Fleiri fréttir

Viðræður hafnar í Árborg

Forystumenn B, S og V lista í Sveitarfélaginu Árborg hafa ákveðið að hefja viðræður um myndun meirihluta í bæjarstjórn Árborgar kjörtímabilið 2006 – 2010.

Úrslit í Akrahreppi

Óbundinni kosningu í Akrahreppi er lokið. Samtals greiddu 131 atkvæði, auðir seðlar einn og engir ógildir.

Úrslit í Grýtubakkahreppi

Óbundinni kosningu er lokið í Grýtubakkahreppi. Samtals greiddu 197manns atkvæði, einn auður seðill og engir ógildir.

Úrslit í Borgarfjarðarhreppi

Óbundinni kosningu í Borgarfjarðarhreppi er lokið. Samtals greiddu 76 manns atkvæði auðir seðlar voru tveir og engir ógildir.

Úrslit í Reykhólahreppi

Óbundinni kosningu í Reykhólahreppi. Samtals greiddu 116 manns atkvæði, auðir og ógildir seðlar voru engir.

Úrslit í Fljótsdalshreppi

Óbundinni kosningu í Fljótsdalshreppi er lokið. Samtals greiddu 52 manns atkvæði auðir seðlar voru tveir og ógildir seðlar voru engir.

Samantekt á úrslitum

Einn markverðasti atburður kosninganna á höfuðborgarsvæðinu er að Björn Ingi Hrafnsson virðist vera nokkuð öruggur með sæti sitt í borgarstjórn þvert á kannanir. Hann hefur 1155 atkvæða forskot á Oddnýu Sturludóttur. Einnig má nefna afhroð Framsóknarmanna í Kópavogi og stórsigur Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Svo hafa Sjálfstæðismenn á Álftanesi beðið um endurtalningu.

Afhroð Framsóknarmanna

Framsóknarflokkurinn hefur tapað tveimur bæjarfulltrúum af þremur í Kópavogi. Meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisfokks heldur þó velli með sex fulltrúa á móti fimm. Merihlutinn var átta á móti þremur.

Úrslit í Ásahreppi

Óbundinni kosningu í Ásahreppi er lokið. Samtals greiddu 100 manns atkvæði, auðir seðlar voru einn og ógildir seðlar engir.

Úrslit í Helgafellssveit

Óbundinni kosningu í Helgafellssveit er lokið. Samtals greiddu 38 manns atkvæði, auðir og ógildir seðlar voru engir. Úrslitin eru:

Úrslit í Svalbarðsshreppi

Óbundinni kosningu í Svalbarðsshreppi er lokið. Samtals greiddu 58 manns atkvæði auðir og ógildir seðlar voru engir. Úrslitin eru:

Úrslit í Skorradalshreppi

Óbundinni kosningu í Skorradalshreppi er lokið. Samtals greiddu 29 manns atkvæði, auðir seðlar voru tveir og ógildir engir. Úrslitin eru:

Vill að kosið verði til Alþingis sem fyrst

Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna segir að úrslit kosninganna séu skýr skilaboð þjóðarinnar þess efnis að hún kæri sig ekki lengur um ríkisstjórnina. Hann vill að boðað verði til Alþingiskosninga hið fyrsta.

50 ára bann við hundahaldi í Grímsey stendur enn

Samhliða sveitarstjórnarkosningum í Grímseyjarhreppi fór fram atkvæðagreiðsla um tillögu um að afnema bann við hundahaldi sem gilt hefur í eynni í 50 ár. Hlynntir því að leyfa hundahald voru 18 en á móti voru 41. Bann við hundahaldi verður því væntanlega áfram í gildi í Grímsey.

Úrslit í Grímseyjarhreppi

Óbundinni kosningu í Grímseyjarhreppi er lokið. Samtals hafa verið greidd 55 atkvæði auðir seðlar voru tveir og ógildir seðlar voru engir. Úrslitin eru:

Úrslit í Skagabyggð

Óbundinni kosningu er lokið. Samtals voru greidd 43 atkvæði í Skagabyggð, auðir og ógildir seðlar voru engir. Úrslitin eru:

Úrslit í Árneshreppi

Óhlutbundinni kosningu í Árneshreppi er lokið. Samtals voru greidd 36 atkvæði og einn auður seðill skilaði sér í hús. Úrslitin eru:

Viðbrögð oddvita flokkanna

Í Reykjavík hafa verið talin 41.040 sem eru 47,9%. Næsta manneskja inn er Odný Sturludóttir með 2.286 atkvæði á bak við sig og vantar 655 atkvæði til að slá út Björn Inga Hrafnsson. Viðbrögð oddvita flokkanna eru:

Samfylkingin með sjö fulltrúa og stutt í þann áttunda

Samfylkingin er með öruggan meirihluta í Hafnarfirði, sjö fulltrúar inni og stutt í þann áttunda. Sjálfstæðismenn eru með þrjá fulltrúa og Vinstri grænir einn fulltrúa. Í Hafnarfirði hafa verið talin 7250 atkvæði af þeim 10191 sem í kjörkassana komu.

D-listinn sigurvegari á Tálknafirði

Sjálfstæðisflokkurinn á Tálknafirði hlaut tæp 60% atkvæða og þrjá fulltrúa af fimm í hreppsnefnd. T-listinn eða Tálknafjarðarlistinn hlaut rúm 36% atkvæða og 2 fulltrúa kjörna.

Ásakaðir um hrottafengin morð

Flest bendir til að bandarískir landgönguliðar hafi í nóvember á síðasta ári myrt á þriðja tug íraskra borgara í hefndarskyni, þar á meðal mörg börn. Ódæðin eru sögð þau verstu sem bandaríska herliðið hefur gert sig sekt um í Írak frá því að ráðist var inn í landið.

Oddvitar flokkanna mættu snemma að kjósa

Hátt í áttatíu og sexþúsund manns eru á kjörskrá í Reykjavík. Hægt er að kjósa á þrettán stöðum og voru kjörstaðir opnaðir klukkan níu í morgun og verður þeim ekki lokað fyrr en klukkan tíu í kvöld. Kjörsókn var fremur dræm framan af degi.

Kraftlistinn sigraði með 9 atkvæða mun

K-listinn eða Kraftlistinn í Arnarneshreppi sigraði M-lista, Málefnalistann naumlega en talningu í Arnarneshreppi er lokið. Kraftlistinn hlaut 61 atkvæði og 3 fulltrúa í sveitarstjórn en Málefnalistinn hlaut 52 atkvæði og 2 fultlrúa.

Íslensk stúlka var hætt komin í Indónesíu

Óttast er að yfir þrjú þúsund manns hafi týnt lífi þegar öflugur jarðskjálfti reið yfir indónesísku eyna Jövu í nótt. Íslensk stúlka á skjálftasvæðinu prísar sig sæla fyrir að vera heil á húfi.

Akureyrin EA-110 er á leið til Hafnarfjarðar

Reiknað er með að skipið verði þar um klukkan 09:30 í fyrramálið, þann 28.5. Fjórir slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eru á brunavakt um borð og sigmaður frá Landhelgisgæslunni. Togarinn Júlíus Geirmundsson fylgir skipinu eins og er, og varðskipið Óðinn tekur síðan við og fylgir skipinu til hafnar.

Tveir létust í eldsvoða á Akureyrinni

Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti fyrir stundu við Landspítala-Háskólasjúkrahús í Fossvogi með sex menn úr áhöfn Akureyrinnar. Tveir menn létu lífið þegar eldur kom upp í togaranum Akureyrinni EA í dag, 75 sjómílur norðvestur af Látrabjargi. Bænastund verður í Glerárkirkju á Akureyri í kvöld klukkan 21.

TF-Líf er á leið til Reykjavíkur með 6 manns úr áhöfninni.

TF Líf er á leið til Reykjavíkur með 6 manns úr áhöfn Akureyrarinnar. Slökkviliðsmenn frá SHS eru komnir um borð, að kljást við eldinn og eru að ná tökum á honum. Átján manna áhöfn er á Akureynni og sendi hún út neyðarkall tuttugu mínútur yfir tvö í dag.

TF-LÍF komin að Akureyrinni

TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, er komin að Akureyrinni EA, en eldur geisar um borð í skipinu 75 sjómílur norðvestur af Látri. Átján manna áhöfn er á Akureynni og sendi hún út neyðarkall tuttugu mínútur yfir tvö í dag.

Minni kjörsókn í Reykjavík en árið 2002

38,22% kjósenda í Reykjavík höfðu greitt atkvæði klukkan 16 samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórn. Í kosningunum 2002 höfðu 42,71% sem voru á kjörskrá, greitt atkvæði á sama tíma.

Par handtekið á Húsavík

Ungt par var handtekið í heimahúsi á Húsavík í gærkveldi eftir að mikið magn af fíkniefnum fannst í fórum þeirra. Að sögn lögreglunnar á Húsavík er talið að efnin hafi verið ætluð til sölu.

Stakk 28 manns

Þýskur unglingur gekk berserksgang í miðborg Berlínar í gærkvöld og særði 28 manns með hnífi.

Forseti Íslands sendi forseta Indónesíu samúðarkveðjur

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson hefur í dag sent forseta Indónesíu, Hr. Susilo Bambang Yudhoyono, einlægar samúðarkveðjur sínar og íslensku þjóðarinnar vegna jarðskjálftanna sem riðu yfir í morgun og leitt hafa til dauða þúsunda manna.

Eldur logar um borð í Akureyri EA-110

Eldur logar í Akureyrinni EA-110 en skipið er um 75 sjómílur norðvestur af Látrum. TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar er farin af stað með slökkviliðsmenn til aðstoðar skipverjum og björgunarskip Landsbjargar hafa verið sett í viðbragðsstöðu og verður sent af stað ef það þörf krefur og það er talið geta komið að notum.

Hart barist í Mogadishu

Í það minnsta tuttugu hafa týnt lífi í bardögum í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, í dag.

Frambjóðendur voru sjálfir við vinnu í kjördeild

Frambjóðendur Framsóknar og Sjálfstæðisflokks voru sjálfir við vinnu í kjördeild á Hofsósi í morgun. Ásdís Ármannsdóttir formaður kjörstjórnar sagði í samtali við NFS að hún hefði fengið fregnir af þessu um hádegisbil og kallaði inn varamenn í kjörstjórn strax. Það er með öllu ólöglegt að frambjóðendur vinni sjálfir í kjördeildum.

17,5 prósent búin að kjósa

Sautján og hálft prósent reykvískra kjósenda hafði greitt atkvæði á kjörstað klukkan eitt. Mest var kjörsóknin í Hlíðaskóla og Breiðagerðisskóla, tæpt 21 prósent, en áberandi minnst í Klébergsskóla, aðeins rúm ellefu prósent.

Kjósa snemma og það sama og áður

Íbúar á dvalarheimilum aldraðra hafa sennilega fengið vænni skammt af kosningaáróðri en flestir aðrir. Óvíst er þó að það hafi skilað sér sem skyldi því þeir heimilismenn Hrafnistu sem NFS ræddi við í morgun kusu það sama og þeir höfðu gert hingað til.

Saklaust fólk drepið í hefndarskyni

Flest bendir til að bandarískir landgönguliðar hafi í nóvember á síðasta ári myrt á þriðja tug íraskra borgara í hefndarskyni, þar á meðal mörg börn. Ódæðin eru sögð þau verstu sem bandaríska herliðið hefur gert sig sekt um í Írak frá því að ráðist var inn í landið.

Yfir 2.700 taldir látnir

Nú er talið að í það minnsta 2.700 manns hafi týnt lífi þegar öflugur jarðskjálfti reið yfir indónesísku eyna Jövu í nótt. Miklar skemmdir hafa orðið á húsum á skjálftasvæðinu en engrar flóðbylgju hefur þó orðið vart.

Sjá næstu 50 fréttir