Fleiri fréttir

Brazauskas hefur sagt af sér

Ríkisstjórnin í Litháen er fallin eftir að einn stjórnarflokkanna sagði sig úr stjórninni. Algirdas Brazauskas forsætisráðherra sagði formlega af sér á miðvikudag, en Zigmantas Balcytis fjármálaráðherra var fenginn til þess að stýra bráðabirgðastjórn þangað til ný ríkisstjórn tekur við.

Olís segir tölurnar rangar

Félag íslenskra bifreiðaeigenda segir tölur Olíuverslunar Íslands, Olís, um tæplega hundrað milljóna kostnaðarauka vegna olíugjaldsins ýta undir málstað þeirra. FÍB telur olíufélögin bæta sér upp herta samkeppni á díselmarkaði og lægri álagningu með hærri álagningu á bensínið.

Yfirborð sjávar hækkar hratt

Hollendingar verða að bregðast við hlýnun loftslags, og það fljótt, því þeir eiga von á því að yfirborð sjávar hækki um allt að 35 sentimetra fyrir árið 2050, samkvæmt skýrslu veðurstofu Hollands sem birt var í vikunni.

Kemur að rekstri Vikunnar

Fróði hefur ráðið Mikael Torfason, fyrrverandi ritstjóra DV, sem ritstjóra blaðsins Séð og heyrt. Hann fær einnig það verkefni að koma að rekstri Vikunnar næstu mánuði. Ritstjórum blaðanna Séð og heyrt og Vikunnar var sagt upp fyrir mánaðamót og ritstjórnarfulltrúa Séð og heyrt sömuleiðis.

Þingið annist rannsókn hlerunargagna

Stjórnarandstæðingar gagnrýndu ráðherra á Alþingi í gær fyrir að hafa ekki samráð við þingið og þingflokksformenn allra flokka um skipan nefndar sem heimilað verður að rannsaka gögn er varða öryggi þjóðarinnar.

Verður verndari UNIFEM í tvö ár

Ásdís Halla Bragadóttir, forstjóri Byko, hefur tekið að sér hlutverk verndara UNIFEM, þróunarsjóðs Sameinuðu þjóðanna í þágu kvenna, á Íslandi. Í því felst meðal annars að koma fram fyrir hönd félagsins og vekja almenning til vitundar um starfsemina.

Myrti átta af börnum sínum

Sabine Hilschenz, fertug móðir í Þýskalandi, var í gær dæmd í 15 ára fangelsi fyrir að hafa myrt átta af börnum sínum þegar þau voru nýfædd. Hún hlaut þyngsta mögulega dóminn fyrir þessi verk, en að auki lék grunur á að hún hefði myrt níunda barnið sitt árið 1988

Sex mánuðir fyrir skjalafals

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær konu í sex mánaða fangelsi, skilorðsbundið í þrjú ár, fyrir margþætt skjalafals. Ákæruliðir sem voru níu talsins vörðuðu fölsun á undirskriftum á skuldabréfum, víxlum og fleiru upp á ríflega 7,2 milljónir króna.

Vilja frekari sameiningu slökkviliða

Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna samþykkti ályktun um öryggismál á þingi sínu sem haldið var nýverið. Þar segir meðal annars að sameina þurfi slökkviliðin á Suðvesturlandi í eitt öflugt björgunarlið.

Ákærður fyrir líkamsárás

Maður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir árás á leigubílstjóra og að hafa valdið honum líkamsmeiðingum. Málið hefur verið þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Jón Baldvin ráðinn kennari

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi sendiherra og ráðherra, hefur verið ráðinn stundakennari við Viðskiptaháskólann á Bifröst. Hann mun ásamt Eiríki Bergmann Einarssyni kenna námskeiðið Ísland í evrópsku samstarfi, sem kennt verður í nýju meistaranámi í Evrópufræðum, sem skólinn býður upp á í fyrsta sinn á Íslandi.

Framsókn sleit viðræðunum

Framsóknarflokkurinn sleit í gær formlegum meirihlutaviðræðum sínum, Samfylkingar og Vinstri grænna í Mosfellsbæ. Ástæðan er sögð vera að tillaga framsóknarmanna um jafna skiptingu embætta og nefndarsæta hafi ekki hlotið hljómgrunn.

Karlmenn fela sig á klósettum

Danskir karlmenn fela sig á klósettum en bandarískir karlar fela sig í skúrum og fataskápum. Þetta kemur fram á fréttavef danska blaðsins Politiken.

Færri nota fastlínu

Finnar töluðu meira í farsíma en fastlínusíma á síðasta ári, en það er í fyrsta sinn sem það gerist frá því farsímabyltingin hófst. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá finnsku hagstofunni.

Mál skýrast innan fárra daga

Útlit er fyrir að Samfylkingin, Framsóknarflokkur og Vinstri hreyfingin - grænt framboð myndi meirihluta í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Sjálfstæðisflokkurinn var í meirihluta fyrir sveitarstjórnarkosningar hinn 27. maí síðastliðinn en Sjálfstæðisflokkurinn fékk rúm 47 prósent í kosningum, en árið 2002 fékk flokkurinn rúm 52 prósent atkvæða.

Rætt um skiptingu embætta

Gert var ráð fyrir að meirihlutamyndun sjálfstæðismanna og framsóknarmanna í Árborg myndi skýrast eftir samningafund flokkanna í gærkvöld. Ellert Tómasson, kosningastjóri Sjálfstæðisflokksins, taldi í gær að þá myndi liggja fyrir hvort af meirihlutamyndun yrði eða ekki.

Myndavélar sjá um gæsluna

Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, segir öryggisgæslu við hafnir í Reykjavík ekki hafa slaknað þó að mönnuð sólarhringsgæsla við kaupskip við Vogabakka, Ártúnshöfða, Korngarð og vesturhöfn í Reykjavík hafi verið hætt hinn 28. mars síðastliðinn.

Neysla fólks dregst saman

Gengisfall krónunnar og neikvæð umræða um íslensk efnahagsmál hafa valdið samdrætti í innflutningi á bílum og almennum neysluvörum.

Sektuð og svipt ökuleyfinu

Kona var fundin sek um ölvunarakstur fyrir Héraðsdómi Vesturlands í gær og var henni gert að greiða tæpar 300 þúsund krónur í sekt auk þess sem hún missir ökuréttindi sín í þrjú ár.

119 milljónir króna í umferð

Seðlabanki Íslands hefur veitt frest til 1. júní 2007 til að innleysa gamla 10, 50 og 100 króna seðla. Að þeim fresti liðnum verða seðlarnir ekki lengur gjaldgengir í viðskiptum.

Fréttablaðið sýknað af kröfum Jónínu

Hæstiréttur staðfesti í gær sýknudóm héraðsdóms yfir 365 prentmiðlum og Kára Jónassyni, ritstjóra Fréttablaðsins. Ekki gengið of nærri einkalífi Jónínu, segir Hæstiréttur. Afar óheppileg niðurstaða, segir lögmaður Jónínu.

Skipun ráðherra í nánd

Forsætisráðherra Íraks, Nouri al-Maliki, sagðist í gær munu tilkynna þinginu innan þriggja daga hverja hann skipar sem nýja varnar- og innanríkisráðherra. Mjög er þrýst á forsætisráðherrann að skipa í þessar mikilvægu stöður í kjölfar vaxandi átaka stríðandi fylkinga í landinu.

Óánægjan kraumar enn

Af litlum neista í þessu tilviki handtöku blossuðu aftur upp óeirðir í einu af úthverfum Parísar aðfaranótt þriðjudags og endurtóku þær sig næstu nótt á eftir. Ungmenni gengu berserksgang með hornaboltakylfum og bensínsprengjum. Bílar, opinberar byggingar og lögreglumenn urðu helst fyrir barðinu á reiði ungmennanna.

Vilja aðgang að kjörgögnum

Fulltrúar Þjóðarhreyfingarinnar ætla í dag að leggja fram kæru vegna framkvæmdar atkvæðagreiðslu utan kjörfundar í kosningunum í Reykjavík síðastliðinn laugardag.

Gæslan eyddi hvalshræi

Lagt var í leiðangur í vikunni eftir að Landhelgisgæslunni hafði borist tilkynning um að hvalshræ væri á reki við Gróttu. Kom í ljós að þarna var á ferð 6 metra löng hrefna sem skapaði hættu fyrir smærri báta. Einnig var hætta á að hræið ræki á fjörur þar sem rotnun með tilheyrandi ólykt gæti orðið til ama.

Gengst við stúlku

Albert II, fursti af Mónakó, hefur gengist við að vera faðir 14 ára stúlku sem býr með móður sinni í Kaliforníu. Lögmaður furstans greindi frá þessu í viðtali við franska blaðið Le Figaro í gær. Stúlkan heitir Jazmin Grace Rotolo, en hún er annað óskilgetna barnið sem Albert gengst opinberlega við faðerninu á. Hitt er hinn þriggja ára gamli Alexandre, sem hann átti í lausaleik með flugfreyju frá Tógó.

Boða fund í miðstjórninni

Landstjórn Framsóknarflokksins fundaði í gærkvöld og samþykkti að boða fund í miðstjórn flokksins á föstudaginn eftir rétta viku. Á miðstjórnarfundinum mun gengi flokksins í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum verða rætt.

K-listi og D-listi áfram saman

Sjálfstæðisflokkurinn og K-listinn í Sandgerði undirrituðu samning um áframhaldandi meirihlutasamstarf í bæjarstjórn á miðvikudag. Sigurður Valur Ásbjarnarson, efsti maður Sjálfstæðisflokks mun áfram gegna starfi bæjarstjóra og Óskar Gunnarsson, oddviti K-listans, verður forseti bæjarstjórnar.

Konur í þremur efstu sætum

N-listinn hlaut meirihluta atkvæða í Garði en aðeins tveir flokkar buðu fram að þessu sinni.Á N-listanum eru níu konur og fimm karlmenn, þar af eru konur í þremur efstu sætunum. Oddný G. Harðardóttir, oddviti N-listans, segir að ekki hafi verið erfitt að virkja konurnar.

Með tvö verkefni í sigtinu

Alnæmissamtökin á Íslandi hafa fengið fjárstyrk frá Kaupangi en fyrirtækið hefur áður veitt slíka styrki. Alnæmissamtökin hafa tvö verkefni í sigtinu og er áætlað að nota styrkinn í annað hvort þeirra. Annars vegar er um að ræða fræðslufundi og forvarnir til nemenda í níunda og tíunda bekk grunnskóla en það verður í þriðja skiptið sem þeir verða haldnir.

Fékk gervihnjálið í vinstra hné

Margrét Þórhildur Danadrottning gekkst í gær undir aðgerð á vinstra hné á sjúkrahúsi í Árósum. Samkvæmt fréttatilkynningu frá hirðinni gekk aðgerðin vel, en í henni fékk hún gervilið í staðinn fyrir slitinn hnjálið.

44,4 milljóna króna sekt fyrir skattsvik

Tveir forsvarsmenn byggingarfélags voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdir í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu tuttugu og tveggja komma tveggja milljóna hvor í sekt fyrir að standa ekki skil á virðisaukaskatti og opinberum gjöldum.

Fimmtán mánaða fangelsi fyrir nauðgun

Hæstiréttur dæmdi í dag karlmann í fimmtán mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot. Hann var ákærður fyrir að hafa haft samræði við konu í samkvæmi á meðan hún gat ekki spyrnt á móti sökum ölvunar og svefndrunga.

Segir laun ungra lækna hafa hækkað langmest

Læknanemar á fjórða og fimmta ári mættu ekki til vinnu sinnar á Landspítalanum í dag til þess að mótmæla því sem þeir kalla kjaraskerðingu af hálfu stjórnenda spítalans. Lækningaforstjórinn segir hins vegar að laun ungra lækna hafi hækkað langmest í nýgerðum kjarasamningum.

Segir ríkisstjórnina þurfa bregðast við

Jón Gunnarsson, alþingismaður, vill að ríkisstjórn Íslands beiti sér fyrir því að Bandaríkjaher fari ekki með heilsufarsupplýsingar starfsmanna varnarliðsins úr landi. Það sé réttur þeirra starfsmanna sem þar hafa unnið og hafa notið læknisaðstoðar hersins.

Slitnað upp úr meirihlutaviðræðum í Mosfellsbæ

Slitnað hefur upp úr meirihlutaviðræðum Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri - grænna í Mosfellsbæ. Þær hófust eftir að ljóst var að Sjálfstæðisflokkurinn hafði tapað hreinum meirihluta sínum í kosningunum á laugardag.

Spennan á Gasa svæðinu eykst

Spennan á Gasa svæðinu í Palestínu jókst í dag þegar hershöfðingi í öryggissveit landsins féll og þrír aðrir særðust í tveimur skotbardögum milli Hamas samtakanna og öryggissveita landsins sem stjórnað er af Fatah hreyfingunni. Skotbardagarnir brutust út eftir að þúsundir lögreglumanna söfnbuðust saman á götu úti, skutu af byssum sínum upp í loft og kröfðust þess að fá launin sín greidd.

Þrjátíu ár frá lokum þorskastríðsins

Þrjátíu ár eru síðan Íslendingar unnu fullnaðarsigur á breska heimsveldinu í hinum harðvítugu þorskastríðum, því 1. júní 1976 var svonefnt Óslóarsamkomulag undirritað, þar sem Bretar viðurkenndu 200 mílna fiskveiðilögsögu Íslands. Baráttunni um yfirráðin yfir auðlindinni er þó hvergi nærri lokið.

Hættir að vera öryrki í augum hins opinbera

Öryrkjar fá allt að fjórðungskauplækkun í afmælisgjöf þegar þeir ná eftirlaunaaldri. Á sextíu og sjö ára afmælisdaginn hættir öryrkinn að vera öryrki í augum hins opinbera og má þá sætta sig við tugþúsunda kauplækkun.

Viðbrögð Írana varfærin

Íranar eru reiðubúnir til viðræðna við Bandaríkjamenn um kjarnorkumál en segja þó að ekki komi til greina að hætta auðgun úrans. Fulltrúar sex af voldugustu ríkjum veraldar sátu á rökstólum í dag og skeggræddu horfurnar.

Lagðir inn vegna tölvuleikjanotkunar

Dæmi eru um að ungir drengir séu lagðir inn á geðdeild vegna gegndarlausrar tölvuleikjanotkunar. Yfirlæknir á barna- og unglingageðdeild segir mikla tölvuleikjanotkun algenga hjá unglingum sem koma í meðferð.

Viðræður í Mosfellsbæ í óvissu

Viðræður um myndun nýs meirihluta í Mosfellsbæ milli Framsóknarflokks, Samfylkingarinnar og Vinstri - grænna eru í mikilli óvissu eftir að framsóknarmenn slitu formlegum viðræðum í dag. Einhverjar þreifingar eiga sér þó stað og ræðst það að öllum líkindum í kvöld eða morgun hvort að samstarfinu verður.

Réttindabót samkynhneigðra

Guðrún Ögmundsdóttir segir lög um réttarstöðu samkynhneigðra, sem að öllum líkindum verða samþykkt eftir helgi, vera réttarbót sem líkja má við þegar konur fengu sín grundvallarmannréttindi. Með lögunum er verið að eyða öllum ójöfnuði í lögum er varða samkynhneigða. Enn vantar þó að heimila trúfélögum að gefa saman samkynhneigða. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, lagði fram breytingartillögu þessa efnis en dró hana til baka í gær.

Átján mánaða fangelsi fyrir að ráðast á lögregluþjóna

Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag átján mánaða fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni fyrir árás á tvo lögregluþjóna. Maðurinn lagði til lögregluþjónanna með hnífi eftir að lögreglan hafði afskipti af honum á heimili hans. Maðurinn var einnig dæmdur fyrir hótanir og eignarspjöll.

Sjá næstu 50 fréttir