Innlent

Boða fund í miðstjórninni

Eftir fundinn Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, að fundi loknum.
Eftir fundinn Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, að fundi loknum.
Landstjórn Framsóknarflokksins fundaði í gærkvöld og samþykkti að boða fund í miðstjórn flokksins á föstudaginn eftir rétta viku. Á miðstjórnarfundinum mun gengi flokksins í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum verða rætt.

Miðstjórnin, sem telur 150 manns, fundar að jafnaði tvisvar á ári, vor og haust. Síðasti fundur var haldinn í lok mars og fundurinn að viku liðinni verður því óreglulegur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×