Fleiri fréttir

41 maður handtekinn

Lögreglumenn víða um Evrópu handtóku á sunnudag 41 mann, eftir að ítalska lögreglan kom upp um glæpahring þar sem börn níu ára og eldri voru keypt eða leigð af fátækum fjölskyldum í Búlgaríu. Lögregla telur að vel yfir 100 börnum hafi verið smyglað til ýmissa Evrópulanda.

Fæturnir hafa stækkað á göngunni

Jón Eggert Guðmundsson göngugarpur sem þræðir nú strandvegi landsins til þess að afla fé fyrir Krabbameinsfélagið kom í Eyjafjörð í gær. Hann segir gönguna hafa gengið vel hingað til en að fæturnir á sér hafi stækkað á síðustu vikum.

Nefnd skoði gögn sem snerta öryggismál í kalda stríðinu

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur lagt þingsályktunartillögu fram á Alþingi þar sem ríkisstjórninni verður falið að skipa nefnd til að skoða opinber gögn sem snerta öryggismál landsinsins á árunum 1945-1991. Nefndinni er ætlað að skila niðurstöðu fyrir árslok.

Mönnum bjargað af Hvannadalshnjúk

Fimm mönnum, sem lentu í snjóflóði í hlíðum Hvannadalshnjúks um hádegisbilið, hefur verið bjargað. Þrír þeirra slösuðust en þó ekki alvarlega, og voru þeir fluttir af jöklinum með þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, nú síðdegis. Björgunarmenn stukku í fallhlíf niður á Öræfajökul og þyrlan ferjaði einnig björgunarmenn upp á jökul þar sem þeir sigu niður úr þyrlunni eftir að í ljós kom, um þrjú-leytið, að hún gat ekki lent á jöklinum vegna lélegs skyggnis.

Umræðu um RÚV ólokið

Fundi Alþingis lauk nú á tíunda tímanum, en frá því um miðjan dag hefur staðið yfir þriðja umræða um hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins.

Heitt í kolunum á þingi í dag

Heitt var í kolunum við upphaf þingfundar á Alþingi í dag. Stjórnarandstæðingar sökuðu stjórnarflokkana um pólitísk hrossakaup á bæði Alþingi og í borginni, til að koma mjög umdeildum málum í gegn á sumarþingi. Formaður Frjálslyndaflokksins sagði ráðherraræðið algjört á þingi og spáir þingfundum fram í júlí.

20 % strikuðu nafn Eyþórs út

Tuttugu prósent kjósenda í Árborg sem kusu Sjálfstæðisflokkinn strikuðu yfir nafn Eyþórs Arnalds á laugardag en flokkurinn fékk 1689 atkvæði í kosningunum. Það þýðir að 340 kjósendur strikuðu yfir nafn hans. Eyþór hafði sjálfur hvatt kjósendur til þess að strika yfir nafn hans fremur en að kjósa annan flokk. Til þess að yfirstrikanir hafi áhrif á niðurröðun manna á framboðslista þurfa fimmtíu og eitt prósent kjósenda hans að strika yfir einn og sama frambjóðandan.

Ekkert að gerast í varnarviðræðum

Brottför bandaríska varnarliðsins frá Íslandi gengur mun hraðar en íslensk stjórnvöld hefðu getað gert sér grein fyrir. Forsætisráðherra segir ekkert nýtt að gerast í varnarviðræðunum.

Heitt í kolunum á þingi í dag

Heitt var í kolunum við upphaf þingfundar á Alþingi í dag. Stjórnarandstæðingar sökuðu stjórnarflokkana um pólitísk hrossakaup á bæði Alþingi og í borginni, til að koma mjög umdeildum málum í gegn á sumarþingi. Formaður Frjálslyndaflokksins sagði ráðherraræðið algjört á þingi og spáir þingfundum fram í júlí.

Fallist á kröfu verjenda í Baugsmálinu

Fallist var á kröfu verjenda í Baugsmálinu þess efnis að fá að spyrja matsmenn sérstaks saksóknara um tölvupóst sem sönnunargögn. Að sögn Jakobs R. Möllers, verjanda Tryggva Jónssonar, hefur niðurstaða dómsins mikla þýðingu fyrir vörn ákærðu.

Sjálfstæðirmenn og Framsókn funda í Árborg

Slitnað hefur upp úr viðræðum vinstri flokkanna í Árborg um myndun meirihluta í bæjarfélaginu. Sjálfstæðismenn hafa þegar hafið viðræður við Framsóknarmenn um meirihlutasamstarf. Upp úr viðræðunum slitnaði þegar ekki náðist samkomulag um málefni skólans á Eyrabakka og Stokkseyri en Samfylking og Framsókn vildu áfram haldandi uppbyggingu hans á meðan Vinstri grænir höfðu aðrar hugmyndir.

Búið að bjarga slösuðum frá Hvannadalshnjúki

Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur náð að bjarga þremur mönnum sem slösuðust í snjóflóði á leiðinni upp á Hvannadalshnjúk. Mennirnir eru komnir til Hafnar og verða fluttir þaðan með flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SÝN, til Reykjavíkur. Einn mannanna er ökklabrotinn og annar með snúinn ökkla og hugsanlega skaddað liðband.

Fimm fallhlífastökkvarar stukku úr flugvél yfir Hvannadalshnjúki

Fimm fallhífastökkvarar á vegum Landsbjargar stukku úr flugvél til að koma fólkinu til bjargar sem lenti í snjóflóðinu á Hvannadalshnjúk um hádegi í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem björgunarmenn stökkva í fallhlíf úr flugvél í björgunaraðgerðum á Íslandi.

Ólafur Ragnar haldinn til Litháen

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson hélt til Litháen í morgun. Þar í landi ætlar hann meðal annars að taka þátt í ársþingi samtakanna Evrópskar borgir gegn fíkniefnum. Þegar hafa um það bil tuttugu borgir í Evrópu staðfest þátttöku í verkefninu.

Þrír menn slasaðir

Fimm manns lentu í snjóflóði á Hvannadalshnjúki um hádegisbilið, nánar titekið milli Dyrhamars og hnjúksins. Samkvæmt heimildum Landhelgisgæslunnar eru þrír manna eitthvað slasaðir og meðal annars talið að einn þeirra sé fótbrotinn.

Þyrlan getur ekki bjargað mönnunum af Hvannadalshnjúki

Skýjabakkar eru að setjast inn að Hvannadalshnjúki og er nú útséð með að þyrla Landhelgisgæslunnar geti lent til bjargar mönnunum fimm sem lentu þar í snjóflóði. Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu eru allir mennirnir eitthvað lemstraðir, en enginn alvarlega. Einhverjir eru ökklabrotnir og því ógöngufærir.

Þyrlan kemst ekki að mönnunum vegna skyggnis

Þyrla Landhelgisgæslunnar er komin á vettvang á Hvannadalshnjúki þar sem fimm menn lentu í snjóflóði upp um hádegisbil í dag en kemst ekki að mönnunum vegna skyggnis.

Mennirnir þrekaðir og einn fótbrotinn

Fimm manns lentu í snjóflóði á Hvannadalshnjúki um hádegisbilið, nánar titekið milli Dyrhamars og hnjúksins. Samkvæmt heimildum Landhelgisgæslunnar eru þrír manna eitthvað slasaðir og meðal annars talið að einn þeirra sé fótbrotinn. Þeir eru þrekaðir eftir að hafa lent í snjóflóðinu og talið nauðsynlegt að sækja þá hið fyrsta.

Fimm menn lentu í snjóflóði á Hvannadalshnjúki

Fimm manns lentu í snjóflóði á Hvannadalshnjúki um hádegisbilið. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, er á leið á staðinn en samkvæmt fyrstu fregnum sem lögreglan á Höfn hefur um málið eru þrír slasaðir, en þó ekki alvarlega.

Símaskráin í sérstakri hátíðarútgáfu

Ný símaskrá er komin út og það í hundraðasta sinn en símaskráin var fyrst gefin út árið 1906. Að því tilefni hefur verið gefin út sérstök afmælisútgáfa en í henni er að finna fyrstu símanúmeraskránna sem gefin var út á Íslandi.

ESB braut lög

Evrópusambandið braut lög þegar það ákvað að leyfa evrópskum flugfélögum að veita bandarískum yfirvöldum upplýsingar um flugfarþega á leið til Bandaríkjanna. Þetta er niðurstaða Evrópudómstólsins sem segir persónuvernd evrópskra farþega ekki tryggða nægilega vel í Bandaríkjunum. Dómstóllinn gefur fjögurra mánaða frest til að endurskoða samning um upplýsingagjöfina.

Gísli sest í bæjarstjórastólinn á Akranesi

Sjálfstæðisflokkur og Frjálslyndir og óháðir á Akranesi tilkynntu í hádeginu um myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn. Það sem er óvenjulegt við þennan meirihluta er að Gísli S. Einarsson, sem verið hefur Samfylkingarmaður, verður bæjarstjóri en sjálfstæðismenn tefldu honum fram sem slíkum.

Ekki samið um neitt fyrir kosningarnar

Forystumenn stjórnarflokkanna segja ekkert hæft í samsæriskenningum um að búið hafi verið að semja um stuðning Sjálfstæðismanna við frumvarp iðnaðarráðherra um Nýsköpunarmiðstöð Íslands, áður en flokkarnir mynduðu meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, segir ekki hafa verið samið neitt um myndun nýs meirihluta milli flokkanna í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Þeir eu báðir hæstánægðir með nýja meirihlutann.

Lítil von um að nokkur finnist á lífi

Björgunarmenn segja litla sem enga von á að nokkur finnist á lífi í rústum húsa á indónesísku eyjunni Jövu en öflugur jarðskjálfti reið þar yfir á laugardaginn. Rúmlega fimm þúsund og fjögur hundruð manns fórust í hamförunum en skjálftinn mældist 6,3 á Richter.

200 fangar í Abu Ghraib látnir lausir

Bandaríkjaher hefur látið um það bil tvö hundruð írakska fanga lausa úr Abu Ghraib fangelsinu þar í landi. Þetta var gert þegar staðfest var að fangarnir hefðu ekki átt þátt í aðgerðum andspyrnumanna gegn hersveitum í Írak.

Gísli S. Einarsson næsti bæjarstjóri á Akranesi?

Boðað hefur verið til blaðamannafundar í hádeginu vegna myndun nýs bæjarstjórnarmeirihluta á Akranesi. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttavefjarins Skessuhorn verður Gísli S. Einarsson, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar sem var á lista sjálfstæðismanna í kosningunum, næsti bæjarstjóri á Akranesi.

Bændur óhressir með tryggingar

Bændur eru óhressir með svonefndar rekstrarstöðvunartryggingar, sem Sjóvá býður þeim upp á, án þess að eftir því hafi verið leitað. Sérstaklega telja bændur það til vansa að Sjóvá skuli senda greiðsluseðla án útskýringa og í mörgum tilvikum beint til greiðsluþjónustu viðskiptabanka bændanna.

Upplýsingagjöf ólögleg

Evrópusambandið braut gegn lögum þegar það samþykkti að skylda evrópsk flugfélög til að láta Bandaríkjamönnum í té upplýsingar um flugfarþega þeirra. Þetta er niðurstaða Evrópudómstólsins.

Innbrotsþjófar gleymdu myndavélinni

Lögreglan á Selfossi leitar nú nokkurra innbrotsþjófa sem brutust inn í sumarbústað i Grímsnesi um helgina og virðast hafa slegið upp teiti á staðnum. Góður gleðskapur er gjarnan festur á filmu og gerður þjófarnir enga undantekningu á því. Það varð þeim hinsvegar að falli, því þeir gleymdu myndavélinni á vettvangi og telur lögreglan sig þegar þekkja einn þeirra af myndum úr teitinu, og ætlar að hafa tal af honum í dag.

Þrír fórust í átökum á Gazasvæðinu

Þrír biðu bana og fjórir særðust í átökum Ísraelshers og palestínskra vígamanna á Gaza-ströndinni í morgun, að sögn heimildarmanns úr röðum Palestínumanna.

Sjálfstæðismenn og frjálslyndir mynda meirihluta á Akranesi

Sjálfstæðisflokkur og Frjálslyndir og óháðir mynduðu meirihluta í bæjarstjórn á fundi í gærkvöldi. Fréttavefurinn Skessuhorn punktur is greinir frá því að samkvæmt áreiðanlegum heimildum þá verði Gísli S. Einarsson fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar næsti bæjarstjóri.

Fjórir fórust í sprengingu í efnaverksmiðju

Að minnsta kosti fjórir létu lífið og þrír slösuðust í sprengingu í efnaverksmiðju um þrjátíu kílómetra suðvestur af Belgrad, höfuðborg Serbíu, í gær. Auk þess að framleiða ýmis eiturefni er sprengiefni framleitt í verksmiðjunni en sprengingin mun hafa orðið þar sem sú framleiðsla fer fram.

Reyndi að stinga lögregluna af

Ungur ökumaður bifhjóls, sem reyndi að stinga lögregluna af í Reykjavík í gærkvöldi, slapp ómeiddur þótt hann hafi tvisvar fallið af hjólinu á flóttanum. Þegar lögreglumenn reyndu að hafa tal af honum í miðborginni gaf hann í austur Sæbraut, þar sem hann féll á gatnamótunum við Snorrabraut.

Sumarþing hefst í dag

Sumarþing hefst í dag en þingmenn tóku sér frí í byrjun mánaðarins vegna nýliðinna sveitarstjórnarkosninga. Nefndarfundir hófust í gær og halda áfram í fyrramálið. Fjöldi mála liggur fyrir þinginu og um flest þeirra er væntanlega sátt á milli stjórnarliða og stjórnarandstæðinga. Um nokkur mál standa þó deilur og þingfundur hefst á því að ræða eitt þeirra, nýtt frumvarp menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið.

Ökumaður slapp með skrekkinn

Þau undur gerðust í Njarðvík í gærkvöldi að vél í nýlegum jepplingi hreinlega sprakk í miðjum akstri, og eldur kviknaði í vélarhúsinu. Vegfarandi gat haldið eldinum í skefjum þar til slökkviliðið kom á vettvang og slökkti hann. Kom þá í ljós að sjálf blokkin í vélinni var sprunginn og ýmislegt innvols úr vélinni lá í götunni auk þess sem olía og kælilvökvi láku úr vélinnin þannig að slökkviliðsmenn þurftu að hreinsa vettvanginn. Ökumaðurinn slapp ómeiddur en orsakir þessa eru ókunnar.

Sjá næstu 50 fréttir