Fleiri fréttir Styttist í þingkosningar á Ítalíu Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, hélt sinn síðasta kosningafund fyrir komandi þingkosningar nú undir kvöldið. Berlusconi og Prodi, sem leiðir bandalag vinstriflokka, hafa háð harða baráttu fyrir þingkosningarnar sem fram fara á sunnudag og mánudag. 7.4.2006 22:05 A-listinn vill ekki einkavæða Keflavíkurflugvöll A-listinn í Reykjanesbæ telur ekki koma til greina að einkavæða Keflavíkurflugvöll né Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. Þetta segir í tilkynningu frá listanum. Þar segir einnig að að Keflavíkurflugvöllur sé ein af meginstoðum atvinnulífs á Suðurnesjum og því séu hugmyndir um einkavæðingu flugvallarins mjög varhugaverðar, sérstaklega í ljósi þess atvinnuástands sem nú skapist við brotthvarf varnarliðsins. 7.4.2006 22:01 Kuldaboli hindrar ekki þjóðdans Þjóðlega klæddur hópur ungmenna lét ekki norðangarra aftra sér frá því að dansa þjóðdansa utanhúss víða um borg í dag. Hér voru á ferðinni nemendur Kvennaskólans í Reykjavík sem héldu sinn árlega Peysufatadag en hann má rekja til sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. 7.4.2006 18:57 ESB stöðvar fjárframlög Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur ákveðið að stöðva fjárframlög til heimastjórnar Palestínumanna þangað til Hamas-samtökin viðurkenna Ísraelsríki og leggja niður vopn. 7.4.2006 18:45 Þóttust geta fjölfaldað peninga með göldrum Tveir Nígeríumenn hafa verið ákærðir fyrir fjársvik og varða brotin allt að sex ára fangelsi. Mennirnir sviku út hátt í níu milljónir með því að telja tveimur Íslendingum trú um að þeir gætu fjölfaldað peningaseðla með göldrum. 7.4.2006 18:44 Sigurður Demetz er látinn Sigurður Demetz Franzson, óperusöngvari og söngkennari, andaðist að morgni 7. apríl á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík. Hann fæddist 11. október 1912 í St. Úlrik í Grödendal í Ölpunum á landamærum Austurríkis og Ítalíu sem heitir Suður-Tíról, sonur hjónanna Franz og Mariu Demetz. 7.4.2006 18:36 Viðbrögð vegna fuglaflensu 7.4.2006 18:28 Sex félög munu skila tapi Sex félög í Kauphöll Íslands, munu skila tapi á fyrsta ársfjórðungi. Þetta kemur fram í spá greiningardeildar Landsbankans um afkomu 17 félaga í Kauphöll Íslands. 7.4.2006 18:17 Mannskæð árás á sjía 79 létust og á annað hundrað slösuðust í sjálfsmorðárás sem gerð var í dag á eina af höfuðmoskum shíta í Bagdad, höfuðborg Íraks. 7.4.2006 18:08 Ingibjörg send til Ísafjarðar Ingibjörg S. Guðmundsdóttir, skólameistari Kvennaskólans í Reykjavík, hefur verið skipuð skólameistari Menntaskólans á Ísafirði í eitt ár frá 1. ágúst næstkomandi. Hún tekur við starfinu af Ólínu Þorvarðardóttur sem lætur af störfum í lok þessa skólaárs. 7.4.2006 16:31 Mun meira tekið af fíkniefnum en áður Lögreglan á Ísafirði hefur lagt hald á nær tvöfalt meira magn fíkniefna fyrstu þrjá mánuði ársins en hún hefur gert á hverju heilu ári síðustu sjö árin. Ár hvert hefur verið lagt hald á 140 grömm af fíkniefnum að meðaltali en 265 grömm fyrstu þrjá mánuði ársins. 7.4.2006 16:23 Stal einum bíl og bakkaði á annan Tvítugur Hafnfirðingur var í dag dæmdur til þrjátíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að stela bíl og bakka honum á kyrrstæðan bíl stuttan spöl í burtu. 7.4.2006 16:02 Má ekki nota upplýsingar um viðskiptavini sem færa sig yfir til keppinautar Samkeppniseftirlitið hefur úrskurðað að Símanum sé óheimilt að misnota aðstöðu sína og beita sérstökum aðgerðum til þess að hafa áhrif á viðskiptavini á einstaklingsmarkaði sem hafa ákveðið að flytja viðskipti sín yfir til Og Vodafone. Úrskurðurinn felur í sér að Símanum er ókleift að heimsækja, hringja í eða senda tölvupóst til slíkra viðskiptavina. 7.4.2006 16:00 Áfengisneysla heldur áfram að aukast Áfengisneysla Íslendinga heldur áfram að aukast og þá sér í lagi dagdrykkja. Æ fleiri í aldurhópnum 40 ára og eldri koma til áfengismeðferðar á Vogi vegna dagdrykkju. 7.4.2006 15:57 Dæmdir fyrir líkamsárás Þrír ungir karlmenn voru í dag fundnir sekir um líkamsárás. Þeir ruddust í heimildarleysi inn í eldhús Bautans á Akureyri í ágúst í fyrra þar sem tveir þeirra börðu einn starfsmann veitingastaðarins og annar þeirra tók starfsmanninn hálstaki. 7.4.2006 15:56 Tíminn illa nýttur Tíminn sem gafst til að aðlaga íslenskan vinnumarkað þeim breytingum sem fylgdu stækkun Evrópusambandsins til austurs var illa nýttur, segir stjórn Samiðnar. 7.4.2006 15:29 Vísaði kröfu Símans frá dómi Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu Símans um staðfestingu lögbanns á því að Helgi Steinar Hermannsson ynni fyrir 365 miðla, sem reka meðal annars NFS. Lögbannið lagði Sýslumaðurinn í Reykjavík á Helga Steinar eftir að hann réði sig til starfa hjá 365 en hann vann áður hjá Skjá einum. 7.4.2006 15:07 Aukin dreifing á íslenskum sjónvarpsrásum 365 prent- og ljósvakamiðlar og Síminn hafa náð samkomulagi um gagnkvæma dreifingu sjónvarpsefnis. Þar er kveðið á um að báðir aðilar dreifi íslenskum sjónvarpsrásum Digitals Íslands og Skjásins. 7.4.2006 14:57 Meirihluti vill séra Skúla Sigurð Meirihluti valnefndar í Keflavíkurprestakalli mælir með því að séra Skúli Sigurður Ólafsson verði næsti prestur í prestakallinu. Ekki náðist þó full samstaða um að mæla með séra Skúla Sigurði og því hefur málinu verið vísað til biskups Íslands. 7.4.2006 14:56 Bílslys á Reykjanesbrautinni. Maður var fluttur alvarlega slasaður á slysadeild Landspítalans á fimmta tímanum í dag eftir að jeppabifreið hans valt á Reykjanesbrautinni, rétt vestan við Grindavíkurafleggjarann. Orsök slyssins eru enn ókunn en ökumaðurinn var einn í bílnum og komu ekki aðrir bílar við sögu. Málið er í rannsókn. 7.4.2006 14:32 Afhenti trúnaðarbréf sitt Sturla Sigurjónsson sendiherra afhenti Dr. Abdul Kamal, forseta Indlands, trúnaðarbréf sitt í vikunni. Sturla er fyrsti íslenski sendiherrann sem hefur aðsetur á Indlandi. 7.4.2006 14:30 Kjósa um sameiningu Íbúar Þórshafnarhrepps og Skeggjastaðahrepps greiða á morgun atkvæði um sameiningu sveitarfélaganna. Verði sameiningin samþykkt verða sveitarfélögin sameinuð fyrir sveitarstjórnarkosningar undir lok næsta mánaðar. Þá verða sveitarfélög landsins orðin 79 talsins. 7.4.2006 14:04 Fyrstu Frumkvöðlaverðlaun Icelandair veitt Íslenskir fjallaleiðsögumenn hlutu í dag Frumkvöðlaverðlaun Icelandair fyrir hugmynd sína Gönguferðir á ís sem á að auðvelda ferðalöngum að komast í beina snertingu við ís. 7.4.2006 13:57 Um 50 fórust í sprengjuárás Um fimmtíu manns létu lífið í sprengjuáras á mosku sjía-múslima í Bagdad í morgun, rétt áður en föstudagsbænum lauk. Að minnsta kosti 45 manns til viðbótar særðust. 7.4.2006 13:54 Kanna smit í fjórtán fuglum Grunur leikur á að fjórtán ný fuglaflensutilfelli hafi komið upp í Skotlandi, en hinn banvæni stofn fuglaflensu greindist í fyrsta sinn í Bretlandi í gær. Öruggt þykir að fuglaflensa berist til Íslands á næstunni. 7.4.2006 13:47 Markaðsráðandi fyrirtæki brjóti upp starfsemi sína Skoða þarf hvort brjóta eigi upp markaðsráðandi fyrirtæki. Þetta segir forstjóri Samkeppniseftirlitsins en það hélt ráðstefnu í morgun á Hótel Nordica þar sem yfirskriftin var „Fákeppni í smærri hagkerfum". 7.4.2006 13:18 Háskólinn í Reykjavík fer í Morgunblaðshúsið Háskólinn í Reykjavík flytur hluta starfsemi sinnar í Morgunblaðshúsið í Kringlunni næsta sumar. Skólinn hefur leigt húsnæðið af Klasa, eiganda hússins, og notar það þar til nýtt hús Háskólans í Reykjavík í Vatnsmýri verður tekið í notkun árið 2009. 7.4.2006 13:15 Heilbrigðisráðherra ræddi við fulltrúa starfsmanna Heilbrigðisráðherra kom í heimsókn á Hrafnistu í Reykjavík með stuttum fyrirvara í morgun til að ræða við fulltrúa ófaglærðara starfsmanna. Eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum eru starfsmenn tíu hjúkrunar- og dvalarheimila á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði í setuverkfalli til þess að mótmæla launakjörum sínum, en verkfallið hófst á miðnætti á fimmtudag. 7.4.2006 12:16 Vilja kaupa Keflavíkurflugvöll Þýsk og bresk félög, sem reka marga flugvelli víða um heim, og Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf., hafa nú þegar sýnt áhuga á að kaupa Keflavíkurflugvöll þegar hann verður einkavæddur, eins og utanríkisráðherra boðar. 7.4.2006 12:07 Mikilvægt að grípa í taumana til að ná verðbólgunni niður Það verður að berja niður verðbólguna ef ekki á að fara illa segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann óttast að fólk sætti sig við fjögurra til fimm prósenta verðbólgu og að hún verði enn meiri í framhaldinu. 7.4.2006 12:00 Spá enn 20 prósenta verðhækkun Greiningardeild Glitnis spáir því að verðmæti hlutabréfa í fyrirtækjum í Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar hækki um tuttugu prósent áður en árið er úti. 7.4.2006 10:27 Tilvísanakerfi getur verið hættulegt Stjórnir SÍBS og Hjartaheilla mótmæla því að sjúklingar þurfi að fá tilvísun frá heimilislækni til að fá endurgreiðslur vegna heimsóknar til hjartasérfræðings. Stjórnarmenn óttast að þetta geti stefnt öryggi hjartasjúklinga í hættu. 7.4.2006 10:11 Dró úr hagvexti undir lok ársins Heldur dró úr hagvexti á síðasta ársfjórðungi síðasta árs samkvæmt nýbirtum tölum frá Hagstofunni. Samkvæmt þeim var hagvöxtur 3,6 prósent síðustu þrjá mánuði ársins, en 4,6 prósent næsta ársfjórðung á undan og 8,8 prósent á öðrum fjórðungi ársins. 7.4.2006 09:05 Vitni lýstu lífsreynslu sinni Réttarhöld yfir al-Qaeda liðanum Zacaris Moussaoui héldu áfram í gær. En þá fóru fram vitnaleiðslur en Moussaoui er sá eini sem ákærður er fyrir hryðjuverkaársásirnar í Bandaríkjunum 11. september 2001. 7.4.2006 09:00 Sjóræningjatogari við veiðar á Reykjaneshrygg Svonefndur sjóræningjatogari, sem áhöfn flugvélar Landhelgisgæslunnar sá, rétt utan tvö hundruð mílnanna á Reykjaneshrygg fyrir viku, var þar enn þegar Gæslan flaug yfir svæðið í gær. Þar voru nú 16 erlendir togarar að karfaveiðum, eða fjórfalt fleiri en fyrir viku. Sjóræningjatogarinn er einn úr hópi erlendra togara, sem stundað hafa veiðar á þessu svæði, án veiðiheimilda. 7.4.2006 08:30 Arfleiddi dýraverndunarsamtök um 58 milljónir króna Dýraverndunarsamtök á Vestu-Sjálandi í Danmörku hafa fengið tæpar 58 milljónir íslenskra króna í arf frá gamalli konu sem lést á síðasta ári. Aase Asbo Preman bjó alein en maður hennar Erik Perman, sem var listamaður, lést fyrir mörgum árum. 7.4.2006 08:15 Varað við ófærð víða á þjóðvegum Vegagerðin varar við ófærð og stórhríð yfir Þverárfjall, á Siglufjarðarvegi, á milli Ólafsfjarðar og Akureyrar, til Grenivíkur og yfir Víkurskarðið. Hálka og skafrenningur er yfir Holtavörðuheiði. Mokstur er hafin á Norðaustur og Austurlandi. 7.4.2006 08:09 Búlgari dæmdur í gæsluvarðhald Héraðsdómur Austurlands dæmdi í gær 28 ára Búlgara í 30 daga fangelsi fyrir að framvísa fösluðu vegabréfi við komuna til Seyðisfjarðar með Norrænu á þriðjudaginn. Hann og samferðamaður hans höfðu verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald, en samferðamanninum hefur verið sleppt. Mennirnir eru jafnframt grunaðir um innflutning á fíkniefnum, en ekki liggur fyrir hvernig rannsóknin á því stendur. 7.4.2006 08:00 Ölvaður á ferð og nýkominn með bílpróf Lögreglan á Akureyri stöðvaði ökumann við reglubundið eftirlit í nótt og reyndist hann vera ölvaður, sem er vart í frá sögu færandi, nema hvað hann er aðeins 17 ára og nýlega kominn með bílprófið. Hann missir það og getur þurft að bíða lengi eftir að fá það aftur, í ljósi aðstæðna. 7.4.2006 08:00 Nokkrir festust í bíl sínum vegna veðurs Þónokkrir ökumenn lentu í erfiðleikum við Eyjafjörð í gærkvöldi þegar þar gerði mikinn skafrenning svo vart sá út úr augum. Lögreglan á Akureyri og björgunarsveit aðstoðuðu nokkra ökumenn, sem komust hvorki lönd né strönd og bóndi söðlaði dráttarvél sína og hélt til aðstoðar við nokkra bíla á Ólafsfjarðarvegi. 7.4.2006 07:45 Mikil flóð í norðurhluta Ástralíu Hundruðir manna hafa þurft að flýja heimili sín í bænum Katrínu í Norðurfylki Ástralíu vegna mikilla monsúnrigninga sem hafa geysað þar síðustu daga. Víða hafa hús farið á kaf vegna flóðsins og talið er að tjónið nemi milljónum króna. 7.4.2006 07:30 FL Group og Vífilfell undirbúa kaup á Refresco FL Group og Vífilfell, sem meðal annars framleiðir Kók, eru að undirbúa kaup á hollenska drykkjarvöruframleiðandanum Refresco fyrir 44 milljarða króna, að því er Viðskiptablaðið greinir frá. KB banki mun að líkindum koma að kaupunum og verða hluthafi til að byrja með, að minnstakosti. FL Group á fyrir all stórann hlut í danska drykkjarvöruframleiðandanum Royal Unibrew. 7.4.2006 07:30 Engan sakaði í óveðrinu á Austfjörðum Stórhríð og hvassviðri geysuðu á Austfjörðum langt fram á kvöld með mikilli ófærð og urðu vegagerðarmenn að hætta við mokstur, því snjó skóf jafn harðann í ruðningana. Björgunarsveitarmenn þurftu hvað eftir annað að aðstoða fólk í föstum bílum, einkum í Oddsskarði, en engan sakaði. Veður hefur lægt í nótt og liggur nú fyrir vegagerðarmönnum að ryðja Oddskarð, Fagradal og fjarðarheiði, auk þess að hreinsa aðra vegi þar sem þæfingur er. 7.4.2006 06:57 Skotar reyna að sporna við útbreiðslu fuglaflensunnar Ýmsar hömlur hafa verið setttar á flutning alifugla í austurhluta Skotlands eftir að banvænn stofn fuglaflensu greindist þar í svani. Skotar reyna nú allt hvað þeir geta til þess að koma í veg fyrir að fuglaflensan breiðist út. 7.4.2006 06:53 Engar heildarreglur um lágmarksaðbúnað aldraðra Engar heildarreglur gilda um lágmarksaðbúnað aldraðra á dvalar- og hjúkrunarheimilum. Félag eldri borgara segir þetta ótækt. 6.4.2006 22:30 Sjá næstu 50 fréttir
Styttist í þingkosningar á Ítalíu Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, hélt sinn síðasta kosningafund fyrir komandi þingkosningar nú undir kvöldið. Berlusconi og Prodi, sem leiðir bandalag vinstriflokka, hafa háð harða baráttu fyrir þingkosningarnar sem fram fara á sunnudag og mánudag. 7.4.2006 22:05
A-listinn vill ekki einkavæða Keflavíkurflugvöll A-listinn í Reykjanesbæ telur ekki koma til greina að einkavæða Keflavíkurflugvöll né Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. Þetta segir í tilkynningu frá listanum. Þar segir einnig að að Keflavíkurflugvöllur sé ein af meginstoðum atvinnulífs á Suðurnesjum og því séu hugmyndir um einkavæðingu flugvallarins mjög varhugaverðar, sérstaklega í ljósi þess atvinnuástands sem nú skapist við brotthvarf varnarliðsins. 7.4.2006 22:01
Kuldaboli hindrar ekki þjóðdans Þjóðlega klæddur hópur ungmenna lét ekki norðangarra aftra sér frá því að dansa þjóðdansa utanhúss víða um borg í dag. Hér voru á ferðinni nemendur Kvennaskólans í Reykjavík sem héldu sinn árlega Peysufatadag en hann má rekja til sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. 7.4.2006 18:57
ESB stöðvar fjárframlög Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur ákveðið að stöðva fjárframlög til heimastjórnar Palestínumanna þangað til Hamas-samtökin viðurkenna Ísraelsríki og leggja niður vopn. 7.4.2006 18:45
Þóttust geta fjölfaldað peninga með göldrum Tveir Nígeríumenn hafa verið ákærðir fyrir fjársvik og varða brotin allt að sex ára fangelsi. Mennirnir sviku út hátt í níu milljónir með því að telja tveimur Íslendingum trú um að þeir gætu fjölfaldað peningaseðla með göldrum. 7.4.2006 18:44
Sigurður Demetz er látinn Sigurður Demetz Franzson, óperusöngvari og söngkennari, andaðist að morgni 7. apríl á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík. Hann fæddist 11. október 1912 í St. Úlrik í Grödendal í Ölpunum á landamærum Austurríkis og Ítalíu sem heitir Suður-Tíról, sonur hjónanna Franz og Mariu Demetz. 7.4.2006 18:36
Sex félög munu skila tapi Sex félög í Kauphöll Íslands, munu skila tapi á fyrsta ársfjórðungi. Þetta kemur fram í spá greiningardeildar Landsbankans um afkomu 17 félaga í Kauphöll Íslands. 7.4.2006 18:17
Mannskæð árás á sjía 79 létust og á annað hundrað slösuðust í sjálfsmorðárás sem gerð var í dag á eina af höfuðmoskum shíta í Bagdad, höfuðborg Íraks. 7.4.2006 18:08
Ingibjörg send til Ísafjarðar Ingibjörg S. Guðmundsdóttir, skólameistari Kvennaskólans í Reykjavík, hefur verið skipuð skólameistari Menntaskólans á Ísafirði í eitt ár frá 1. ágúst næstkomandi. Hún tekur við starfinu af Ólínu Þorvarðardóttur sem lætur af störfum í lok þessa skólaárs. 7.4.2006 16:31
Mun meira tekið af fíkniefnum en áður Lögreglan á Ísafirði hefur lagt hald á nær tvöfalt meira magn fíkniefna fyrstu þrjá mánuði ársins en hún hefur gert á hverju heilu ári síðustu sjö árin. Ár hvert hefur verið lagt hald á 140 grömm af fíkniefnum að meðaltali en 265 grömm fyrstu þrjá mánuði ársins. 7.4.2006 16:23
Stal einum bíl og bakkaði á annan Tvítugur Hafnfirðingur var í dag dæmdur til þrjátíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að stela bíl og bakka honum á kyrrstæðan bíl stuttan spöl í burtu. 7.4.2006 16:02
Má ekki nota upplýsingar um viðskiptavini sem færa sig yfir til keppinautar Samkeppniseftirlitið hefur úrskurðað að Símanum sé óheimilt að misnota aðstöðu sína og beita sérstökum aðgerðum til þess að hafa áhrif á viðskiptavini á einstaklingsmarkaði sem hafa ákveðið að flytja viðskipti sín yfir til Og Vodafone. Úrskurðurinn felur í sér að Símanum er ókleift að heimsækja, hringja í eða senda tölvupóst til slíkra viðskiptavina. 7.4.2006 16:00
Áfengisneysla heldur áfram að aukast Áfengisneysla Íslendinga heldur áfram að aukast og þá sér í lagi dagdrykkja. Æ fleiri í aldurhópnum 40 ára og eldri koma til áfengismeðferðar á Vogi vegna dagdrykkju. 7.4.2006 15:57
Dæmdir fyrir líkamsárás Þrír ungir karlmenn voru í dag fundnir sekir um líkamsárás. Þeir ruddust í heimildarleysi inn í eldhús Bautans á Akureyri í ágúst í fyrra þar sem tveir þeirra börðu einn starfsmann veitingastaðarins og annar þeirra tók starfsmanninn hálstaki. 7.4.2006 15:56
Tíminn illa nýttur Tíminn sem gafst til að aðlaga íslenskan vinnumarkað þeim breytingum sem fylgdu stækkun Evrópusambandsins til austurs var illa nýttur, segir stjórn Samiðnar. 7.4.2006 15:29
Vísaði kröfu Símans frá dómi Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu Símans um staðfestingu lögbanns á því að Helgi Steinar Hermannsson ynni fyrir 365 miðla, sem reka meðal annars NFS. Lögbannið lagði Sýslumaðurinn í Reykjavík á Helga Steinar eftir að hann réði sig til starfa hjá 365 en hann vann áður hjá Skjá einum. 7.4.2006 15:07
Aukin dreifing á íslenskum sjónvarpsrásum 365 prent- og ljósvakamiðlar og Síminn hafa náð samkomulagi um gagnkvæma dreifingu sjónvarpsefnis. Þar er kveðið á um að báðir aðilar dreifi íslenskum sjónvarpsrásum Digitals Íslands og Skjásins. 7.4.2006 14:57
Meirihluti vill séra Skúla Sigurð Meirihluti valnefndar í Keflavíkurprestakalli mælir með því að séra Skúli Sigurður Ólafsson verði næsti prestur í prestakallinu. Ekki náðist þó full samstaða um að mæla með séra Skúla Sigurði og því hefur málinu verið vísað til biskups Íslands. 7.4.2006 14:56
Bílslys á Reykjanesbrautinni. Maður var fluttur alvarlega slasaður á slysadeild Landspítalans á fimmta tímanum í dag eftir að jeppabifreið hans valt á Reykjanesbrautinni, rétt vestan við Grindavíkurafleggjarann. Orsök slyssins eru enn ókunn en ökumaðurinn var einn í bílnum og komu ekki aðrir bílar við sögu. Málið er í rannsókn. 7.4.2006 14:32
Afhenti trúnaðarbréf sitt Sturla Sigurjónsson sendiherra afhenti Dr. Abdul Kamal, forseta Indlands, trúnaðarbréf sitt í vikunni. Sturla er fyrsti íslenski sendiherrann sem hefur aðsetur á Indlandi. 7.4.2006 14:30
Kjósa um sameiningu Íbúar Þórshafnarhrepps og Skeggjastaðahrepps greiða á morgun atkvæði um sameiningu sveitarfélaganna. Verði sameiningin samþykkt verða sveitarfélögin sameinuð fyrir sveitarstjórnarkosningar undir lok næsta mánaðar. Þá verða sveitarfélög landsins orðin 79 talsins. 7.4.2006 14:04
Fyrstu Frumkvöðlaverðlaun Icelandair veitt Íslenskir fjallaleiðsögumenn hlutu í dag Frumkvöðlaverðlaun Icelandair fyrir hugmynd sína Gönguferðir á ís sem á að auðvelda ferðalöngum að komast í beina snertingu við ís. 7.4.2006 13:57
Um 50 fórust í sprengjuárás Um fimmtíu manns létu lífið í sprengjuáras á mosku sjía-múslima í Bagdad í morgun, rétt áður en föstudagsbænum lauk. Að minnsta kosti 45 manns til viðbótar særðust. 7.4.2006 13:54
Kanna smit í fjórtán fuglum Grunur leikur á að fjórtán ný fuglaflensutilfelli hafi komið upp í Skotlandi, en hinn banvæni stofn fuglaflensu greindist í fyrsta sinn í Bretlandi í gær. Öruggt þykir að fuglaflensa berist til Íslands á næstunni. 7.4.2006 13:47
Markaðsráðandi fyrirtæki brjóti upp starfsemi sína Skoða þarf hvort brjóta eigi upp markaðsráðandi fyrirtæki. Þetta segir forstjóri Samkeppniseftirlitsins en það hélt ráðstefnu í morgun á Hótel Nordica þar sem yfirskriftin var „Fákeppni í smærri hagkerfum". 7.4.2006 13:18
Háskólinn í Reykjavík fer í Morgunblaðshúsið Háskólinn í Reykjavík flytur hluta starfsemi sinnar í Morgunblaðshúsið í Kringlunni næsta sumar. Skólinn hefur leigt húsnæðið af Klasa, eiganda hússins, og notar það þar til nýtt hús Háskólans í Reykjavík í Vatnsmýri verður tekið í notkun árið 2009. 7.4.2006 13:15
Heilbrigðisráðherra ræddi við fulltrúa starfsmanna Heilbrigðisráðherra kom í heimsókn á Hrafnistu í Reykjavík með stuttum fyrirvara í morgun til að ræða við fulltrúa ófaglærðara starfsmanna. Eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum eru starfsmenn tíu hjúkrunar- og dvalarheimila á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði í setuverkfalli til þess að mótmæla launakjörum sínum, en verkfallið hófst á miðnætti á fimmtudag. 7.4.2006 12:16
Vilja kaupa Keflavíkurflugvöll Þýsk og bresk félög, sem reka marga flugvelli víða um heim, og Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf., hafa nú þegar sýnt áhuga á að kaupa Keflavíkurflugvöll þegar hann verður einkavæddur, eins og utanríkisráðherra boðar. 7.4.2006 12:07
Mikilvægt að grípa í taumana til að ná verðbólgunni niður Það verður að berja niður verðbólguna ef ekki á að fara illa segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann óttast að fólk sætti sig við fjögurra til fimm prósenta verðbólgu og að hún verði enn meiri í framhaldinu. 7.4.2006 12:00
Spá enn 20 prósenta verðhækkun Greiningardeild Glitnis spáir því að verðmæti hlutabréfa í fyrirtækjum í Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar hækki um tuttugu prósent áður en árið er úti. 7.4.2006 10:27
Tilvísanakerfi getur verið hættulegt Stjórnir SÍBS og Hjartaheilla mótmæla því að sjúklingar þurfi að fá tilvísun frá heimilislækni til að fá endurgreiðslur vegna heimsóknar til hjartasérfræðings. Stjórnarmenn óttast að þetta geti stefnt öryggi hjartasjúklinga í hættu. 7.4.2006 10:11
Dró úr hagvexti undir lok ársins Heldur dró úr hagvexti á síðasta ársfjórðungi síðasta árs samkvæmt nýbirtum tölum frá Hagstofunni. Samkvæmt þeim var hagvöxtur 3,6 prósent síðustu þrjá mánuði ársins, en 4,6 prósent næsta ársfjórðung á undan og 8,8 prósent á öðrum fjórðungi ársins. 7.4.2006 09:05
Vitni lýstu lífsreynslu sinni Réttarhöld yfir al-Qaeda liðanum Zacaris Moussaoui héldu áfram í gær. En þá fóru fram vitnaleiðslur en Moussaoui er sá eini sem ákærður er fyrir hryðjuverkaársásirnar í Bandaríkjunum 11. september 2001. 7.4.2006 09:00
Sjóræningjatogari við veiðar á Reykjaneshrygg Svonefndur sjóræningjatogari, sem áhöfn flugvélar Landhelgisgæslunnar sá, rétt utan tvö hundruð mílnanna á Reykjaneshrygg fyrir viku, var þar enn þegar Gæslan flaug yfir svæðið í gær. Þar voru nú 16 erlendir togarar að karfaveiðum, eða fjórfalt fleiri en fyrir viku. Sjóræningjatogarinn er einn úr hópi erlendra togara, sem stundað hafa veiðar á þessu svæði, án veiðiheimilda. 7.4.2006 08:30
Arfleiddi dýraverndunarsamtök um 58 milljónir króna Dýraverndunarsamtök á Vestu-Sjálandi í Danmörku hafa fengið tæpar 58 milljónir íslenskra króna í arf frá gamalli konu sem lést á síðasta ári. Aase Asbo Preman bjó alein en maður hennar Erik Perman, sem var listamaður, lést fyrir mörgum árum. 7.4.2006 08:15
Varað við ófærð víða á þjóðvegum Vegagerðin varar við ófærð og stórhríð yfir Þverárfjall, á Siglufjarðarvegi, á milli Ólafsfjarðar og Akureyrar, til Grenivíkur og yfir Víkurskarðið. Hálka og skafrenningur er yfir Holtavörðuheiði. Mokstur er hafin á Norðaustur og Austurlandi. 7.4.2006 08:09
Búlgari dæmdur í gæsluvarðhald Héraðsdómur Austurlands dæmdi í gær 28 ára Búlgara í 30 daga fangelsi fyrir að framvísa fösluðu vegabréfi við komuna til Seyðisfjarðar með Norrænu á þriðjudaginn. Hann og samferðamaður hans höfðu verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald, en samferðamanninum hefur verið sleppt. Mennirnir eru jafnframt grunaðir um innflutning á fíkniefnum, en ekki liggur fyrir hvernig rannsóknin á því stendur. 7.4.2006 08:00
Ölvaður á ferð og nýkominn með bílpróf Lögreglan á Akureyri stöðvaði ökumann við reglubundið eftirlit í nótt og reyndist hann vera ölvaður, sem er vart í frá sögu færandi, nema hvað hann er aðeins 17 ára og nýlega kominn með bílprófið. Hann missir það og getur þurft að bíða lengi eftir að fá það aftur, í ljósi aðstæðna. 7.4.2006 08:00
Nokkrir festust í bíl sínum vegna veðurs Þónokkrir ökumenn lentu í erfiðleikum við Eyjafjörð í gærkvöldi þegar þar gerði mikinn skafrenning svo vart sá út úr augum. Lögreglan á Akureyri og björgunarsveit aðstoðuðu nokkra ökumenn, sem komust hvorki lönd né strönd og bóndi söðlaði dráttarvél sína og hélt til aðstoðar við nokkra bíla á Ólafsfjarðarvegi. 7.4.2006 07:45
Mikil flóð í norðurhluta Ástralíu Hundruðir manna hafa þurft að flýja heimili sín í bænum Katrínu í Norðurfylki Ástralíu vegna mikilla monsúnrigninga sem hafa geysað þar síðustu daga. Víða hafa hús farið á kaf vegna flóðsins og talið er að tjónið nemi milljónum króna. 7.4.2006 07:30
FL Group og Vífilfell undirbúa kaup á Refresco FL Group og Vífilfell, sem meðal annars framleiðir Kók, eru að undirbúa kaup á hollenska drykkjarvöruframleiðandanum Refresco fyrir 44 milljarða króna, að því er Viðskiptablaðið greinir frá. KB banki mun að líkindum koma að kaupunum og verða hluthafi til að byrja með, að minnstakosti. FL Group á fyrir all stórann hlut í danska drykkjarvöruframleiðandanum Royal Unibrew. 7.4.2006 07:30
Engan sakaði í óveðrinu á Austfjörðum Stórhríð og hvassviðri geysuðu á Austfjörðum langt fram á kvöld með mikilli ófærð og urðu vegagerðarmenn að hætta við mokstur, því snjó skóf jafn harðann í ruðningana. Björgunarsveitarmenn þurftu hvað eftir annað að aðstoða fólk í föstum bílum, einkum í Oddsskarði, en engan sakaði. Veður hefur lægt í nótt og liggur nú fyrir vegagerðarmönnum að ryðja Oddskarð, Fagradal og fjarðarheiði, auk þess að hreinsa aðra vegi þar sem þæfingur er. 7.4.2006 06:57
Skotar reyna að sporna við útbreiðslu fuglaflensunnar Ýmsar hömlur hafa verið setttar á flutning alifugla í austurhluta Skotlands eftir að banvænn stofn fuglaflensu greindist þar í svani. Skotar reyna nú allt hvað þeir geta til þess að koma í veg fyrir að fuglaflensan breiðist út. 7.4.2006 06:53
Engar heildarreglur um lágmarksaðbúnað aldraðra Engar heildarreglur gilda um lágmarksaðbúnað aldraðra á dvalar- og hjúkrunarheimilum. Félag eldri borgara segir þetta ótækt. 6.4.2006 22:30