Erlent

200 fangar í Abu Ghraib látnir lausir

Ein af myndunum frægu sem sýna pyntingar á föngum í Abu Grahib fangelsinu og birtust í fjölmiðlum árið 2004.
Ein af myndunum frægu sem sýna pyntingar á föngum í Abu Grahib fangelsinu og birtust í fjölmiðlum árið 2004. MYND/AP

Bandaríkjaher hefur látið um það bil tvö hundruð írakska fanga lausa úr Abu Ghraib fangelsinu þar í landi. Þetta var gert þegar staðfest var að fangarnir hefðu ekki átt þátt í aðgerðum andspyrnumanna gegn hersveitum í Írak. Fangarnir voru ferjaðir með rútu frá Abu Ghraib á rútubiðstöð í vesturhluta Bagdad. Bandaríkjaher hefur þegar gefið út að tvö hundruð fangar til viðbótar verði látnir lausir á næstu dögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×