Erlent

Misheppnað heimsmet

Denzil St. Clair, íbúi í Spencer í Ohio-ríki í Bandaríkjunum mistókst í gær að setja óvenjulegt heimsmet.

ann ætlaði að freista þess að safna stærsta býflugnaskeggi allra tíma og til að gera það þakti hann sjálfan sig með hungangi og geymdi auk þess á sér litla kassa sem í voru býflugnadrottningar. Fyrr en varði var hann alþakinn suðandi býflugum og þegar mest var vó býflugnakösin alls 37 kíló. Það er hins vegar 7 kílóum minna en núverandi heimsmet í þessari furðulegu íþrótt. St. Clair var stunginn 25 sinnum á meðan tilrauninni stóð. Að henni lokinn sagði hann að sér hefði liðið á meðan eins og hann væri blindur og vafinn mjög heitum handklæðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×