Innlent

Reyndu að stinga lögguna af

Lögreglan í Reykjavík mátti hafa sig alla við í nótt þegar tveir ökumenn gerðu tilraunir til að stinga laganna verði af.

 

Annar fór yfir á rauðu ljósi á Hverfisgötu. Hann var stöðvaður í Lækjargötunni, en þegar lögregluþjónn steig út úr lögreglubifreiðinni og gekk að hinum stöðvaða bíl til að ræða við ökumanninn, -skipti engum togum að sá tók af stað. Lögreglan fylgdi í humátt á eftir og náði manninum loks við Rauðarárstíg.

 

 

Hinn maðurinn fór yfir á rauðu ljósi, -og á miklum hraða, -norður eftir Gullinbrú í Grafarvogi. Hann virti ekki stöðvunarmerki lögreglu, sem þó tókst að stöðva hann við Dísarborgir Þá reyndi maðurinn að stinga af. Reykjavíkurlöggan var þó fótfrárri en ökufanturinn og hljóp hann uppi við Dísarskóla.

 

 

Vart þarf að taka fram að báðir eru grunaðir um ölvun.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×