ESB braut lög 30. maí 2006 12:45 MYND/Valgarður Gíslason Evrópusambandið braut lög þegar það ákvað að leyfa evrópskum flugfélögum að veita bandarískum yfirvöldum upplýsingar um flugfarþega á leið til Bandaríkjanna. Þetta er niðurstaða Evrópudómstólsins sem segir persónuvernd evrópskra farþega ekki tryggða nægilega vel í Bandaríkjunum. Dómstóllinn gefur fjögurra mánaða frest til að endurskoða samning um upplýsingagjöfina. Samkomulagið var gert fyrir tveimur árum en samkvæmt því er evrópskum flugfélögum gert að veita ítarlegar upplýsingar um þá farþega sem ákveða að fljúga til Bandaríkjanna. Bandarísk yfirvöld krefja öll flugfélög sem fljúga til Bandaríkjanna um upplýsingar í 34 liðum um hvern farþega og það í síðasta lagi stundarfjórðungi áður en flogið er af stað. Meðal þess sem þeir óska eftir eru upplýsingar um nöfn farþega og áhafnarmeðlima, heimilisföng, símanúmer og tölvupóstföng. Einnig er óskað eftir upplýsingum um greiðslumáta farþega og þar með kreditkortaupplýsingar ef þær liggja fyrir. Einnig er óskað eftir upplýsingum um ferðaáætlun farþega og breytingar á bókunum ef þær eru gerðar. Einnig vilja bandarísk yfirvöld vita hvort farþegi hafi keypt miða báðar leiðir eða aðeins aðra leið. Meðal þess sem vekur athygli er að Bandaríkjamenn vilja vita hvort farþegi hafi pantað mat að múslima- eða gyðingasið og hvort farþegar eigi við fötlun að stríða sem geri það að verkum að þeir þurfi sérstaka aðstoð í flugi. Þau félög sem ekki verða við þessu eiga á hættu að fá á sig háar sektir auk þess sem vélum þeirra verður bannað að lenda í Bandaríkjunum. Þetta segja bandarísk yfirvöld allt gert til að berjast gegn hryðjuverkum. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, ríkisstjórnir þess og bandarísk yfirvöld undirrituðu samkomulagið þrátt fyrir mótmæli frá Evrópuþinginu sem leitaði með málið til Evrópudómstólsins. Í niðurstöðu dómstólsins frá í morgun segir að samkomulagið hafi skort lagastoð og því hafi dómstóllinn í raun ógilt þá ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar að undirrita það. Dómstóllinn hefur veitt ríkjum Evrópusambandsins frest til 30. september til að finna lagagrunn fyrir samkomulaginu. Icelandair flýgur til Bandaríkjanna og hefur, líkt og önnur flugfélög sem þangað fljúga, veitt þær upplýsingar um farþega sem bandarísk yfirvöld gera kröfu um að fá. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi félagsins, segir engan breytingu verða þar á eins og staðan sé í dag. Persónuvernd tók afstöðu til málsins á sínum tíma og gerði athugsemdir en taldi gagnavernd viðunandi samkvæmt ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Erlent Fréttir Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Fleiri fréttir Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Sjá meira
Evrópusambandið braut lög þegar það ákvað að leyfa evrópskum flugfélögum að veita bandarískum yfirvöldum upplýsingar um flugfarþega á leið til Bandaríkjanna. Þetta er niðurstaða Evrópudómstólsins sem segir persónuvernd evrópskra farþega ekki tryggða nægilega vel í Bandaríkjunum. Dómstóllinn gefur fjögurra mánaða frest til að endurskoða samning um upplýsingagjöfina. Samkomulagið var gert fyrir tveimur árum en samkvæmt því er evrópskum flugfélögum gert að veita ítarlegar upplýsingar um þá farþega sem ákveða að fljúga til Bandaríkjanna. Bandarísk yfirvöld krefja öll flugfélög sem fljúga til Bandaríkjanna um upplýsingar í 34 liðum um hvern farþega og það í síðasta lagi stundarfjórðungi áður en flogið er af stað. Meðal þess sem þeir óska eftir eru upplýsingar um nöfn farþega og áhafnarmeðlima, heimilisföng, símanúmer og tölvupóstföng. Einnig er óskað eftir upplýsingum um greiðslumáta farþega og þar með kreditkortaupplýsingar ef þær liggja fyrir. Einnig er óskað eftir upplýsingum um ferðaáætlun farþega og breytingar á bókunum ef þær eru gerðar. Einnig vilja bandarísk yfirvöld vita hvort farþegi hafi keypt miða báðar leiðir eða aðeins aðra leið. Meðal þess sem vekur athygli er að Bandaríkjamenn vilja vita hvort farþegi hafi pantað mat að múslima- eða gyðingasið og hvort farþegar eigi við fötlun að stríða sem geri það að verkum að þeir þurfi sérstaka aðstoð í flugi. Þau félög sem ekki verða við þessu eiga á hættu að fá á sig háar sektir auk þess sem vélum þeirra verður bannað að lenda í Bandaríkjunum. Þetta segja bandarísk yfirvöld allt gert til að berjast gegn hryðjuverkum. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, ríkisstjórnir þess og bandarísk yfirvöld undirrituðu samkomulagið þrátt fyrir mótmæli frá Evrópuþinginu sem leitaði með málið til Evrópudómstólsins. Í niðurstöðu dómstólsins frá í morgun segir að samkomulagið hafi skort lagastoð og því hafi dómstóllinn í raun ógilt þá ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar að undirrita það. Dómstóllinn hefur veitt ríkjum Evrópusambandsins frest til 30. september til að finna lagagrunn fyrir samkomulaginu. Icelandair flýgur til Bandaríkjanna og hefur, líkt og önnur flugfélög sem þangað fljúga, veitt þær upplýsingar um farþega sem bandarísk yfirvöld gera kröfu um að fá. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi félagsins, segir engan breytingu verða þar á eins og staðan sé í dag. Persónuvernd tók afstöðu til málsins á sínum tíma og gerði athugsemdir en taldi gagnavernd viðunandi samkvæmt ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Erlent Fréttir Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Fleiri fréttir Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Sjá meira