Innlent

Verður verndari UNIFEM í tvö ár

Ásdís Halla Bragadóttir
Ásdís Halla Bragadóttir

Ásdís Halla Bragadóttir, forstjóri Byko, hefur tekið að sér hlutverk verndara UNIFEM, þróunarsjóðs Sameinuðu þjóðanna í þágu kvenna, á Íslandi. Í því felst meðal annars að koma fram fyrir hönd félagsins og vekja almenning til vitundar um starfsemina.

Í tilkynningu frá UNIFEM kemur fram að Ásdís Halla hafi um árabil verið málsvari málefna sem tengjast starfsáherslum UNIFEM, til dæmis hvatt konur til stjórnmálaþátttöku. Ásdís mun gegna þessu hlutverki næstu tvö árin hið minnsta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×