Erlent

Fatah-liðar berjast við Hamas-liða

Félagar í Al-Aqsa herdeildunum, sem tengjast Fatah-hreyfingunni, við eina af skrifstofum sínum í Gasaborg. Í brýnu hefur slegið milli þeirra og Hamas-liða síðustu tvo daga.
Félagar í Al-Aqsa herdeildunum, sem tengjast Fatah-hreyfingunni, við eina af skrifstofum sínum í Gasaborg. Í brýnu hefur slegið milli þeirra og Hamas-liða síðustu tvo daga.

Níu palestínumenn særðust í átökum milli Fatah-hreyfingar Yassers Arafats og byssumanna Hamas-hreyfingarinnar á Gaza-svæðinu í morgun.

Fimm skólabörn voru meðal þeirra sem særðust þegar byssumennirnir skiptust á skotum. Þetta er annar dagurinn í röð sem til átaka kemur milli Fatah og Hamas, en í gær beittu liðsmenn hreyfinganna bæði eldflaugum og hríðskotarifflum gegn hvor öðrum, með þeim afleiðingum að þrír féllu.

Væringar hafa verið milli Fatah og Hamas, síðan þeir síðarnefndu unnu sigur í þingkosningum, fyrr á þessu ári, og bundu þar með enda á fjörutíu ára valdasetu Fatah meðal Palestínumanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×