Innlent

Mál skýrast innan fárra daga

Jónas Sigurðsson Oddviti Samfylkingar segir meirihlutaviðræður ganga vel.
Jónas Sigurðsson Oddviti Samfylkingar segir meirihlutaviðræður ganga vel. MYND/jónas

Útlit er fyrir að Samfylkingin, Framsóknarflokkur og Vinstri hreyfingin - grænt framboð myndi meirihluta í bæjarstjórn Mosfellsbæjar.

Sjálfstæðisflokkurinn var í meirihluta fyrir sveitarstjórnarkosningar hinn 27. maí síðastliðinn en Sjálfstæðisflokkurinn fékk rúm 47 prósent í kosningum, en árið 2002 fékk flokkurinn rúm 52 prósent atkvæða.

Jónas Sigurðsson, oddviti Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ, segir viðræður milla flokkana þriggja hafa gengið vel. "Við erum að fara yfir stöðuna og ég er bjartsýnn á að við verðum búin að ná saman um næstu helgi. Það lá beinast við, eftir niðurstöðu kosningana, að við myndum ræða saman um samstarf í bæjarstjórn."

Marteinn Magnússon, oddviti framsóknarflokksins í Mosfellsbæ, telur áherslumál flokkana þriggja gefa tilefni til þess að samstarf flokkana geti verið farsælt. Undir þetta tekur Karl Tómasson, oddviti Vinstri grænna. "Það er góður gangur í viðræðum okkar og ég teli að allar forsendur séu fyrir farsælu samstarfi okkar á milli."

Fulltrúar flokkana sem mynda meirihluta hafa ekki enn ákveðið hver tekur við starfi bæjarstjóra af Ragnheiði Ríkharðsdóttur, oddvita Sjálfstæðismanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×