Innlent

Með tvö verkefni í sigtinu

Frá styrkveitingunni. Á myndinni eru Ingi Hans Ágústsson varaformaður Alnæmissamtakanna, Jóhannes Sigurðsson frá Kaupangi og Birna Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Alnæmissamtakanna.
Frá styrkveitingunni. Á myndinni eru Ingi Hans Ágústsson varaformaður Alnæmissamtakanna, Jóhannes Sigurðsson frá Kaupangi og Birna Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Alnæmissamtakanna.

Alnæmissamtökin á Íslandi hafa fengið fjárstyrk frá Kaupangi en fyrirtækið hefur áður veitt slíka styrki.

Alnæmissamtökin hafa tvö verkefni í sigtinu og er áætlað að nota styrkinn í annað hvort þeirra. Annars vegar er um að ræða fræðslufundi og forvarnir til nemenda í níunda og tíunda bekk grunnskóla en það verður í þriðja skiptið sem þeir verða haldnir.

Hitt verkefnið er langþráður draumur samtakanna en það er að efna til ráðstefnu til stuðnings HIV-jákvæðum á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×