Erlent

Bakkað út úr óbyggðunum

Óbyggðir Ástralíu eru víðfeðmar og stundum langt í næstu þjónustustöð.
Óbyggðir Ástralíu eru víðfeðmar og stundum langt í næstu þjónustustöð. NYND/GMJ og BDF

Ökumaður á ferð um óbyggðir Ástralíu á leið til borgarinnar Perth lenti í vandræðum þegar gírkassinn fyrir áfram-gírana bilaði.

Maðurinn átti tæplega 500 kílómetra eftir á áfangastað þegar hann ákvað að í staðinn fyrir að hringja á bifvélavirkja, myndi hann bakka á leiðarenda.

Hinn 22ja ára ökumaður hafði keyrt um 20 km afturábak þegar hann var stöðvaður af lögreglu á 60 km hraða og hefur nú verið ákærður fyrir óábyrgan akstur ásamt öðrum umferðalagabrotum.

Maðurinn var ekki undir áhrifum áfengis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×