Fleiri fréttir 160 milljónir reykja hass Rúmlega 160 milljónir jarðarbúa reykja kannabisefni að staðaldri, enda þótt efnið sé orðið mun hættulegra en áður. Ríkisstjórnir Evrópu skella skollaeyrum við sívaxandi kókaínneyslu íbúa álfunnar. Þetta er fullyrt í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna um fíkniefnavandann. 2.7.2006 20:00 Harkan eykst fyrir botni Miðjarðarhafs Árásir Ísraelshers á Gaza-ströndina fara stöðugt harðnandi en í nótt voru skrifstofur forsætisráðherra heimastjórnarinnar gjöreyðilagðar í eldflaugaárás. Hungur er farið að sverfa að íbúum svæðisins þar sem öll landamæri þess hafa lokast vegna árásanna. 2.7.2006 18:45 Leit hætt að kajakræðara Hátt í fjörutíu manns leituðu í allan dag að erlendri konu á kajak í Seyðisfirði og fjörðunum þar í kring. Boð komu frá henni í morgun á neyðarrás fyrir skip og mátti skilja þau sem neyðarboð. Ísraelsk kona fannst á kajak í Norðfirði fyrr í dag en hún segir boðin ekki hafa komið frá sér. 2.7.2006 18:32 Hjón með börn hætt komin Hjón með tvö ung börn voru hætt komin í dag er bíll þeirra færðist með straumnum í á við Stöng í Þjórsárdal. Björgunarsveitir aðstoðuðu ferðafólkið sem ekki varð meint af óhappinu. 2.7.2006 17:53 Forsetakosningar í Mexíkó Forsetakosningar standa yfir í Mexíkó og er útlit fyrir afar tvísýn úrslit. Tveir frambjóðendur þykja líklegastir til að taka við stjórnartaumunum af Vicente Fox, sem hefur verið við völd síðastliðin sex ár. 2.7.2006 17:15 Víðtæk leit gerð að konu á kajak Fjörutíu til fimmtíu manns og í það minnsta sjö björgunarbátar leita að erlendri konu sem lenti í hafvillu á kajak á Seyðisfirði í morgun. Björgunarsveitirnar á Seyðisfirði og Neskaupstað voru kallaðar út rétt fyrir hádegi en leitin hefur enn engan árangur borið. Konan hafði samband við Landhelgisgæsluna á tólfta tímanum og bað um aðstoð við að komast í land vegna þoku. 2.7.2006 16:34 Forseti Íslands flytur aðalræðu á Heimsþingi Lions Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands mun á morgun, 3. júlí flytja aðalræðu á Heimsþingi Lions hreyfingarinnar sem haldin er í Boston. Alþjóðaforseti Lions hreyfingarinnar, Ashok Mehta frá Indlandi, bauð forseta Íslands að flytja aðalræðu heimsþingsins. 2.7.2006 15:07 Eftirlýstir Írösk stjórnvöld gáfu í dag út lista yfir 41 mann sem þeir vilja koma lögum yfir. Á meðal þeirra sem komast á listann eru Sadjída Tulfah, eiginkona Saddams Hussein, fyrrverandi forseta, og dóttir þeirra Raghad, en þær búa í Katar og Jórdaníu. 2.7.2006 14:11 Misheppnað heimsmet Denzil St. Clair, íbúi í Spencer í Ohio-ríki í Bandaríkjunum mistókst í gær að setja heimsmet í býflugnaskeggi. 2.7.2006 13:23 Mikil ölvun á útihátíðum Mikil ölvun var á útihátíðum víðs vegar um land í nótt. Á Ólafsvík myndaðist biðröð við heilsugæslu bæjarins vegna pústra manna á milli. 2.7.2006 12:52 Berserksgangur í Svíþjóð Maður í hermannabúningi gekk berserksgang í bænum Täby, skammt norður af Stokkhólmi, snemma í morgun þar sem hann skaut úr sjálfvirkum riffli í gríð og erg. 2.7.2006 12:45 Goðsögn að leikskólakennarar hætti vegna lágra launa Það er goðsögn að starfsfólk leikskóla hætti vegna lágra launa, samkvæmt nýlegri rannsókn. Flestir virðast líta á leikskólana sem ,,vertíðarvinnustað'' og lykilatriði að breyta því svo betur haldist á starfsfólki, segir lektor við Háskólann í Reykjavík. 2.7.2006 12:33 Bílvelta milli Geysis og Gullfoss Bílvelta varð hjá bænum Múla milli Geysis og Gullfoss rétt fyrir klukkan sex í morgun. Tveir piltar og ein stúlka, öll á tvítugsaldri voru flutt á Landspítala- Háskólasjúkrahúss með minniháttar meiðsli. 2.7.2006 12:21 Banaslys í Skagafirði Stúlka um tvítugt lést í bílslysi við Varmahlíð í Skagafirði snemma í morgun. Tvær stúlkur til viðbótar eru í lífshættu á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Önnur þeirra ók bílnum. 2.7.2006 11:57 Kona á kajak lenti í hafvillu á Seyðisfirði Erlend kona lenti í hafvillu á Seyðisfirði á tólfta tímanum í dag. Björgunarsveitirnar á Seyðisfirði og Neskaupstað leita að konunni eins og er. Engin hætta er á ferðum en konan hafði samband við Landhelgisgæsluna um að aðstoða sig við að komast í land vegna þoku. 2.7.2006 11:41 Ísraelsher heldur áfram árásum sínum Ísraelsher heldur áfram árásum sínum á skotmörk á Gaza-ströndinni. Í gærkvöld skutu orrustuþotur flugskeytum að skrifstofum forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar Ismail Haniyeh og kviknaði í húsinu í kjölfarið. 2.7.2006 11:01 Discovery ekki á loft vegna veðurs Ekkert varð af leiðangri geimferjunnar Discovery sem fyrirhugaður var í gærkvöld. Þrumuveður setti strik í reikninginn. 2.7.2006 10:58 Bin Laden gefur frá sér yfirlýsingu Osama bin Laden, leiðtogi al-Kaída hryðjuverkanetsins, sagðist í yfirlýsingu í gær styðja eftirmann Abu Musab al-Zarqawi til að leiða baráttu al-Kaída í Írak. 2.7.2006 10:53 Landsmót hestamanna Um 11 þúsund manns eru á Landsmóti hestamanna á Vindheimamelum sem lýkur í dag. Papar léku á stórdansleik í gærkvöldi og að sögn fjölmiðlafulltrúa mótsins ætlaði allt um koll að keyra þegar þeir stigu á stokk. Dansleikurinn fór að sögn lögreglu vel fram en þegar líða tók á nóttina var nokkuð mikill erill hjá lögreglu vegna ölvunnar og minniháttar fíkniefnamála. Búast má við mikilli umferð frá mótsstað seinni part dags og er fólk hvatt til að fara varlega. 2.7.2006 10:11 Mikil ölvun á færeyskum dögum Mikil ölvun var í Ólafsvík í nótt og svo mikið var um líkamsárásir að biðröð myndaðist við heilusgæslu bæjarins. 2.7.2006 10:09 Alvarlegt bílslys Alvarlegt bílslys varð fyrir utan Varmahlíð í Skagafirði þegar bíll fór útaf vegi nú undir morgun. Að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki voru fimm í bílnum og voru tveir þeirra sendir með þyrlu til aðhlynningar á Lansdspítalann. Þangað komu þeir fyrir stundu. Enn hafa engar upplýsingar fengist um líðan þeirra. 2.7.2006 10:08 Stjórnin ætti að segja af sér Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi áminningu sem Landspítalinn veitti Stefáni Matthíassyni ólögmæta.Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi áminningu sem Landspítalinn veitti Stefáni Matthíassyni ólögmæta. 2.7.2006 08:30 Vörur varnarliðsins dýrari en fólk hélt Fjöldi fólks mætti í Sigtúnið í gær til að skoða muni varnarliðsins. Búið að losa tuttugu gáma af vörum og fleiri að bætast við enda varnarliðið á förum. 2.7.2006 08:15 Ekki færri ákærðir í Reykjavík síðan 1996 Samkvæmt ársskýrslu lögreglustjórans í Reykjavík voru 856 einstaklingar ákærðir af embættinu á síðasta ári. Þetta er minnsti fjöldi ákærðra einstaklinga síðan 1996. Á síðasta ári voru karlar 87 prósent ákærðra. 2.7.2006 08:00 Vilja bætta heimaþjónustu Landsþing Kvenfélagasambands Íslands var haldið í 34. sinn um síðustu helgi, í Íþróttahöllinni á Akureyri. 2.7.2006 07:45 Blóðugt blaðastríð framundan David Montgomery, nýr eigandi fjölmiðlasamsteypunnar Orkla Media, er reiðubúinn undir blóðugt stríð á dagblaðamarkaði í Danmörku þegar útgáfa fríblaðs að hætti Fréttablaðsins hefst á helstu þéttbýlisstöðumí haust. 2.7.2006 07:45 Veruleg hætta skapaðist föstudagskvöld var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út til Vestmannaeyja til þess að flytja sjúkling til Reykjavíkur vegna þess að sjúkraflugvélin var ekki til staðar. Samkvæmt samningi við Heilbrigðisráðuneytið ber fyrirtækinu skylda til þess að hafa vélina ávallt til taks í Vestmannaeyjum en Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, segir að það hafi ítrekað komið fyrir að vélin hafi ekki verið til staðar þegar þörf hefur verið á henni. Landsflug tók við sjúkrafluginu 1. janúar í ár en áður sinnti Flugfélag Vestmannaeyja því. 2.7.2006 07:45 Viðræður við ETA José Luis Rodriguez Zapatero, forætisráðherra Spánar, tilkynnti á blaðamannafundi á fimmtudag að hann hygðist hefja „langar og erfiðar“ friðarviðræður við hin alræmdu ETA-samtök aðskilnaðarsinnaðra Baska. Í viðræðunum verður einblínt á endalok sjálfra samtakanna og örlög fimm hundruð baskneskra fanga sem dúsa í spænskum fangelsum, vegna tengsla við ETA. Sjálfstæði Baskalands verður ekki til umræðu. 2.7.2006 07:45 Íbúðalánin dýrari Íbúðalánasjóður hefur í kjölfar útboðs á íbúðabréfum ákveðið að hækka útlánsvexti íbúðalána sjóðsins um 0,10 prósentustig og verða þeir 4,95 prósent. Lán með sérstöku uppgreiðsluálagi verða með 0,25 punkta lægri vöxtum eða 4,70 prósent. 2.7.2006 07:30 Seldu líkama sambýliskvenna Sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi hefur kynnt árlega skýrslu um mansal hér á landi. Í kjölfar skýrslunnar gaf Alþjóðahús frá sér yfirlýsingu um að beinar rangfærslur væri að finna í skýrslunni þar sem vitnað er í lögfræðing Alþjóðahúss. Í yfirlýsingunni kemur fram að um sé að ræða trúnaðarupplýsingar sem áttu sér stað á milli lögfræðings Alþjóðahúss og skýrsluhöfundar með því fororði að þær mætti ekki rekja til upplýsingagjafa. 2.7.2006 07:30 Segja fólkið vera agndofa Byggðaráð Norðurþings og Langanesbyggðar á Norðausturlandi mótmæla áformum ríkisstjórnarinnar um frestun vegaframkvæmda í fjórðungnum harðlega og telja að framkvæmdir til að slá á þenslu í samfélaginu eigi ekki að koma til framkvæmda í landshlutum þar sem þensluáhrifa gætir ekki og hefur ekki gætt á undanförnum misserum. Þvert á móti hafi þar verið samdráttur og fólksfækkun á síðustu áratugum. 2.7.2006 07:30 Segja ísraelska gíslinn á lífi Ísraelski hermaðurinn sem numinn var á brott af herskáum Palestínumönnum síðastliðinn sunnudag er á lífi og í bærilegu ástandi að sögn palestínsks embættismanns. Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, sagði í gærkvöldi að næstu klukkustundir myndu skipta sköpum í deilunni milli ísraelskra og palestínskra stjórnvalda. 2.7.2006 07:30 Ekki minnast á guð í ræðum Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hvatti danska stjórnmálamenn og ráðamenn til þess að forðast að vísa til guðs í opinberum ræðuflutningi. 2.7.2006 07:30 Óskar eftir opinberri úttekt Elliði Vignisson bæjarstjóri Vestmannaeyja sendi á föstudag beiðni til Heilbrigðisráðuneytisins þar sem hann óskar eftir opinberri úttekt á stöðu sjúkraflugs til Vestmannaeyja. Beiðnina sendi hann vegna þess að það hefur ítrekað gerst að sjúkraflugvél er ekki til staðar í Vestmannaeyjum þegar þörf er á henni. 2.7.2006 07:15 Rokkað saman í ráðuneytinu Það var glatt á hjalla hjá ráðherrunum Sturlu Böðvarssyni og Magnúsi Stefánssyni þegar þeir tóku lagið saman í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu á dögunum. Þeir rifjuðu upp gömlu árin í poppbransanum en Magnús var um tíma landsþekktur poppari og Sturla vinsæll á sveitaböllum. 2.7.2006 07:00 Kláruðu 20 þúsund pylsur 2.7.2006 07:00 Fimmta heimsmetið Daníel Jónsson stekkur sveittur af baki eftir að hafa sýnt stóðhestinn Stála frá Kjarri sem hlaut hæstu einkunn sem um getur í kynbótadómi. Daníel hefur sýnt alls 27 hross á landsmótinu og mörg þeirra oftar en einu sinni. Stáli hlaut 8,76 í aðaleinkunn og sló þar með met Þórodds frá Þóroddsstöðum frá síðasta landsmóti 8,74. 2.7.2006 07:00 Hrósar Zarqawi 2.7.2006 07:00 Til aðstoðar ferðamönnum Alls munu fjórar björgunarsveitir á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar verða staðsettar á hálendi Íslands frá og með deginum í gær og fram til 18. ágúst í þeim tilgangi að aðstoða ferðamenn og fækka slysum. 2.7.2006 06:45 Segja hryðjuverk skilgreind of vítt Skýrsla um hryðjuverkavarnir á Íslandi mætir talsverðri gagnrýni. Hægt að fella nánast hvað sem er undir hryðjuverk vegna of víðtækrar skilgreiningar; þrengt yrði að mannréttindum á Íslandi, segir hæstaréttarlögmaður. 2.7.2006 06:45 Fá bætur í allt að þrjá mánuði Í gær tóku gildi ný lög um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna. 2.7.2006 06:45 Gagnrýni á skilgreiningu 2.7.2006 06:15 Engin kona komst á þing Umbótasinnar hlutu meirihluta þingsæta í kosningunum sem fram fóru í Kúveit á fimmtudag, en engin kona komst á þing. 2.7.2006 06:15 Norska strandgæslan sýnir klærnar Norska strandgæslan færði í morgun portúgalskan togara til hafnar í Vadsö í Norður-Noregi vegna meintra ólöglegra veiða. 1.7.2006 20:00 Koizumi er kóngurinn Elvis Presley er ein dáðasta poppstjarna allra tíma og raunar eru margir þeirrar skoðunar að hann sé ennþá sprelllifandi. Hvað sem er hæft í þeim orðrómi þá gaf forsætisráðherra Japans kónginum nýtt líf í gær á sinn einstaka hátt. 1.7.2006 19:15 Sjá næstu 50 fréttir
160 milljónir reykja hass Rúmlega 160 milljónir jarðarbúa reykja kannabisefni að staðaldri, enda þótt efnið sé orðið mun hættulegra en áður. Ríkisstjórnir Evrópu skella skollaeyrum við sívaxandi kókaínneyslu íbúa álfunnar. Þetta er fullyrt í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna um fíkniefnavandann. 2.7.2006 20:00
Harkan eykst fyrir botni Miðjarðarhafs Árásir Ísraelshers á Gaza-ströndina fara stöðugt harðnandi en í nótt voru skrifstofur forsætisráðherra heimastjórnarinnar gjöreyðilagðar í eldflaugaárás. Hungur er farið að sverfa að íbúum svæðisins þar sem öll landamæri þess hafa lokast vegna árásanna. 2.7.2006 18:45
Leit hætt að kajakræðara Hátt í fjörutíu manns leituðu í allan dag að erlendri konu á kajak í Seyðisfirði og fjörðunum þar í kring. Boð komu frá henni í morgun á neyðarrás fyrir skip og mátti skilja þau sem neyðarboð. Ísraelsk kona fannst á kajak í Norðfirði fyrr í dag en hún segir boðin ekki hafa komið frá sér. 2.7.2006 18:32
Hjón með börn hætt komin Hjón með tvö ung börn voru hætt komin í dag er bíll þeirra færðist með straumnum í á við Stöng í Þjórsárdal. Björgunarsveitir aðstoðuðu ferðafólkið sem ekki varð meint af óhappinu. 2.7.2006 17:53
Forsetakosningar í Mexíkó Forsetakosningar standa yfir í Mexíkó og er útlit fyrir afar tvísýn úrslit. Tveir frambjóðendur þykja líklegastir til að taka við stjórnartaumunum af Vicente Fox, sem hefur verið við völd síðastliðin sex ár. 2.7.2006 17:15
Víðtæk leit gerð að konu á kajak Fjörutíu til fimmtíu manns og í það minnsta sjö björgunarbátar leita að erlendri konu sem lenti í hafvillu á kajak á Seyðisfirði í morgun. Björgunarsveitirnar á Seyðisfirði og Neskaupstað voru kallaðar út rétt fyrir hádegi en leitin hefur enn engan árangur borið. Konan hafði samband við Landhelgisgæsluna á tólfta tímanum og bað um aðstoð við að komast í land vegna þoku. 2.7.2006 16:34
Forseti Íslands flytur aðalræðu á Heimsþingi Lions Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands mun á morgun, 3. júlí flytja aðalræðu á Heimsþingi Lions hreyfingarinnar sem haldin er í Boston. Alþjóðaforseti Lions hreyfingarinnar, Ashok Mehta frá Indlandi, bauð forseta Íslands að flytja aðalræðu heimsþingsins. 2.7.2006 15:07
Eftirlýstir Írösk stjórnvöld gáfu í dag út lista yfir 41 mann sem þeir vilja koma lögum yfir. Á meðal þeirra sem komast á listann eru Sadjída Tulfah, eiginkona Saddams Hussein, fyrrverandi forseta, og dóttir þeirra Raghad, en þær búa í Katar og Jórdaníu. 2.7.2006 14:11
Misheppnað heimsmet Denzil St. Clair, íbúi í Spencer í Ohio-ríki í Bandaríkjunum mistókst í gær að setja heimsmet í býflugnaskeggi. 2.7.2006 13:23
Mikil ölvun á útihátíðum Mikil ölvun var á útihátíðum víðs vegar um land í nótt. Á Ólafsvík myndaðist biðröð við heilsugæslu bæjarins vegna pústra manna á milli. 2.7.2006 12:52
Berserksgangur í Svíþjóð Maður í hermannabúningi gekk berserksgang í bænum Täby, skammt norður af Stokkhólmi, snemma í morgun þar sem hann skaut úr sjálfvirkum riffli í gríð og erg. 2.7.2006 12:45
Goðsögn að leikskólakennarar hætti vegna lágra launa Það er goðsögn að starfsfólk leikskóla hætti vegna lágra launa, samkvæmt nýlegri rannsókn. Flestir virðast líta á leikskólana sem ,,vertíðarvinnustað'' og lykilatriði að breyta því svo betur haldist á starfsfólki, segir lektor við Háskólann í Reykjavík. 2.7.2006 12:33
Bílvelta milli Geysis og Gullfoss Bílvelta varð hjá bænum Múla milli Geysis og Gullfoss rétt fyrir klukkan sex í morgun. Tveir piltar og ein stúlka, öll á tvítugsaldri voru flutt á Landspítala- Háskólasjúkrahúss með minniháttar meiðsli. 2.7.2006 12:21
Banaslys í Skagafirði Stúlka um tvítugt lést í bílslysi við Varmahlíð í Skagafirði snemma í morgun. Tvær stúlkur til viðbótar eru í lífshættu á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Önnur þeirra ók bílnum. 2.7.2006 11:57
Kona á kajak lenti í hafvillu á Seyðisfirði Erlend kona lenti í hafvillu á Seyðisfirði á tólfta tímanum í dag. Björgunarsveitirnar á Seyðisfirði og Neskaupstað leita að konunni eins og er. Engin hætta er á ferðum en konan hafði samband við Landhelgisgæsluna um að aðstoða sig við að komast í land vegna þoku. 2.7.2006 11:41
Ísraelsher heldur áfram árásum sínum Ísraelsher heldur áfram árásum sínum á skotmörk á Gaza-ströndinni. Í gærkvöld skutu orrustuþotur flugskeytum að skrifstofum forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar Ismail Haniyeh og kviknaði í húsinu í kjölfarið. 2.7.2006 11:01
Discovery ekki á loft vegna veðurs Ekkert varð af leiðangri geimferjunnar Discovery sem fyrirhugaður var í gærkvöld. Þrumuveður setti strik í reikninginn. 2.7.2006 10:58
Bin Laden gefur frá sér yfirlýsingu Osama bin Laden, leiðtogi al-Kaída hryðjuverkanetsins, sagðist í yfirlýsingu í gær styðja eftirmann Abu Musab al-Zarqawi til að leiða baráttu al-Kaída í Írak. 2.7.2006 10:53
Landsmót hestamanna Um 11 þúsund manns eru á Landsmóti hestamanna á Vindheimamelum sem lýkur í dag. Papar léku á stórdansleik í gærkvöldi og að sögn fjölmiðlafulltrúa mótsins ætlaði allt um koll að keyra þegar þeir stigu á stokk. Dansleikurinn fór að sögn lögreglu vel fram en þegar líða tók á nóttina var nokkuð mikill erill hjá lögreglu vegna ölvunnar og minniháttar fíkniefnamála. Búast má við mikilli umferð frá mótsstað seinni part dags og er fólk hvatt til að fara varlega. 2.7.2006 10:11
Mikil ölvun á færeyskum dögum Mikil ölvun var í Ólafsvík í nótt og svo mikið var um líkamsárásir að biðröð myndaðist við heilusgæslu bæjarins. 2.7.2006 10:09
Alvarlegt bílslys Alvarlegt bílslys varð fyrir utan Varmahlíð í Skagafirði þegar bíll fór útaf vegi nú undir morgun. Að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki voru fimm í bílnum og voru tveir þeirra sendir með þyrlu til aðhlynningar á Lansdspítalann. Þangað komu þeir fyrir stundu. Enn hafa engar upplýsingar fengist um líðan þeirra. 2.7.2006 10:08
Stjórnin ætti að segja af sér Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi áminningu sem Landspítalinn veitti Stefáni Matthíassyni ólögmæta.Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi áminningu sem Landspítalinn veitti Stefáni Matthíassyni ólögmæta. 2.7.2006 08:30
Vörur varnarliðsins dýrari en fólk hélt Fjöldi fólks mætti í Sigtúnið í gær til að skoða muni varnarliðsins. Búið að losa tuttugu gáma af vörum og fleiri að bætast við enda varnarliðið á förum. 2.7.2006 08:15
Ekki færri ákærðir í Reykjavík síðan 1996 Samkvæmt ársskýrslu lögreglustjórans í Reykjavík voru 856 einstaklingar ákærðir af embættinu á síðasta ári. Þetta er minnsti fjöldi ákærðra einstaklinga síðan 1996. Á síðasta ári voru karlar 87 prósent ákærðra. 2.7.2006 08:00
Vilja bætta heimaþjónustu Landsþing Kvenfélagasambands Íslands var haldið í 34. sinn um síðustu helgi, í Íþróttahöllinni á Akureyri. 2.7.2006 07:45
Blóðugt blaðastríð framundan David Montgomery, nýr eigandi fjölmiðlasamsteypunnar Orkla Media, er reiðubúinn undir blóðugt stríð á dagblaðamarkaði í Danmörku þegar útgáfa fríblaðs að hætti Fréttablaðsins hefst á helstu þéttbýlisstöðumí haust. 2.7.2006 07:45
Veruleg hætta skapaðist föstudagskvöld var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út til Vestmannaeyja til þess að flytja sjúkling til Reykjavíkur vegna þess að sjúkraflugvélin var ekki til staðar. Samkvæmt samningi við Heilbrigðisráðuneytið ber fyrirtækinu skylda til þess að hafa vélina ávallt til taks í Vestmannaeyjum en Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, segir að það hafi ítrekað komið fyrir að vélin hafi ekki verið til staðar þegar þörf hefur verið á henni. Landsflug tók við sjúkrafluginu 1. janúar í ár en áður sinnti Flugfélag Vestmannaeyja því. 2.7.2006 07:45
Viðræður við ETA José Luis Rodriguez Zapatero, forætisráðherra Spánar, tilkynnti á blaðamannafundi á fimmtudag að hann hygðist hefja „langar og erfiðar“ friðarviðræður við hin alræmdu ETA-samtök aðskilnaðarsinnaðra Baska. Í viðræðunum verður einblínt á endalok sjálfra samtakanna og örlög fimm hundruð baskneskra fanga sem dúsa í spænskum fangelsum, vegna tengsla við ETA. Sjálfstæði Baskalands verður ekki til umræðu. 2.7.2006 07:45
Íbúðalánin dýrari Íbúðalánasjóður hefur í kjölfar útboðs á íbúðabréfum ákveðið að hækka útlánsvexti íbúðalána sjóðsins um 0,10 prósentustig og verða þeir 4,95 prósent. Lán með sérstöku uppgreiðsluálagi verða með 0,25 punkta lægri vöxtum eða 4,70 prósent. 2.7.2006 07:30
Seldu líkama sambýliskvenna Sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi hefur kynnt árlega skýrslu um mansal hér á landi. Í kjölfar skýrslunnar gaf Alþjóðahús frá sér yfirlýsingu um að beinar rangfærslur væri að finna í skýrslunni þar sem vitnað er í lögfræðing Alþjóðahúss. Í yfirlýsingunni kemur fram að um sé að ræða trúnaðarupplýsingar sem áttu sér stað á milli lögfræðings Alþjóðahúss og skýrsluhöfundar með því fororði að þær mætti ekki rekja til upplýsingagjafa. 2.7.2006 07:30
Segja fólkið vera agndofa Byggðaráð Norðurþings og Langanesbyggðar á Norðausturlandi mótmæla áformum ríkisstjórnarinnar um frestun vegaframkvæmda í fjórðungnum harðlega og telja að framkvæmdir til að slá á þenslu í samfélaginu eigi ekki að koma til framkvæmda í landshlutum þar sem þensluáhrifa gætir ekki og hefur ekki gætt á undanförnum misserum. Þvert á móti hafi þar verið samdráttur og fólksfækkun á síðustu áratugum. 2.7.2006 07:30
Segja ísraelska gíslinn á lífi Ísraelski hermaðurinn sem numinn var á brott af herskáum Palestínumönnum síðastliðinn sunnudag er á lífi og í bærilegu ástandi að sögn palestínsks embættismanns. Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, sagði í gærkvöldi að næstu klukkustundir myndu skipta sköpum í deilunni milli ísraelskra og palestínskra stjórnvalda. 2.7.2006 07:30
Ekki minnast á guð í ræðum Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hvatti danska stjórnmálamenn og ráðamenn til þess að forðast að vísa til guðs í opinberum ræðuflutningi. 2.7.2006 07:30
Óskar eftir opinberri úttekt Elliði Vignisson bæjarstjóri Vestmannaeyja sendi á föstudag beiðni til Heilbrigðisráðuneytisins þar sem hann óskar eftir opinberri úttekt á stöðu sjúkraflugs til Vestmannaeyja. Beiðnina sendi hann vegna þess að það hefur ítrekað gerst að sjúkraflugvél er ekki til staðar í Vestmannaeyjum þegar þörf er á henni. 2.7.2006 07:15
Rokkað saman í ráðuneytinu Það var glatt á hjalla hjá ráðherrunum Sturlu Böðvarssyni og Magnúsi Stefánssyni þegar þeir tóku lagið saman í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu á dögunum. Þeir rifjuðu upp gömlu árin í poppbransanum en Magnús var um tíma landsþekktur poppari og Sturla vinsæll á sveitaböllum. 2.7.2006 07:00
Fimmta heimsmetið Daníel Jónsson stekkur sveittur af baki eftir að hafa sýnt stóðhestinn Stála frá Kjarri sem hlaut hæstu einkunn sem um getur í kynbótadómi. Daníel hefur sýnt alls 27 hross á landsmótinu og mörg þeirra oftar en einu sinni. Stáli hlaut 8,76 í aðaleinkunn og sló þar með met Þórodds frá Þóroddsstöðum frá síðasta landsmóti 8,74. 2.7.2006 07:00
Til aðstoðar ferðamönnum Alls munu fjórar björgunarsveitir á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar verða staðsettar á hálendi Íslands frá og með deginum í gær og fram til 18. ágúst í þeim tilgangi að aðstoða ferðamenn og fækka slysum. 2.7.2006 06:45
Segja hryðjuverk skilgreind of vítt Skýrsla um hryðjuverkavarnir á Íslandi mætir talsverðri gagnrýni. Hægt að fella nánast hvað sem er undir hryðjuverk vegna of víðtækrar skilgreiningar; þrengt yrði að mannréttindum á Íslandi, segir hæstaréttarlögmaður. 2.7.2006 06:45
Fá bætur í allt að þrjá mánuði Í gær tóku gildi ný lög um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna. 2.7.2006 06:45
Engin kona komst á þing Umbótasinnar hlutu meirihluta þingsæta í kosningunum sem fram fóru í Kúveit á fimmtudag, en engin kona komst á þing. 2.7.2006 06:15
Norska strandgæslan sýnir klærnar Norska strandgæslan færði í morgun portúgalskan togara til hafnar í Vadsö í Norður-Noregi vegna meintra ólöglegra veiða. 1.7.2006 20:00
Koizumi er kóngurinn Elvis Presley er ein dáðasta poppstjarna allra tíma og raunar eru margir þeirrar skoðunar að hann sé ennþá sprelllifandi. Hvað sem er hæft í þeim orðrómi þá gaf forsætisráðherra Japans kónginum nýtt líf í gær á sinn einstaka hátt. 1.7.2006 19:15