Erlent

Lítil von um að nokkur finnist á lífi

Maður leitar í rústum húss síns í Samail-þorpi á Jövu.
Maður leitar í rústum húss síns í Samail-þorpi á Jövu. MYND/AP

Björgunarmenn segja litla sem enga von á að nokkur finnist á lífi í rústum húsa á indónesísku eyjunni Jövu en öflugur jarðskjálfti reið þar yfir á laugardaginn. Rúmlega fimm þúsund og fjögur hundruð manns fórust í hamförunum en skjálftinn mældist 6,3 á Richter.

Hjálpargögn frá Sameinuðu þjóðunum bárust til nauðstaddra á þeim hluta eyjunnar sem varð verst úti í skjálftanum en sérfræðingar segja þörf á meiru hið fyrsta. Sjúkrahús á svæðinu eru yfirfull og sjúklingum sinnt undir berum himni.

Skjálftinn á laugardaginn er sá fjórði sem riðið hefur yfir svæðið á hálfu öðru ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×