Innlent

Ákærður fyrir líkamsárás

leigubílar
Leigubílstjórar eru margir hverjir uggandi vegna vaxandi ofbeldis gegn þeim.
leigubílar Leigubílstjórar eru margir hverjir uggandi vegna vaxandi ofbeldis gegn þeim.

 Maður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir árás á leigubílstjóra og að hafa valdið honum líkamsmeiðingum. Málið hefur verið þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Það var á aðfararnótt laugardagsins 1. apríl 2005 sem maðurinn réðst á leigubílstjórann. Atvikið átti sér stað á gatnamótum Miklubrautar og Snorrabrautar. Maðurinn greip um vinstri framhandlegg leigubílstjórans, sló hann hnefahögg í andlitið og sparkaði í vinstra hné hans með þeim afleiðingum að bílstjórinn hlaut mar, roða og eymsli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×