Innlent

Jón Baldvin ráðinn kennari

Jón Baldvin Hannibalsson
Jón Baldvin Hannibalsson

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi sendiherra og ráðherra, hefur verið ráðinn stundakennari við Viðskiptaháskólann á Bifröst. Hann mun ásamt Eiríki Bergmann Einarssyni kenna námskeiðið Ísland í evrópsku samstarfi, sem kennt verður í nýju meistaranámi í Evrópufræðum, sem skólinn býður upp á í fyrsta sinn á Íslandi.

Í námskeiðinu er skoðað hvernig Ísland tengist ESB gegnum EES-samninginn og Schengen-samstarfið. Einnig verður farið í námsferð til Brussel og alþjóðlegar stofnanir heimsóttar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×