæti verið skaðabótaskyld Hitaveita Hvalfjarðar gæti orðið skaðabótaskyld, komi í ljós að lokun hennar á rennsli Laxár í Leirarsveit um stund hafi valdið skaða í lífríki árinnar. 4.10.2006 18:43
Segir rektor misnota sér aðstöðu sína Þingmaður Frjálslynda flokksins gagnrýnir rektor Háskólans í Reykjavík fyrir að misnota sér stöðu sína í framboði í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. 4.10.2006 18:38
Fær frjálsan aðgang að gögnum Nefnd sem forsætisráðherra skipaði í vor til að setja reglur um aðgang að opinberum gögnum um öryggismál, fær frjálsan aðgang að öllum gögnum í vörslu stjórnvalda sem snerta öryggismál landsins á árunum 1945 til 1991, samkvæmt frumvarpi sem kynnt var á Alþingi í kvöld. 4.10.2006 18:30
Alþjóðadagur kennara á morgun Alþjóðadagur kennara verður haldinn hátíðlegur í yfir 100 löndum á morgun. Yfirskrift dagsina að þessu sinni er: Hæfir kennarar tryggja gæði menntunar. 4.10.2006 18:20
75 milljónir næstu 3 árin til rannsókna Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, kynnti í dag skipulagsbreytingar á Verkefnasjóði sjávarútvegsins. Stofnuð verður ný deild innan hans um sjávarrannsóknir á samkeppnissviði sem mun veita styrki til einstaklingsverkefna og fyrirtækja sem og rannsóknar-, þróunar- og háskólastofnana. 4.10.2006 18:02