Fleiri fréttir Önnur belgísku telpnanna jarðsungin Belgíska stúlkan Nathalie Mahy, sem ásamt stjúpsystur sinni var misþyrmt og myrt í síðasta mánuði, var borin til grafar í borginni Liege í morgun. 1.7.2006 15:20 Einleikjahátíð á Ísafirði Hin árlega leiklistarhátíð Act Alone stendur nú yfir á Ísafirði og lýkur á morgun. Fullt var á opnunar sýningu hátíðarinnar og er hátíðin almennt mjög vel sótt. 1.7.2006 14:59 Sex tvíburapör á 32 klukkustundum Sá fáheyrði atburður gerðist á fæðingardeildinni á Sparrow-sjúkrahúsinu í Lansing í Michiganríki í Bandaríkjunum í vikunni að þar komu í heimin sex tvíburapör á aðeins 32 klukkstundum. Fyrstu tvíburarnir fæddust snemma á þriðjudagsmorguninn og svo fylgdu fimm í kjölfarið. Aðeins eitt stúlkupar var í þessum fríða hópi. Allar fæðingarnar gengu hratt og vel fyrir sig og heilsast bæði mæðrum og börnum vel. Ein móðirin fæddi tvo drengi sem voru 16 merkur hvor. Ekki er vitað hvort um heimsmet sé að ræða en starfsmenn Heimsmetabókar Guinness kanna nú málið. 1.7.2006 13:45 Rólegt á Landsmóti hestamanna í nótt Allt var með ró og spekt á Landsmóti hestamanna í Skagafirði í nótt. Nokkrir voru þó teknir fyrir ölvunar akstur innan svæðis undir morgun. Lögreglan á Sauðárkróki segir að það sé óvenju gott ástand á svæðinu, miðað við fólksfjölda, en hátt í níu þúsund manns voru komnir á mótið í gærkvöldi. Mikill fjöldi fólks streymdi inn á svæðið í gær til að eyða þar helginni. Umferð var því að vonum þung og undir kvöldið hafði um 10 km löng bílaröð myndast frá mótsvæði til Varmahlíðar. 1.7.2006 13:30 Um 10.000 manns á Landsmóti Nóttin var með rólegasta móti á Landsmóti hestamanna að Vindheimamelum. Nálægt tíu þúsund manns eru nú á svæðinu en mótinu líkur á morgun. Einhver væta féll á gesti í nótt en í morgun braust sólin fram og að sögn Huldu G. Geirsdóttur fjölmiðlafulltrúa mótsins fer vel um fólkið, þótt töluvert sé farið að þéttast á svæðinu. 1.7.2006 13:30 Discovery á loft í kvöld Góðar líkur eru á að geimferjunni Discovery verði skotið á loft frá Canaveral-höfða í Flórída í kvöld. Slæm veðurspá undanfarinna daga hefur batnað mikið og þrumuveðrið á svæðinu er nánast gengið niður. 1.7.2006 13:23 Landhelgisgæslan áttatíu ára Landhelgisgæslan fagnaði áttatíu ára afmæli sínu í dag og boðið var til veislu í varðskipinu Óðni. Einnig var verið að fagna nýjum lögum um Landhelgisgæsluna sem taka gildi á morgun. Tvö varðskip sigldu inn höfnina fánum prýdd, skipslúðrar voru þeyttir og skotið var úr fallbyssum. Georg Lárusson, forstjóri 1.7.2006 13:11 Samfylkingin bretti upp ermar Samfylkingin þarf að bretta upp ermar ef ekki á illa að fara í næstu kosningum, segir varaþingmaður flokksins í norðausturkjördæmi. Ekki er hægt að kenna formanninum einum um hversu illa gengur. Samfylkingin mældist aðeins með rúmlega 24% prósenta fylgi í skoðanakönnun. Fréttablaðsins í gær. Fylgið er heilum 6%-stigum undir kjörfylgi í síðustu kosningum, -og hið minnsta sem flokkurinn hefur mælst með í könnunum eftir kosningarnar 2003. Sjálfstæðisflokkurinn og minni flokkarnir vinna hins vegar á. 1.7.2006 12:54 Tæplega 10 þúsund manns komnir á Vindheimamela í Skagafirði Tæplega 10 þúsund manns eru komnir á Vindheimamela í Skagafirði til þess að fylgjast með Landsmóti hestamanna. Í gærkvöldi var haldinn stórdansleikur með Todmobil sem stóð fram eftir nóttu og að sögn lögreglu á svæðinu fór allt vel fram fyrir utan einstaka pústra. 1.7.2006 12:20 Íbúðalánasjóður hækkar húsnæðisvexti Íbúðalánasjóður hefur hækkað húsnæðisvexti sína um 0,1 prósent og eru þeir nú 4,95 prósent. Þetta er gert eftir útboð á íbúðabréfum sem haldið var í fyrradag að því er fram kemur í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði til Kauphallar Íslands. 1.7.2006 11:45 Landsbjörg kemur útlendingum til bjargar Björgunarsveitarmenn í Landsbjörgu, sem hleyptu af stokki nýju slysavarnaverkefni á hálendinu í gær, biðu ekki lengi eftir fyrsta viðfangsefninu. Þeir komu útlendum ferðamönnum til aðstoðar í gærkvöld. Björgunarsveitarmenn verða á fjórum stöðum á hálendinu í sumar með það að markmiði að fækka slysum. 1.7.2006 11:45 Afmælishátíð Landsbankans Í dag býður Landsbankinn öllum landsmönnum til veislu í tilefni 120 ára afmælis bankans. Hátíðin verður haldin á alls 14 stöðum á landinu öllu og hefst hún kl. 12:00 í miðbæ Reykjavíkur en 12:30 víðast hvar annars staðar. Björgólfur Guðmundsson mun ávarpa gesti kl. 13:00 á Ingólfstorgi í Reykjavík og verður 120 metra kaka staðsett í Austurstræti sem gestir geta gætt sér á. Þegar Björgólfur hefur talað munu fjölmargir kórar syngja afmælissönginn fyrir bankann samtímis á öllum hátíðarstöðum landsins. Sýnt verður beint frá ávarpi Björgólfs úti á landi og boðið verður upp á eins kökur. 1.7.2006 11:44 Færeyskir dagar í Ólafsvík Færeyskir dagar hófust í Ólafsvík í gær. Töluverð ölvun var í bænum og hafði lögreglan í nógu að snúast. Öflug gæsla er á staðnum og hefur komist upp um þrjú minni háttar fíkniefnamál þar sem bútur af hassi hefur fundist á hátíðargestum. Um 5.000 manns eru í bænum vegna hátíðarinnar. 1.7.2006 11:30 Bílslys á Snæfellsvegi Tveir voru fluttir með þyrlu á sjúkrahús í Reykjavík í nótt eftir alvarlegt bílslys á Snæfellsnesvegi. Hvorugir eru þó í lífshættu. Slysið átti sér stað rétt fyrir klukkan fimm við Hólslæk skammt frá Kvíabryggju. 1.7.2006 11:05 Gíslinn er enn á lífi Palestínskur aðstoðarráðherra segist hafa haft spurnir af því að líðan ísraelska gíslsins væri stöðug eftir að hann fékk í sig þrjú skotsár. 1.7.2006 10:45 Reyndu að stinga lögguna af Lögreglan í Reykjavík mátti hafa sig alla við í nótt þegar tveir ölvaðir ökumenn gerðu tilraunir til að stinga laganna verði af. 1.7.2006 10:23 Hátt í sjötíu týndu lífi Að minnsta kosti 66 biðu bana þegar bílsprengja sprakk á markaði í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Þá var þingkonu úr hópi súnnía rænt af óþekktum byssumönnum. 1.7.2006 10:09 Færeyskir dagar vel sóttir Að sögn Þóris Rúnars Geirssonar, varðstjóra lögreglunnar á Snæfellsnesi, búast menn við rúmlega sex þúsund gestum á færeyska daga í Ólafsvík. Í fyrra heimsóttu á bilinu fimm til sex þúsund manns hátíðina. 1.7.2006 07:45 Helmingur styður sitjandi ríkisstjórn Tæplega 51 prósent segist styðja núverandi ríkisstjórn undir forsæti Geirs H. Haarde sem er heldur minna en samanlagt fylgi ríkistjórnarflokkanna. Meirihluti íbúa á höfuðborgarsvæðinu styður ekki ríkisstjórnina. Mun meiri stuðningur utan höfuðborgarsvæðið. 1.7.2006 07:45 Sýnir ógöngur málsins "Þessi niðurstaða sýnir í hvers konar ógöngum saksóknari er með málið og niðurstaðan er auðvitað jákvæðar fréttir," segir Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, um niðurstöðu héraðsdóms í Baugsmálinu í gær. 1.7.2006 07:45 Skemmtiferðaskipin full af Þjóðverjum Þau verða tæp áttatíu, skemmtiferðaskipin sem koma til Reykjavíkur í sumar. Þjóðverjar eru fjölmennastir í hópi farþega sem koma sjóleiðis til Íslands. 1.7.2006 07:30 Lækka um 50 milljónir á ári Fóðurtollar verða afnumdir á hráefni til fóðurgerðar og tollur á fullbúnar fóðurblöndur lækkar um helming samkvæmt nýrri reglugerð landbúnaðarráðuneytisins. Breytingin tekur gildi 1. júlí. 1.7.2006 07:30 Deilt um erlent eignarhald Sala norsku fjölmiðlasamsteypunnar Orkla Media til breska fjölmiðlafyrirtækisins Mecom hefur hrundið af stað umræðu í Noregi um kosti og galla erlends eignarhalds á fjölmiðlum þar í landi. 1.7.2006 07:15 Hefur áhrif á námsárangur Á alþjóðlegri ráðstefnu sem haldin var á dögunum um heilsusamlegar byggingar kom fram að loftgóðar skólastofur bæta námsárangur. Flestir eyða um 90 til 95 prósentum ævi sinnar innandyra og margir eyða innan við klukkutíma utanhúss á dag. 1.7.2006 07:15 Úrskurðurinn breytir engu 1.7.2006 07:15 Mætti strax aftur til vinnu Sundlaugin á Eskifirði var opnuð aftur í gær eftir að hafa verið tæmd og hreinsuð vandlega vegna klórgasmengunarinnar frá því á þriðjudaginn. Margir lögðu leið sína í laugina yfir daginn og enginn beygur var í fólki vegna slyssins að sögn Andra Bergmanns Þórhallssonar sundlaugarvarðar. 1.7.2006 07:15 Bæturnar verða tekjutengdar Ný lög um atvinnuleysisbætur taka gildi í dag. Samkvæmt þeim eiga einstaklingar nú rétt á tekjutengdum atvinnuleysisbótum fyrstu þrjá mánuði atvinnuleysis, sem nema 70 prósent af heildarlaunum viðkomandi, en þó aldrei hærri fjárhæð en 185.400 krónum á mánuði. 1.7.2006 07:15 Fannst hann vera snuðaður og reiddist Kópavogsbúi keypti Voltaren Rapid hjá Lyfjum og heilsu áður en verðkönnun ASÍ var gerð. Honum var ekki bent á samheitalyf. Hefði hann farið í Garðs Apótek, þar sem vísað er á samheitalyf, hefði hann sparað sér 1.500 krónur. 1.7.2006 07:15 Bangsarnir gerðir þyngri Árum saman hafa bandarísk börn bætt á sig sífellt fleiri aukakílóum og verður þessi þróun heilbrigðiskerfinu þar í landi æ þyngri byrði. 1.7.2006 07:00 Ósammála rökstuðningnum Það er engin hoppandi gleði hjá okkur yfir úrskurðinum. Mér finnst þetta þunnur rökstuðningur og rangur, ég er ósammála honum og tel að hann standist ekki, segir Brynjar Níelsson, lögmaður Jóns Geralds Sullenberger. 1.7.2006 07:00 Telpurnar voru kyrktar Belgísku telpurnar tvær sem fundust látnar á miðvikudag í Belgíu eftir tæplega þriggja vikna leit, voru báðar myrtar, að sögn belgískra saksóknara. Þær voru báðar kyrktar og hafði eldri telpunni verið nauðgað fyrir dauða hennar. Líkin voru krufin á fimmtudag. 1.7.2006 07:00 Gagnrýnandi íslamstrúar varð ríkisstjórn að falli Hollenska ríkisstjórnin hefur sagt af sér eftir þriggja ára setu vegna ágreinings um mál þingkonunnar Ayaan Hirsi Ali, sem svipt var ríkisborgararétti sínum nýverið. Sviptingin hefur verið dregin til baka, en Hirsi Ali er farin úr landi. 1.7.2006 06:45 Beltið reyndist rangt tengt Sprengjubeltið sem fjarlægt var af manni í Stokkhólmi í Svíþjóð um síðustu helgi var rangt tengt og hefði því ekki getað sprungið í loft upp, að sögn sænsks saksóknara. 1.7.2006 06:45 Adrenalín flæddi á vellinum Hestamennska er sport fyrir alla fjölskylduna. Það lýsir sér kannski best í þeirri breidd sem er á aldri keppenda á Landsmóti hestamanna á Vindheimamelum. Þar er yngsti keppandinn rétt um níu ára en sá elsti 76 ára. 1.7.2006 06:45 Samfylkingin tapar fylgi Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup mælist Samfylkingin nú með 25 prósent fylgi og tapar fjórum prósentum frá síðasta mánuði. Þetta kom fram í fréttum Sjónvarpsins í gær. 1.7.2006 06:15 Harma viðbrögð ráðherra Lyfjafræðingar Lyfja og heilsu hafa sent bréf til heilbrigðisráðherra þar sem þeir segjast telja ráðherrann hafa vegið alvarlega að starfsheiðri þeirra með yfirlýsingum um lyfjaverð og þjónustu lyfjafræðinga síðustu daga og harma viðbrögð ráðherra. 1.7.2006 06:15 Rúmlega 8.000 á síðasta ári Hér á landi voru notuð 8.065 dýr við leyfisskyldar dýratilraunir í fyrra, samkvæmt ársskýrslu Yfirdýralæknis. 1.7.2006 06:15 Sjá næstu 50 fréttir
Önnur belgísku telpnanna jarðsungin Belgíska stúlkan Nathalie Mahy, sem ásamt stjúpsystur sinni var misþyrmt og myrt í síðasta mánuði, var borin til grafar í borginni Liege í morgun. 1.7.2006 15:20
Einleikjahátíð á Ísafirði Hin árlega leiklistarhátíð Act Alone stendur nú yfir á Ísafirði og lýkur á morgun. Fullt var á opnunar sýningu hátíðarinnar og er hátíðin almennt mjög vel sótt. 1.7.2006 14:59
Sex tvíburapör á 32 klukkustundum Sá fáheyrði atburður gerðist á fæðingardeildinni á Sparrow-sjúkrahúsinu í Lansing í Michiganríki í Bandaríkjunum í vikunni að þar komu í heimin sex tvíburapör á aðeins 32 klukkstundum. Fyrstu tvíburarnir fæddust snemma á þriðjudagsmorguninn og svo fylgdu fimm í kjölfarið. Aðeins eitt stúlkupar var í þessum fríða hópi. Allar fæðingarnar gengu hratt og vel fyrir sig og heilsast bæði mæðrum og börnum vel. Ein móðirin fæddi tvo drengi sem voru 16 merkur hvor. Ekki er vitað hvort um heimsmet sé að ræða en starfsmenn Heimsmetabókar Guinness kanna nú málið. 1.7.2006 13:45
Rólegt á Landsmóti hestamanna í nótt Allt var með ró og spekt á Landsmóti hestamanna í Skagafirði í nótt. Nokkrir voru þó teknir fyrir ölvunar akstur innan svæðis undir morgun. Lögreglan á Sauðárkróki segir að það sé óvenju gott ástand á svæðinu, miðað við fólksfjölda, en hátt í níu þúsund manns voru komnir á mótið í gærkvöldi. Mikill fjöldi fólks streymdi inn á svæðið í gær til að eyða þar helginni. Umferð var því að vonum þung og undir kvöldið hafði um 10 km löng bílaröð myndast frá mótsvæði til Varmahlíðar. 1.7.2006 13:30
Um 10.000 manns á Landsmóti Nóttin var með rólegasta móti á Landsmóti hestamanna að Vindheimamelum. Nálægt tíu þúsund manns eru nú á svæðinu en mótinu líkur á morgun. Einhver væta féll á gesti í nótt en í morgun braust sólin fram og að sögn Huldu G. Geirsdóttur fjölmiðlafulltrúa mótsins fer vel um fólkið, þótt töluvert sé farið að þéttast á svæðinu. 1.7.2006 13:30
Discovery á loft í kvöld Góðar líkur eru á að geimferjunni Discovery verði skotið á loft frá Canaveral-höfða í Flórída í kvöld. Slæm veðurspá undanfarinna daga hefur batnað mikið og þrumuveðrið á svæðinu er nánast gengið niður. 1.7.2006 13:23
Landhelgisgæslan áttatíu ára Landhelgisgæslan fagnaði áttatíu ára afmæli sínu í dag og boðið var til veislu í varðskipinu Óðni. Einnig var verið að fagna nýjum lögum um Landhelgisgæsluna sem taka gildi á morgun. Tvö varðskip sigldu inn höfnina fánum prýdd, skipslúðrar voru þeyttir og skotið var úr fallbyssum. Georg Lárusson, forstjóri 1.7.2006 13:11
Samfylkingin bretti upp ermar Samfylkingin þarf að bretta upp ermar ef ekki á illa að fara í næstu kosningum, segir varaþingmaður flokksins í norðausturkjördæmi. Ekki er hægt að kenna formanninum einum um hversu illa gengur. Samfylkingin mældist aðeins með rúmlega 24% prósenta fylgi í skoðanakönnun. Fréttablaðsins í gær. Fylgið er heilum 6%-stigum undir kjörfylgi í síðustu kosningum, -og hið minnsta sem flokkurinn hefur mælst með í könnunum eftir kosningarnar 2003. Sjálfstæðisflokkurinn og minni flokkarnir vinna hins vegar á. 1.7.2006 12:54
Tæplega 10 þúsund manns komnir á Vindheimamela í Skagafirði Tæplega 10 þúsund manns eru komnir á Vindheimamela í Skagafirði til þess að fylgjast með Landsmóti hestamanna. Í gærkvöldi var haldinn stórdansleikur með Todmobil sem stóð fram eftir nóttu og að sögn lögreglu á svæðinu fór allt vel fram fyrir utan einstaka pústra. 1.7.2006 12:20
Íbúðalánasjóður hækkar húsnæðisvexti Íbúðalánasjóður hefur hækkað húsnæðisvexti sína um 0,1 prósent og eru þeir nú 4,95 prósent. Þetta er gert eftir útboð á íbúðabréfum sem haldið var í fyrradag að því er fram kemur í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði til Kauphallar Íslands. 1.7.2006 11:45
Landsbjörg kemur útlendingum til bjargar Björgunarsveitarmenn í Landsbjörgu, sem hleyptu af stokki nýju slysavarnaverkefni á hálendinu í gær, biðu ekki lengi eftir fyrsta viðfangsefninu. Þeir komu útlendum ferðamönnum til aðstoðar í gærkvöld. Björgunarsveitarmenn verða á fjórum stöðum á hálendinu í sumar með það að markmiði að fækka slysum. 1.7.2006 11:45
Afmælishátíð Landsbankans Í dag býður Landsbankinn öllum landsmönnum til veislu í tilefni 120 ára afmælis bankans. Hátíðin verður haldin á alls 14 stöðum á landinu öllu og hefst hún kl. 12:00 í miðbæ Reykjavíkur en 12:30 víðast hvar annars staðar. Björgólfur Guðmundsson mun ávarpa gesti kl. 13:00 á Ingólfstorgi í Reykjavík og verður 120 metra kaka staðsett í Austurstræti sem gestir geta gætt sér á. Þegar Björgólfur hefur talað munu fjölmargir kórar syngja afmælissönginn fyrir bankann samtímis á öllum hátíðarstöðum landsins. Sýnt verður beint frá ávarpi Björgólfs úti á landi og boðið verður upp á eins kökur. 1.7.2006 11:44
Færeyskir dagar í Ólafsvík Færeyskir dagar hófust í Ólafsvík í gær. Töluverð ölvun var í bænum og hafði lögreglan í nógu að snúast. Öflug gæsla er á staðnum og hefur komist upp um þrjú minni háttar fíkniefnamál þar sem bútur af hassi hefur fundist á hátíðargestum. Um 5.000 manns eru í bænum vegna hátíðarinnar. 1.7.2006 11:30
Bílslys á Snæfellsvegi Tveir voru fluttir með þyrlu á sjúkrahús í Reykjavík í nótt eftir alvarlegt bílslys á Snæfellsnesvegi. Hvorugir eru þó í lífshættu. Slysið átti sér stað rétt fyrir klukkan fimm við Hólslæk skammt frá Kvíabryggju. 1.7.2006 11:05
Gíslinn er enn á lífi Palestínskur aðstoðarráðherra segist hafa haft spurnir af því að líðan ísraelska gíslsins væri stöðug eftir að hann fékk í sig þrjú skotsár. 1.7.2006 10:45
Reyndu að stinga lögguna af Lögreglan í Reykjavík mátti hafa sig alla við í nótt þegar tveir ölvaðir ökumenn gerðu tilraunir til að stinga laganna verði af. 1.7.2006 10:23
Hátt í sjötíu týndu lífi Að minnsta kosti 66 biðu bana þegar bílsprengja sprakk á markaði í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Þá var þingkonu úr hópi súnnía rænt af óþekktum byssumönnum. 1.7.2006 10:09
Færeyskir dagar vel sóttir Að sögn Þóris Rúnars Geirssonar, varðstjóra lögreglunnar á Snæfellsnesi, búast menn við rúmlega sex þúsund gestum á færeyska daga í Ólafsvík. Í fyrra heimsóttu á bilinu fimm til sex þúsund manns hátíðina. 1.7.2006 07:45
Helmingur styður sitjandi ríkisstjórn Tæplega 51 prósent segist styðja núverandi ríkisstjórn undir forsæti Geirs H. Haarde sem er heldur minna en samanlagt fylgi ríkistjórnarflokkanna. Meirihluti íbúa á höfuðborgarsvæðinu styður ekki ríkisstjórnina. Mun meiri stuðningur utan höfuðborgarsvæðið. 1.7.2006 07:45
Sýnir ógöngur málsins "Þessi niðurstaða sýnir í hvers konar ógöngum saksóknari er með málið og niðurstaðan er auðvitað jákvæðar fréttir," segir Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, um niðurstöðu héraðsdóms í Baugsmálinu í gær. 1.7.2006 07:45
Skemmtiferðaskipin full af Þjóðverjum Þau verða tæp áttatíu, skemmtiferðaskipin sem koma til Reykjavíkur í sumar. Þjóðverjar eru fjölmennastir í hópi farþega sem koma sjóleiðis til Íslands. 1.7.2006 07:30
Lækka um 50 milljónir á ári Fóðurtollar verða afnumdir á hráefni til fóðurgerðar og tollur á fullbúnar fóðurblöndur lækkar um helming samkvæmt nýrri reglugerð landbúnaðarráðuneytisins. Breytingin tekur gildi 1. júlí. 1.7.2006 07:30
Deilt um erlent eignarhald Sala norsku fjölmiðlasamsteypunnar Orkla Media til breska fjölmiðlafyrirtækisins Mecom hefur hrundið af stað umræðu í Noregi um kosti og galla erlends eignarhalds á fjölmiðlum þar í landi. 1.7.2006 07:15
Hefur áhrif á námsárangur Á alþjóðlegri ráðstefnu sem haldin var á dögunum um heilsusamlegar byggingar kom fram að loftgóðar skólastofur bæta námsárangur. Flestir eyða um 90 til 95 prósentum ævi sinnar innandyra og margir eyða innan við klukkutíma utanhúss á dag. 1.7.2006 07:15
Mætti strax aftur til vinnu Sundlaugin á Eskifirði var opnuð aftur í gær eftir að hafa verið tæmd og hreinsuð vandlega vegna klórgasmengunarinnar frá því á þriðjudaginn. Margir lögðu leið sína í laugina yfir daginn og enginn beygur var í fólki vegna slyssins að sögn Andra Bergmanns Þórhallssonar sundlaugarvarðar. 1.7.2006 07:15
Bæturnar verða tekjutengdar Ný lög um atvinnuleysisbætur taka gildi í dag. Samkvæmt þeim eiga einstaklingar nú rétt á tekjutengdum atvinnuleysisbótum fyrstu þrjá mánuði atvinnuleysis, sem nema 70 prósent af heildarlaunum viðkomandi, en þó aldrei hærri fjárhæð en 185.400 krónum á mánuði. 1.7.2006 07:15
Fannst hann vera snuðaður og reiddist Kópavogsbúi keypti Voltaren Rapid hjá Lyfjum og heilsu áður en verðkönnun ASÍ var gerð. Honum var ekki bent á samheitalyf. Hefði hann farið í Garðs Apótek, þar sem vísað er á samheitalyf, hefði hann sparað sér 1.500 krónur. 1.7.2006 07:15
Bangsarnir gerðir þyngri Árum saman hafa bandarísk börn bætt á sig sífellt fleiri aukakílóum og verður þessi þróun heilbrigðiskerfinu þar í landi æ þyngri byrði. 1.7.2006 07:00
Ósammála rökstuðningnum Það er engin hoppandi gleði hjá okkur yfir úrskurðinum. Mér finnst þetta þunnur rökstuðningur og rangur, ég er ósammála honum og tel að hann standist ekki, segir Brynjar Níelsson, lögmaður Jóns Geralds Sullenberger. 1.7.2006 07:00
Telpurnar voru kyrktar Belgísku telpurnar tvær sem fundust látnar á miðvikudag í Belgíu eftir tæplega þriggja vikna leit, voru báðar myrtar, að sögn belgískra saksóknara. Þær voru báðar kyrktar og hafði eldri telpunni verið nauðgað fyrir dauða hennar. Líkin voru krufin á fimmtudag. 1.7.2006 07:00
Gagnrýnandi íslamstrúar varð ríkisstjórn að falli Hollenska ríkisstjórnin hefur sagt af sér eftir þriggja ára setu vegna ágreinings um mál þingkonunnar Ayaan Hirsi Ali, sem svipt var ríkisborgararétti sínum nýverið. Sviptingin hefur verið dregin til baka, en Hirsi Ali er farin úr landi. 1.7.2006 06:45
Beltið reyndist rangt tengt Sprengjubeltið sem fjarlægt var af manni í Stokkhólmi í Svíþjóð um síðustu helgi var rangt tengt og hefði því ekki getað sprungið í loft upp, að sögn sænsks saksóknara. 1.7.2006 06:45
Adrenalín flæddi á vellinum Hestamennska er sport fyrir alla fjölskylduna. Það lýsir sér kannski best í þeirri breidd sem er á aldri keppenda á Landsmóti hestamanna á Vindheimamelum. Þar er yngsti keppandinn rétt um níu ára en sá elsti 76 ára. 1.7.2006 06:45
Samfylkingin tapar fylgi Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup mælist Samfylkingin nú með 25 prósent fylgi og tapar fjórum prósentum frá síðasta mánuði. Þetta kom fram í fréttum Sjónvarpsins í gær. 1.7.2006 06:15
Harma viðbrögð ráðherra Lyfjafræðingar Lyfja og heilsu hafa sent bréf til heilbrigðisráðherra þar sem þeir segjast telja ráðherrann hafa vegið alvarlega að starfsheiðri þeirra með yfirlýsingum um lyfjaverð og þjónustu lyfjafræðinga síðustu daga og harma viðbrögð ráðherra. 1.7.2006 06:15
Rúmlega 8.000 á síðasta ári Hér á landi voru notuð 8.065 dýr við leyfisskyldar dýratilraunir í fyrra, samkvæmt ársskýrslu Yfirdýralæknis. 1.7.2006 06:15