Innlent

Vilja aðgang að kjörgögnum

Fulltrúar Þjóðarhreyfingarinnar ætla í dag að leggja fram kæru vegna framkvæmdar atkvæðagreiðslu utan kjörfundar í kosningunum í Reykjavík síðastliðinn laugardag.

Talsmenn hreyfingarinnar segja að óskað sé eftir því við yfirkjörstjórn að engum gögnum varðandi kosningarnar verði eytt fyrr en kæran hafi hlotið löglega afgreiðslu. Beðið sé um aðgang að gögnum sem kunni að varða framkvæmd kosninganna, svo sem nafnalista þeirra sem neyttu atkvæðisréttar síns utan kjörfundar, en alls kusu um 9.200 manns fram að kjördegi í Reykjavík.

Þá vilja fulltrúar Þjóðarhreyfingarinnar fá upplýsingar sem nota megi til að kanna hvort hlutfall nýbúa, sem kusu utan kjörfundar, sé óeðlilega hátt.-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×