Fleiri fréttir Nýr framhaldsskóli í mótun Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra skipaði í janúar síðastliðnum nefnd til að kanna hvernig efla mætti starfsnám til að stuðla að aukinni aðsókn að slíku námi og bæta tengsl starfsnáms á framhaldsskólastigi við grunnskóla- og háskólastig. Tillögur þessarar starfsnámsnefndar, eins og hún var nefnd, liggja nú fyrir og eru metnaðarfullar, jafnvel byltingarkenndar. 12.7.2006 07:00 Hóta annarri vinnustöðvun 12.7.2006 07:00 Tveir möguleikar Sundabrautar kynntir Annar áfangi Sundabrautar hefur verið kynntur í tillögu að matsáætlun, sem fyrirtækið Línuhönnun hf. stóð að. Áfanginn mun vera 8 km langur vegur sem þverar Eiðsvík, Leiruvog og Kollafjörð og eru möguleikarnir tveir, ytri og innri leið. 12.7.2006 07:00 Verstu umferðarhnútarnir óleysanlegir Mislæg gatnamót Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar hefðu mátt sín lítils gegn þeim umferðarþunga sem skapaðist á sunnudag þegar landsmenn flykktust heim úr fríum til að sjá úrslitaleik Frakka og Ítala á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Þetta segir Jóhann Bergmann, deildarstjóri hjá Vegagerðinni. 12.7.2006 07:00 Vildi sprengja hús ráðherra Danskur hægriöfgamaður og innflytjendaandstæðingur, Julius Børgesen, hefur verið handtekinn. Hann hafði hvatt til þess að heimili innanríkis- og heilbrigðisráðherra Danmerkur yrði sprengt með bensínsprengju. 12.7.2006 06:45 Magnús Þór í ráðhúsið Magnús Þór Gylfason hefur verið ráðinn skrifstofustjóri borgarstjóra til ársloka í afleysingum fyrir Kristínu Árnadóttur, sem fer í námsleyfi. 12.7.2006 06:45 Svindl algengara en ekki Í nýlegum úrskurði félagsdóms kemur fram að fyrirtækjum sé skylt að tryggja erlendu starfsfólki sínu viðunandi laun. Félagsdómur tók fyrir mál nokkurra Litháa sem höfðu fengið tuttugu þúsund krónur í mánaðarlaun. Samiðn höfðaði málið fyrir þeirra hönd. Þorbjörn Guðmundsson er framkvæmdastjóri Samiðnar. 12.7.2006 06:45 Samningarnir taka sinn tíma Ali Larijani, aðalsamningamaður Írans í kjarnorkumálum, sagði í gær að það myndi taka langan tíma að komast að samkomulagi í deilu Írans við Bandaríkin, Evrópusambandið, Rússland og fleiri ríki um áform Írana í kjarnorkumálum. 12.7.2006 06:30 Dúkkur hafa lækningarmátt Dúkkur og bangsar geta hjálpað Alzheimer-sjúklingum við að hafa samskipti við annað fólk. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem breskir vísindamenn gerðu á hjúkrunarheimili í Newcastle í Bretlandi, Alzheimer-sjúkdómurinn getur valdið því að fólk tapar vitrænum, félagslegum og tilfinningalegum hæfileikum sínum. Engin lækning er til við honum, en hann herjar helst á aldrað fólk. 12.7.2006 06:30 Ósætti um Alfreð í nýju Blóðbankahúsi Blóðbankinn fær ekki allt húsið að Snorrabraut 60 til afnota eins og yfirlæknir hafði gert ráð fyrir. Efsta hæð hússins fer að hluta til undir framkvæmdanefnd um byggingu hátæknisjúkrahúss með Alfreð Þorsteinsson í fararbroddi. 12.7.2006 06:30 Dagurinn endurskilgreindur Flugumferðarstjórar eru mjög óánægðir með nýlegan úrskurð Félagsdóms, þar sem þeir segja að ný skilgreining orðsins dagur líti dagsins ljós. 12.7.2006 06:30 Tíu vilja starf bæjarstjóra 12.7.2006 06:30 Níu hættu við Hæstbjóðendur í fjórar parhúsalóðir og fimm einbýlishúsalóðir í Úlfarsfelli hafa fallið frá kaupunum. Reykjavíkurborg bauð lóðirnar út og námu allra hæstu tilboðin í þær allt að 21 milljón í einbýlin og 23 milljónum í parhúsalóðirnar. 12.7.2006 06:30 Heimsækir Ísland í vikulok 12.7.2006 06:30 Árið 2007 verði ár jafnra tækifæra Evrópusambandið hefur ákveðið að árið 2007 eigi að hafa þema í þágu jafnra tækifæra fyrir alla. Samkvæmt heimasíðu sambandsins er markmiðið að vekja fólk til umhugsunar um rétt sinn til að njóta jafnra tækifæra og lífs án mismununar. 12.7.2006 06:15 Hagnast um 57 milljarða króna Hagnaður Alcoa nam 744 milljónum Bandaríkjadala eða sem nemur 57 milljörðum íslenskra króna á öðrum fjórðungi þessa árs. Þetta er besta afkoma í sögu fyrirtækisins, en hún er að mestu útskýrð með háu álverði og mikilli eftirspurn. Einnig hefur hagræðing verið aukin og tilkostnaður lækkaður, að sögn Alains Belda, stjórnarformanns Alcoa. 12.7.2006 06:15 Guðni og Siv að íhuga málið Guðni Ágústsson og Siv Friðleifsdóttir segjast bæði vera að íhuga hugsanlegt framboð til forystu í Framsóknarflokknum. Jónína Bjartmarz hefur gefið kost á sér til varaformanns Framsóknarflokksins en hún styður Jón Sigurðsson til formennsku. 11.7.2006 22:59 Hundruðir fylgdu Heiðari til grafar Gríðarlegur fjöldi fylgdi Heiðari Jóhannssyni vélhjólakappa til grafar á Akureyri í dag. Hundruð vélhjólamanna óku Heiðari til heiðurs í líkfylgd sem vart á sér hliðstæðu hér á landi. 11.7.2006 22:58 Sigurlín Bjarney Gísladóttir hlýtur fyrstu verðlaun í glæpasagnasamkeppni Sigurlín Bjarney Gísladóttir hlaut fyrstu verðlaun í glæpasagnasamkeppninni Gaddakylfan en verðlaunin voru afhent í Iðnó í dag. 11.7.2006 22:39 Dökkan reyk lagði frá Járnblendisverksmiðjunni á Grundartanga Reykhreinsibúnaður Járnblendiverksmiðjunnar í Grundartanga bilaði nú í kvöld með þeim afleiðingum að mikinn og dökkan reyk lagði frá verksmiðjunni. 11.7.2006 22:21 Guðni Ágústsson og Siv Friðleifsdóttir íhuga hugsanlegt framboð til forystu. Guðni Ágústsson og Siv Friðleifsdóttir segjast bæði vera að íhuga hugsanlegt framboð til forystu í Framsóknarflokknum. Jónína Bjartmarz hefur gefið kost á sér til varaformanns Framsóknarflokksins en hún styður Jón Sigurðsson til formennsku. 11.7.2006 21:47 Kalt vatn komið á ný Kalt vatn var aftur komið á Seltjarnarnesi og í vestur-og miðbæ Reykjavíkur rétt fyrir klukkan níu í kvöld en kaldavatnslaust hafði verið á þessum stöðum frá klukkan sjö. Grafin hafði verið í sundur kaldavatnsstofnæð á horni Ingólfsstrætis og Sæbrautar sem orsakaði kaldavatnsleysið. 11.7.2006 21:08 Appelsínubyltingin súrnar Ný ríkisstjórn er tekin við völdum í Úkraínu, sem kommúnistar og sósíalistar eiga sæti í, en hún er talin hliðholl valdhöfum í Rússlandi 11.7.2006 20:00 Ekkert kalt vatn í miðborginni Kaldavatnslaust er nú á Seltjarnarnesi og í vestur- og miðbæ Reykjavíkur. Ekki er vitað að svo stöddu hvað veldur en samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitunnir er verið að kanna málið. Við segjum nánar frá þessu þegar frekari upplýsingar berast. 11.7.2006 19:57 Sáðfrumur ræktaðar úr stofnfrumum Vísindamönnum hefur í fyrsta sinn tekist að rækta sáðfrumur úr stofnfrumum. Ekki er þó þar með sagt að ófrjósemi í körlum heyri héðan í frá sögunni til. 11.7.2006 19:30 Methagnaður hjá Alcoa Hagnaður Alcoa Corp. nam 744 milljónum Bandaríkjadala eða sem nemur 57 milljörðum íslenskra króna á öðrum fjórðungi yfirstandandi árs. Þetta er besta afkoma í sögu fyrirtækisins. 11.7.2006 19:16 Notkun kreditkorta 22,2% meiri nú en í fyrra Þenslan kemur meðal annars fram í notkun Íslendinga á kredit- og debetkortum. Kreditkortavelta heimilanna var 22,2% meiri í frá janúar til maí á þessu ári en á sama tíma í fyrra, eða um 90 milljarðar króna. Aukning síðustu tólf mánuði er 18,2% borið saman við tólf mánuðina næstu á undan. Þetta kemur fram í Hagvísum Hagstofunnar. Debetkortavelta jókst um 10,4% í janúar til maí 2006. Aukning síðustu tólf mánuði er 14,8%. Samtals jókst innlend greiðslukortavelta heimila síðustu tólf mánuði um 16,3%. Kreditkortavelta Íslendinga erlendis jókst um 34,6%á tímabilinu janúar til maí frá sama tíma árið áður. 11.7.2006 19:13 Níu lóðir standa eftir Níu lóðir í landi Úlfarsárdals standa eftir en þær voru í hópi 104 lóða sem boðnar voru út í febrúar. Lóðirnar verða settar í hóp lóða í sama hverfi sem er óráðstafað. Ekki liggur fyrir með hvaða hætti þeim verður útdeilt. 11.7.2006 18:45 Álagið að sliga hjúkrunarfræðinga Hópur reyndra hjúkrunarfræðinga við Landspítalann er að því kominn að hætta vegna viðvarandi álags, segir formaður félags hjúkrunarfræðinga. Formaður stjórnarnefndar spítalans segir molbúahátt ráða för þegar stjórnvöld ákveði fjárframlög til Landspítalans. 11.7.2006 18:45 Samruni Lyfja og heilsu og Lyfjavers ógildur Samkeppniseftirlitið ógilti í dag samruna lyfsölufyrirtækjanna Lyfja og heilsu og Lyfjavers. Í úrskurðinum segir að skaðlegra áhrifa samrunans hefði að óbreyttu aðallega gætt á markaði fyrir smásölu lyfja og á markaði fyrir lyfjaskömmtun en sá markaður hefur vaxið á undanförnum árum. Í krafti stöðu sinnar hefði félagið takmarkað samkeppni og getað hagað verðlagningu, þjónustu og viðskiptaskilmálum að verulegu leyti án tillits til keppinauta eða viðskiptavina. 11.7.2006 18:34 Dæmdur í fangelsi fyrir að breyta lyfseðli Héraðsdómur Austurlands dæmdi í dag rúmlega fimmtugan karlmann fyrir skjalafals. Í mars á þessu ári framvísaði hann lyfseðli á lyfið Parkódín Forte, sem hann hafði fengið framvísað hjá tannlækni, en afmáði kross aftan við texta sem tilgreindi að lyfseðlinum mætti aðeins framvísa einu sinni. Í stað þess lét hann líta þannig út fyrir að lyfseðilinn mætti afgreiða fjórum sinnum á minnst sjö daga fresti. Maðurinn játaði brot sitt og var það virt til refsilækkunar. Hann var því dæmdur til fangelsi í þrjátíu daga en einnig var litið til þess að hann hefur ekki gerst sekur um refsiverðan verknað áður og því fellur refsingin niður haldi maðurinn skilorð í tvö ár frá því dómur var kveðin upp. 11.7.2006 18:32 Auðvelt að sitja í Seðlabankanum og gagnrýna Það er auðveldara að sitja í Seðlabankanum heldur en að bera ábyrgð í ríkisstjórn þegar kemur að stjórn efnahagsmála, segir forsætisráðherra. Hann er sannfærður um að verðbólgan sé á niðurleið. Davíð Oddsson Seðlabankastjóri sagði fyrir aðeins fimm dögum að aðgerðir Seðlabankans væru of varfærnar ef eitthvað væri. 11.7.2006 18:30 Góðæri hjá útgerðarfélögum Góðæri ríkir nú hjá útgerðarfélögunum þar sem verðmæti fiskiaflans hefur hækkað mikið á þessu ári á sama tíma og gengi krónunnar hefur veikst. Ekki er útlit fyrir að verð á aflanum lækki á næstunni. 11.7.2006 18:02 Yfir 160 sagðir látnir Nú er talið öruggt að hryðjuverkamenn hafi valdið sprengingunum í járnbrautarlestum Múmbei-borgar í dag. Í það minnsta 160 eru sagðir látnir og tæplega fimm hundruð slasaðir í þessum verstu hermdarverkum borgarinnar í meira en áratug. Enn sem komið er hefur enginn lýst yfir ábyrgð á þeim. 11.7.2006 18:00 Haniyeh biðlar til alþjóðasamfélagsins Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínu, biðlaði í dag til alþjóðasamfélagsins um að koma að friðarumleitunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Óöld hefur geisað þar undanfarnar vikur sem kostað hefur tugir manna lífið og mun fleiri hafa særst. 11.7.2006 17:34 Slóvenar taka upp evruna Fjármálaráðherra Evrópusambandsins tilkynnti í dag að umsókn Slóveníu um að taka upp evru sem gjaldmiðil hafi verið samþykkt. Slóvenar verða þar með þrettánda þjóðin til að verða aðili að myntbandalagi Evrópu. 11.7.2006 17:21 Windows 98 út um gluggann Tölvurisinn Microsoft hætti í dag stuðningi við sín stýrikerfi frá árinu "98. Þó mikið vatn hafi runnið til sjávar í heimi tækninnar á þessum árum er enn mikill fjöldi fólks sem nýtir sér þennan búnað. 11.7.2006 17:16 Aukning í debet- og kreditkortaveltu milli ára Þenslan kemur m.a. fram í notkun Íslendinga á kredit- og debetkortum. Kreditkortavelta heimilanna var 22,2% meiri í frá janúar til maí á þessu ári en á sama tíma í fyrra, eða um 90 milljarðar króna. Aukning síðustu tólf mánuði er 18,2% borið saman við næstu tólf mánuði á undan. Þetta kemur fram í Hagvísum Hagstofunnar. Debetkortavelta jókst um 10,4% á tímabilinu janúar til maí 2006. Aukning síðustu tólf mánuði er 14,8%. Samtals jókst innlend greiðslukortavelta heimilanna síðustu tólf mánuði um 16,3%. Kreditkortavelta Íslendinga erlendis jókst um 34,6%á tímabilinu janúar til maí frá sama tíma árið áður. 11.7.2006 17:00 Grímur átti lægra boð í borholur á Norð-Austurlandi Tilboð í borholur á Norð-Austurlandi og uppsetningu blástursbúnaðar voru opnuð í Landsvirkjun í gær. Verkið var boðið út í júní síðastliðnum, en um er að ræða tilraunaboranir fyrir nýtt raforkuver til álframleiðslu á Húsavík. Tvö tilboð bárust, frá Vélsmiðjunni Grími ehf. og frá Stáli og suðu ehf. Tilboð Vélsmiðjunnar Gríms var lægra, rúmlega 8,8 milljónir. Kostnaðaráætlun Landsvirkjunar var upp á 8,5 milljónir. 11.7.2006 16:15 Skáldaganga um gamla kirkjugarðinn Borgarbókasafn Reykjavíkur býður til kvöldgöngu um gamla kirkjugarðinn við Suðurgötu á fimmtudaginn. Skáldin og bókaverðirnir Einar Ólafsson og Jónína Óskarsdóttir munu leiða gönguna, sem er hluti af göngudagskrá menningarstofnana borgarinnar, Kvöldgöngur úr Kvosinni, sem nú er boðið upp á annað árið í röð. 11.7.2006 16:00 Samkeppni um merki fyrir eyfirsk matvæli Félag um verkefni til að auka hróður eyfirsks matvælaiðnaðar hefur efnt til samkeppni um merki fyrir verkefnið. Merkið mun auðkenna eyfirskan matvælaiðnað og veitingahús og vera gæðastimpill á vöru og þjónustu. 11.7.2006 15:45 Rumsfeld í heimsókn í Kabúl Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, kom í óvænta heimsókn til Kabúl í Afganistan í morgun. Þar hitti hann Hamid Karzai, forseta landsins. Talið er að viðræður þeirra muni að mestu snúast um vaxandi andspyrnu talibana í suðurhluta Afganistan og um áform um að NATO taki við af hersveitum Bandaríkjamanna í suðurhlutanum á næstu vikum. 11.7.2006 15:30 Fjölgun ferðamanna mikil Fram kemur í nýlegri skýrslu um erlenda ferðamenn á Íslandi að fjölgun erlendra ferðamanna hefur verið mun hraðari en til dæmis fjölgun landsmanna og vöxtur bílaumferðar síðasta áratuginn. 11.7.2006 14:50 Lifrarbólgutilfellum í hundum fjölgar Á síðustu árum hefur tilfellum lifrarbólgu í hundum farið fjölgandi. Hundar landsins hafa ekki verið bólusettir gegn lifrarbólgu síðustu þrjú ár, vegna þess að þá var hætt að framleiða bóluefni sem notað var gegn lifrabólgu í hundum á Íslandi. 11.7.2006 14:15 Forseti Íslands í kvöldverðarboði í Hvíta húsinu Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og Dorrit Moussaieff forsetafrú sátu í gær kvöldverð í Hvíta húsinu í boði George Bush forseta Bandaríkjanna og Laura Bush forsetafrúar. 11.7.2006 14:02 Sjá næstu 50 fréttir
Nýr framhaldsskóli í mótun Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra skipaði í janúar síðastliðnum nefnd til að kanna hvernig efla mætti starfsnám til að stuðla að aukinni aðsókn að slíku námi og bæta tengsl starfsnáms á framhaldsskólastigi við grunnskóla- og háskólastig. Tillögur þessarar starfsnámsnefndar, eins og hún var nefnd, liggja nú fyrir og eru metnaðarfullar, jafnvel byltingarkenndar. 12.7.2006 07:00
Tveir möguleikar Sundabrautar kynntir Annar áfangi Sundabrautar hefur verið kynntur í tillögu að matsáætlun, sem fyrirtækið Línuhönnun hf. stóð að. Áfanginn mun vera 8 km langur vegur sem þverar Eiðsvík, Leiruvog og Kollafjörð og eru möguleikarnir tveir, ytri og innri leið. 12.7.2006 07:00
Verstu umferðarhnútarnir óleysanlegir Mislæg gatnamót Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar hefðu mátt sín lítils gegn þeim umferðarþunga sem skapaðist á sunnudag þegar landsmenn flykktust heim úr fríum til að sjá úrslitaleik Frakka og Ítala á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Þetta segir Jóhann Bergmann, deildarstjóri hjá Vegagerðinni. 12.7.2006 07:00
Vildi sprengja hús ráðherra Danskur hægriöfgamaður og innflytjendaandstæðingur, Julius Børgesen, hefur verið handtekinn. Hann hafði hvatt til þess að heimili innanríkis- og heilbrigðisráðherra Danmerkur yrði sprengt með bensínsprengju. 12.7.2006 06:45
Magnús Þór í ráðhúsið Magnús Þór Gylfason hefur verið ráðinn skrifstofustjóri borgarstjóra til ársloka í afleysingum fyrir Kristínu Árnadóttur, sem fer í námsleyfi. 12.7.2006 06:45
Svindl algengara en ekki Í nýlegum úrskurði félagsdóms kemur fram að fyrirtækjum sé skylt að tryggja erlendu starfsfólki sínu viðunandi laun. Félagsdómur tók fyrir mál nokkurra Litháa sem höfðu fengið tuttugu þúsund krónur í mánaðarlaun. Samiðn höfðaði málið fyrir þeirra hönd. Þorbjörn Guðmundsson er framkvæmdastjóri Samiðnar. 12.7.2006 06:45
Samningarnir taka sinn tíma Ali Larijani, aðalsamningamaður Írans í kjarnorkumálum, sagði í gær að það myndi taka langan tíma að komast að samkomulagi í deilu Írans við Bandaríkin, Evrópusambandið, Rússland og fleiri ríki um áform Írana í kjarnorkumálum. 12.7.2006 06:30
Dúkkur hafa lækningarmátt Dúkkur og bangsar geta hjálpað Alzheimer-sjúklingum við að hafa samskipti við annað fólk. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem breskir vísindamenn gerðu á hjúkrunarheimili í Newcastle í Bretlandi, Alzheimer-sjúkdómurinn getur valdið því að fólk tapar vitrænum, félagslegum og tilfinningalegum hæfileikum sínum. Engin lækning er til við honum, en hann herjar helst á aldrað fólk. 12.7.2006 06:30
Ósætti um Alfreð í nýju Blóðbankahúsi Blóðbankinn fær ekki allt húsið að Snorrabraut 60 til afnota eins og yfirlæknir hafði gert ráð fyrir. Efsta hæð hússins fer að hluta til undir framkvæmdanefnd um byggingu hátæknisjúkrahúss með Alfreð Þorsteinsson í fararbroddi. 12.7.2006 06:30
Dagurinn endurskilgreindur Flugumferðarstjórar eru mjög óánægðir með nýlegan úrskurð Félagsdóms, þar sem þeir segja að ný skilgreining orðsins dagur líti dagsins ljós. 12.7.2006 06:30
Níu hættu við Hæstbjóðendur í fjórar parhúsalóðir og fimm einbýlishúsalóðir í Úlfarsfelli hafa fallið frá kaupunum. Reykjavíkurborg bauð lóðirnar út og námu allra hæstu tilboðin í þær allt að 21 milljón í einbýlin og 23 milljónum í parhúsalóðirnar. 12.7.2006 06:30
Árið 2007 verði ár jafnra tækifæra Evrópusambandið hefur ákveðið að árið 2007 eigi að hafa þema í þágu jafnra tækifæra fyrir alla. Samkvæmt heimasíðu sambandsins er markmiðið að vekja fólk til umhugsunar um rétt sinn til að njóta jafnra tækifæra og lífs án mismununar. 12.7.2006 06:15
Hagnast um 57 milljarða króna Hagnaður Alcoa nam 744 milljónum Bandaríkjadala eða sem nemur 57 milljörðum íslenskra króna á öðrum fjórðungi þessa árs. Þetta er besta afkoma í sögu fyrirtækisins, en hún er að mestu útskýrð með háu álverði og mikilli eftirspurn. Einnig hefur hagræðing verið aukin og tilkostnaður lækkaður, að sögn Alains Belda, stjórnarformanns Alcoa. 12.7.2006 06:15
Guðni og Siv að íhuga málið Guðni Ágústsson og Siv Friðleifsdóttir segjast bæði vera að íhuga hugsanlegt framboð til forystu í Framsóknarflokknum. Jónína Bjartmarz hefur gefið kost á sér til varaformanns Framsóknarflokksins en hún styður Jón Sigurðsson til formennsku. 11.7.2006 22:59
Hundruðir fylgdu Heiðari til grafar Gríðarlegur fjöldi fylgdi Heiðari Jóhannssyni vélhjólakappa til grafar á Akureyri í dag. Hundruð vélhjólamanna óku Heiðari til heiðurs í líkfylgd sem vart á sér hliðstæðu hér á landi. 11.7.2006 22:58
Sigurlín Bjarney Gísladóttir hlýtur fyrstu verðlaun í glæpasagnasamkeppni Sigurlín Bjarney Gísladóttir hlaut fyrstu verðlaun í glæpasagnasamkeppninni Gaddakylfan en verðlaunin voru afhent í Iðnó í dag. 11.7.2006 22:39
Dökkan reyk lagði frá Járnblendisverksmiðjunni á Grundartanga Reykhreinsibúnaður Járnblendiverksmiðjunnar í Grundartanga bilaði nú í kvöld með þeim afleiðingum að mikinn og dökkan reyk lagði frá verksmiðjunni. 11.7.2006 22:21
Guðni Ágústsson og Siv Friðleifsdóttir íhuga hugsanlegt framboð til forystu. Guðni Ágústsson og Siv Friðleifsdóttir segjast bæði vera að íhuga hugsanlegt framboð til forystu í Framsóknarflokknum. Jónína Bjartmarz hefur gefið kost á sér til varaformanns Framsóknarflokksins en hún styður Jón Sigurðsson til formennsku. 11.7.2006 21:47
Kalt vatn komið á ný Kalt vatn var aftur komið á Seltjarnarnesi og í vestur-og miðbæ Reykjavíkur rétt fyrir klukkan níu í kvöld en kaldavatnslaust hafði verið á þessum stöðum frá klukkan sjö. Grafin hafði verið í sundur kaldavatnsstofnæð á horni Ingólfsstrætis og Sæbrautar sem orsakaði kaldavatnsleysið. 11.7.2006 21:08
Appelsínubyltingin súrnar Ný ríkisstjórn er tekin við völdum í Úkraínu, sem kommúnistar og sósíalistar eiga sæti í, en hún er talin hliðholl valdhöfum í Rússlandi 11.7.2006 20:00
Ekkert kalt vatn í miðborginni Kaldavatnslaust er nú á Seltjarnarnesi og í vestur- og miðbæ Reykjavíkur. Ekki er vitað að svo stöddu hvað veldur en samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitunnir er verið að kanna málið. Við segjum nánar frá þessu þegar frekari upplýsingar berast. 11.7.2006 19:57
Sáðfrumur ræktaðar úr stofnfrumum Vísindamönnum hefur í fyrsta sinn tekist að rækta sáðfrumur úr stofnfrumum. Ekki er þó þar með sagt að ófrjósemi í körlum heyri héðan í frá sögunni til. 11.7.2006 19:30
Methagnaður hjá Alcoa Hagnaður Alcoa Corp. nam 744 milljónum Bandaríkjadala eða sem nemur 57 milljörðum íslenskra króna á öðrum fjórðungi yfirstandandi árs. Þetta er besta afkoma í sögu fyrirtækisins. 11.7.2006 19:16
Notkun kreditkorta 22,2% meiri nú en í fyrra Þenslan kemur meðal annars fram í notkun Íslendinga á kredit- og debetkortum. Kreditkortavelta heimilanna var 22,2% meiri í frá janúar til maí á þessu ári en á sama tíma í fyrra, eða um 90 milljarðar króna. Aukning síðustu tólf mánuði er 18,2% borið saman við tólf mánuðina næstu á undan. Þetta kemur fram í Hagvísum Hagstofunnar. Debetkortavelta jókst um 10,4% í janúar til maí 2006. Aukning síðustu tólf mánuði er 14,8%. Samtals jókst innlend greiðslukortavelta heimila síðustu tólf mánuði um 16,3%. Kreditkortavelta Íslendinga erlendis jókst um 34,6%á tímabilinu janúar til maí frá sama tíma árið áður. 11.7.2006 19:13
Níu lóðir standa eftir Níu lóðir í landi Úlfarsárdals standa eftir en þær voru í hópi 104 lóða sem boðnar voru út í febrúar. Lóðirnar verða settar í hóp lóða í sama hverfi sem er óráðstafað. Ekki liggur fyrir með hvaða hætti þeim verður útdeilt. 11.7.2006 18:45
Álagið að sliga hjúkrunarfræðinga Hópur reyndra hjúkrunarfræðinga við Landspítalann er að því kominn að hætta vegna viðvarandi álags, segir formaður félags hjúkrunarfræðinga. Formaður stjórnarnefndar spítalans segir molbúahátt ráða för þegar stjórnvöld ákveði fjárframlög til Landspítalans. 11.7.2006 18:45
Samruni Lyfja og heilsu og Lyfjavers ógildur Samkeppniseftirlitið ógilti í dag samruna lyfsölufyrirtækjanna Lyfja og heilsu og Lyfjavers. Í úrskurðinum segir að skaðlegra áhrifa samrunans hefði að óbreyttu aðallega gætt á markaði fyrir smásölu lyfja og á markaði fyrir lyfjaskömmtun en sá markaður hefur vaxið á undanförnum árum. Í krafti stöðu sinnar hefði félagið takmarkað samkeppni og getað hagað verðlagningu, þjónustu og viðskiptaskilmálum að verulegu leyti án tillits til keppinauta eða viðskiptavina. 11.7.2006 18:34
Dæmdur í fangelsi fyrir að breyta lyfseðli Héraðsdómur Austurlands dæmdi í dag rúmlega fimmtugan karlmann fyrir skjalafals. Í mars á þessu ári framvísaði hann lyfseðli á lyfið Parkódín Forte, sem hann hafði fengið framvísað hjá tannlækni, en afmáði kross aftan við texta sem tilgreindi að lyfseðlinum mætti aðeins framvísa einu sinni. Í stað þess lét hann líta þannig út fyrir að lyfseðilinn mætti afgreiða fjórum sinnum á minnst sjö daga fresti. Maðurinn játaði brot sitt og var það virt til refsilækkunar. Hann var því dæmdur til fangelsi í þrjátíu daga en einnig var litið til þess að hann hefur ekki gerst sekur um refsiverðan verknað áður og því fellur refsingin niður haldi maðurinn skilorð í tvö ár frá því dómur var kveðin upp. 11.7.2006 18:32
Auðvelt að sitja í Seðlabankanum og gagnrýna Það er auðveldara að sitja í Seðlabankanum heldur en að bera ábyrgð í ríkisstjórn þegar kemur að stjórn efnahagsmála, segir forsætisráðherra. Hann er sannfærður um að verðbólgan sé á niðurleið. Davíð Oddsson Seðlabankastjóri sagði fyrir aðeins fimm dögum að aðgerðir Seðlabankans væru of varfærnar ef eitthvað væri. 11.7.2006 18:30
Góðæri hjá útgerðarfélögum Góðæri ríkir nú hjá útgerðarfélögunum þar sem verðmæti fiskiaflans hefur hækkað mikið á þessu ári á sama tíma og gengi krónunnar hefur veikst. Ekki er útlit fyrir að verð á aflanum lækki á næstunni. 11.7.2006 18:02
Yfir 160 sagðir látnir Nú er talið öruggt að hryðjuverkamenn hafi valdið sprengingunum í járnbrautarlestum Múmbei-borgar í dag. Í það minnsta 160 eru sagðir látnir og tæplega fimm hundruð slasaðir í þessum verstu hermdarverkum borgarinnar í meira en áratug. Enn sem komið er hefur enginn lýst yfir ábyrgð á þeim. 11.7.2006 18:00
Haniyeh biðlar til alþjóðasamfélagsins Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínu, biðlaði í dag til alþjóðasamfélagsins um að koma að friðarumleitunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Óöld hefur geisað þar undanfarnar vikur sem kostað hefur tugir manna lífið og mun fleiri hafa særst. 11.7.2006 17:34
Slóvenar taka upp evruna Fjármálaráðherra Evrópusambandsins tilkynnti í dag að umsókn Slóveníu um að taka upp evru sem gjaldmiðil hafi verið samþykkt. Slóvenar verða þar með þrettánda þjóðin til að verða aðili að myntbandalagi Evrópu. 11.7.2006 17:21
Windows 98 út um gluggann Tölvurisinn Microsoft hætti í dag stuðningi við sín stýrikerfi frá árinu "98. Þó mikið vatn hafi runnið til sjávar í heimi tækninnar á þessum árum er enn mikill fjöldi fólks sem nýtir sér þennan búnað. 11.7.2006 17:16
Aukning í debet- og kreditkortaveltu milli ára Þenslan kemur m.a. fram í notkun Íslendinga á kredit- og debetkortum. Kreditkortavelta heimilanna var 22,2% meiri í frá janúar til maí á þessu ári en á sama tíma í fyrra, eða um 90 milljarðar króna. Aukning síðustu tólf mánuði er 18,2% borið saman við næstu tólf mánuði á undan. Þetta kemur fram í Hagvísum Hagstofunnar. Debetkortavelta jókst um 10,4% á tímabilinu janúar til maí 2006. Aukning síðustu tólf mánuði er 14,8%. Samtals jókst innlend greiðslukortavelta heimilanna síðustu tólf mánuði um 16,3%. Kreditkortavelta Íslendinga erlendis jókst um 34,6%á tímabilinu janúar til maí frá sama tíma árið áður. 11.7.2006 17:00
Grímur átti lægra boð í borholur á Norð-Austurlandi Tilboð í borholur á Norð-Austurlandi og uppsetningu blástursbúnaðar voru opnuð í Landsvirkjun í gær. Verkið var boðið út í júní síðastliðnum, en um er að ræða tilraunaboranir fyrir nýtt raforkuver til álframleiðslu á Húsavík. Tvö tilboð bárust, frá Vélsmiðjunni Grími ehf. og frá Stáli og suðu ehf. Tilboð Vélsmiðjunnar Gríms var lægra, rúmlega 8,8 milljónir. Kostnaðaráætlun Landsvirkjunar var upp á 8,5 milljónir. 11.7.2006 16:15
Skáldaganga um gamla kirkjugarðinn Borgarbókasafn Reykjavíkur býður til kvöldgöngu um gamla kirkjugarðinn við Suðurgötu á fimmtudaginn. Skáldin og bókaverðirnir Einar Ólafsson og Jónína Óskarsdóttir munu leiða gönguna, sem er hluti af göngudagskrá menningarstofnana borgarinnar, Kvöldgöngur úr Kvosinni, sem nú er boðið upp á annað árið í röð. 11.7.2006 16:00
Samkeppni um merki fyrir eyfirsk matvæli Félag um verkefni til að auka hróður eyfirsks matvælaiðnaðar hefur efnt til samkeppni um merki fyrir verkefnið. Merkið mun auðkenna eyfirskan matvælaiðnað og veitingahús og vera gæðastimpill á vöru og þjónustu. 11.7.2006 15:45
Rumsfeld í heimsókn í Kabúl Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, kom í óvænta heimsókn til Kabúl í Afganistan í morgun. Þar hitti hann Hamid Karzai, forseta landsins. Talið er að viðræður þeirra muni að mestu snúast um vaxandi andspyrnu talibana í suðurhluta Afganistan og um áform um að NATO taki við af hersveitum Bandaríkjamanna í suðurhlutanum á næstu vikum. 11.7.2006 15:30
Fjölgun ferðamanna mikil Fram kemur í nýlegri skýrslu um erlenda ferðamenn á Íslandi að fjölgun erlendra ferðamanna hefur verið mun hraðari en til dæmis fjölgun landsmanna og vöxtur bílaumferðar síðasta áratuginn. 11.7.2006 14:50
Lifrarbólgutilfellum í hundum fjölgar Á síðustu árum hefur tilfellum lifrarbólgu í hundum farið fjölgandi. Hundar landsins hafa ekki verið bólusettir gegn lifrarbólgu síðustu þrjú ár, vegna þess að þá var hætt að framleiða bóluefni sem notað var gegn lifrabólgu í hundum á Íslandi. 11.7.2006 14:15
Forseti Íslands í kvöldverðarboði í Hvíta húsinu Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og Dorrit Moussaieff forsetafrú sátu í gær kvöldverð í Hvíta húsinu í boði George Bush forseta Bandaríkjanna og Laura Bush forsetafrúar. 11.7.2006 14:02