Fréttablaðið sýknað af kröfum Jónínu 2. júní 2006 05:30 Jónína Benediktsdóttir "Þetta er mikill léttir fyrir íslenska fjölmiðlun," sagði Sigurjón M. Egilsson, fréttaritstjóri Fréttablaðsins, eftir að Hæstiréttur staðfesti sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Jónínu Benediktsdóttur gegn 365 prentmiðlum og Kára Jónassyni, ritstjóra Fréttablaðsins. Jónína Benediktsdóttir höfðaði mál eftir að hafa lagt fram kröfu hjá sýslumanninum í Reykjavík um staðfestingu á lögbanni sem hún fékk lagt á birtingu á hluta úr tölvupósti, sem verjandi Jónínu, Hróbjartur Jónatansson, hélt fram fyrir dómi að hefði verið fenginn með ólögmætum hætti úr tölvupósthólfi Jónínu. Í dómi Hæstaréttar segir að lögbannskrafa Jónínu hafi verið of víðtæk. Jafnframt segir að umfjöllun Fréttablaðsins um aðdraganda Baugsmálsins hafi ekki gengið of nærri einkalífi Jónínu, þó greint hafi verið frá fjárhagsmálefnum hennar, þar sem þau hafi verið samofin fréttaefninu, sem varðaði almenning. Hróbjartur Jónatansson, lögmaður Jónínu, sagði niðurstöðu Hæstaréttar hafa komið sér verulega á óvart. "Ég hef ekki enn farið nákvæmlega í gegnum dóminn og get því ekki tjáð mig um forsendur Hæstaréttar fyrir niðurstöðunni. Ég tel þetta vera mjög óheppilega niðurstöðu. Kjarni málsins finnst mér vera þessi; finnst fólki það í lagi að almenningur geti lesið einkatölvupóst sinn í fjölmiðlum? Ég held að flestir svari þeirri spurningu neitandi." Sigurjón og Hróbjartur takast í hendur Máli Jónínu Benediktsdóttur gegn 365 prentmiðlum og Kára Jónassyni lauk í gær. Sigurjón Magnús Egilsson og Hróbjartur Jónatansson, lögmaður Jónínu Benediktsdóttur, sjást hér takast í hendur eftir að dómur féll. Kári Jónasson og Jón Magnússon fylgjast með.fréttablaðið/stefán Jón Magnússon, lögmaður 365 prentmiðla og Kára Jónassonar, telur Hæstarétt hafa staðfest eðlileg vinnubrögð Fréttablaðsins í stóru fréttamáli. "Hæstiréttur segir í dómi sínum að miðað við hvernig efnistök Fréttablaðsins voru í málinu þá sé ekkert óeðlilegt við það hvernig fréttirnar af málinu voru unnar. Það þýðir, að það var í lagi að birta hluta úr tölvupóstunum sem um var rætt. Fréttaskrif um Baugsmálið voru eðlileg og réttmæt. Efni tölvupóstbréfanna hafði fréttagildi. Hæstiréttur segir því, að sú blaðamennska sem var viðhöfð, hafi verið til sóma." Sigurjón M. Egilsson telur góð vinnubrögð Fréttablaðsins, við fréttaflutning á aðdraganda Baugsmálsins, hafa verið staðfest af Hæstarétti. "Ef lögbannið hefði verið staðfest hefðu blaðamenn átt það á hættu að vinnugögn þeirra yrðu sótt með ofbeldi, og það af þeim tekið. Það skiptir líka miklu máli að Hæstiréttur skuli staðfesta það að vinnubrögð okkar hafi verið góð, og að við röskuðum ekki friðhelgi Jónínu Benediktsdóttur." Innlent Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Fleiri fréttir Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Sjá meira
"Þetta er mikill léttir fyrir íslenska fjölmiðlun," sagði Sigurjón M. Egilsson, fréttaritstjóri Fréttablaðsins, eftir að Hæstiréttur staðfesti sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Jónínu Benediktsdóttur gegn 365 prentmiðlum og Kára Jónassyni, ritstjóra Fréttablaðsins. Jónína Benediktsdóttir höfðaði mál eftir að hafa lagt fram kröfu hjá sýslumanninum í Reykjavík um staðfestingu á lögbanni sem hún fékk lagt á birtingu á hluta úr tölvupósti, sem verjandi Jónínu, Hróbjartur Jónatansson, hélt fram fyrir dómi að hefði verið fenginn með ólögmætum hætti úr tölvupósthólfi Jónínu. Í dómi Hæstaréttar segir að lögbannskrafa Jónínu hafi verið of víðtæk. Jafnframt segir að umfjöllun Fréttablaðsins um aðdraganda Baugsmálsins hafi ekki gengið of nærri einkalífi Jónínu, þó greint hafi verið frá fjárhagsmálefnum hennar, þar sem þau hafi verið samofin fréttaefninu, sem varðaði almenning. Hróbjartur Jónatansson, lögmaður Jónínu, sagði niðurstöðu Hæstaréttar hafa komið sér verulega á óvart. "Ég hef ekki enn farið nákvæmlega í gegnum dóminn og get því ekki tjáð mig um forsendur Hæstaréttar fyrir niðurstöðunni. Ég tel þetta vera mjög óheppilega niðurstöðu. Kjarni málsins finnst mér vera þessi; finnst fólki það í lagi að almenningur geti lesið einkatölvupóst sinn í fjölmiðlum? Ég held að flestir svari þeirri spurningu neitandi." Sigurjón og Hróbjartur takast í hendur Máli Jónínu Benediktsdóttur gegn 365 prentmiðlum og Kára Jónassyni lauk í gær. Sigurjón Magnús Egilsson og Hróbjartur Jónatansson, lögmaður Jónínu Benediktsdóttur, sjást hér takast í hendur eftir að dómur féll. Kári Jónasson og Jón Magnússon fylgjast með.fréttablaðið/stefán Jón Magnússon, lögmaður 365 prentmiðla og Kára Jónassonar, telur Hæstarétt hafa staðfest eðlileg vinnubrögð Fréttablaðsins í stóru fréttamáli. "Hæstiréttur segir í dómi sínum að miðað við hvernig efnistök Fréttablaðsins voru í málinu þá sé ekkert óeðlilegt við það hvernig fréttirnar af málinu voru unnar. Það þýðir, að það var í lagi að birta hluta úr tölvupóstunum sem um var rætt. Fréttaskrif um Baugsmálið voru eðlileg og réttmæt. Efni tölvupóstbréfanna hafði fréttagildi. Hæstiréttur segir því, að sú blaðamennska sem var viðhöfð, hafi verið til sóma." Sigurjón M. Egilsson telur góð vinnubrögð Fréttablaðsins, við fréttaflutning á aðdraganda Baugsmálsins, hafa verið staðfest af Hæstarétti. "Ef lögbannið hefði verið staðfest hefðu blaðamenn átt það á hættu að vinnugögn þeirra yrðu sótt með ofbeldi, og það af þeim tekið. Það skiptir líka miklu máli að Hæstiréttur skuli staðfesta það að vinnubrögð okkar hafi verið góð, og að við röskuðum ekki friðhelgi Jónínu Benediktsdóttur."
Innlent Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Fleiri fréttir Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Sjá meira