Innlent

Læknanemar mættu ekki til vinnu vegna kjaraskerðingar

Læknanemar á fjórða og fimmta ári mættu ekki til vinnu sinnar á Landspítalanum í dag til þess að mótmæla því sem þeir kalla kjaraskerðingu. Þeir hafa hingað til fengið greidd laun sem hlutfall af launum læknakandídata auk 12 prósenta vaktaálags og greiðslu í 10 daga fyrir undirbúningsnámskeið. Nú vilja forstöðumenn spítalans hins vegar aðeins greiða átta prósenta vaktaálag og borga sjö daga af námskeiðinu. Á það fallast læknanemarnir ekki og því létu 34 læknar sig vanta á fyrsta degi sumarafleysinga. Þeir ætla ekki að mæta á morgun ef ekki verður gengið að kröfum þeirra sem eru 12 prósenta vaktaálag og greiðsla fyrir fimm daga af undirbúningsnámskeiði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×