Fleiri fréttir

Stórhríð á austfjörðum og ófærð

Enn er stórhríð á austfjörðum og ófærð. Búið er að aflýsa mokstri á Fjarðarheiði, Fagradal og Oddsskarði. Jeppafært er á milli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar en þæfingur frá Reyðarfirði suður með fjörðum. Stórhríð er milli Vopnafjarðar og Þórshafnar. Fært er frá Egilsstöðum norður yfir fjöll en þar er þó slæmt ferðaveður, hvasst og skyggni lítið.

Ekki ástæða til að rannsaka fangaflug

Utanríkisráðherra segir ástæðulaust að ætla að landhelgi Íslands hafi verið notuð til að fremja mannréttindabrot. Þetta segir hann þrátt fyrir að Amnesty International telji að Keflavíkurflugvöllur hafi verið notaður í tengslum við leynilegt fangaflug CIA.

Vill selja Keflavíkurflugvöll

Utanríkisráðherra vill stefna að því að selja rekstur Keflavíkurflugvallar. Þetta kom fram þegar ráðherra kynnti skýrslu um utanríkismál á Alþingi í dag. Formaður Samfylkingarinnar sagði í sömu umræðum að það yrði hennar verkefni að útfæra stefnuna í utanríkis- og alþjóðamálum - í næstu ríkisstjórn.

Heyrnarlausir geta nú sent 112 SMS

Heyrnarlausum, heyrnarskertum og öðrum sem eiga erfitt með að tala býðst nú að senda neyðarboð til Neyðarlínunnar, 112 með SMS-skilaboðum. Þjónustan var þróuð í samvinnu við Öryrkjabandalag Íslands og hafa neyðarverðir fengið nauðsynlega þjálfun til þess að bregðast við neyðarbeiðnum sem berast með þessum hætti.

Dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn 3 stúlkum

Hæstiréttur mildaði dóm Héraðsdóms sem hafði dæmt karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa tælt þrjár ungar stúlkur til samræðis við sig og annarra kynferðismaka.

Stefna að því að einkafyrirtæki reki Keflavíkurflugvöll

Utanríkisráðherra telur rétt að stefna að því að einkafyrirtæki annist rekstur Keflavíkurflugvallar og félagið verði síðan einkavætt í framhaldinu. Hann telur ekki þörf á rannsókn hér á landi vegna uppljóstrana í skýrslu Amnesty International um fangaflug Bandaríkjamanna.

Reykjavíkurborg krefst 160 milljóna í skaðabætur

Reykjavíkurborg stefndi olíufélögunum í morgun og vill fá 160 milljónir króna í skaðabætur auk dráttarvaxta, fyrir ólögmætt verðsamráð. Neytendasamtökin hafa þegar stefnt olíufélögunum og Alcan í Straumsvík, Ríkissjóður og Vestmannaeyjabær eru að kanna hvort þau höfði einnig skaðabótamál

Gengi hlutabréfa í Kauphöll Íslands ruku upp í dag

Gengi hlutabréfa í Kauphöll Íslands ruku upp í dag. Mest hækkuðu bréf í Fl Group eða um rúm átta prósent. Trú landans á íslenskum hlutabréfum virðist vera að aukast á ný og hækkaði úrvalsvísitalan um 2,2 prósent í dag eftir miklar hækkanir einnig í gær.

Umferð gengur hægt á Reykjanesbraut

Umferð um Reykjanesbraut gengur hægt þessa stundina vegna aftanákeyrslu sem þar varð. Ekið var aftan á sendibíl. Ekki er vitað til þess að alvarleg slys hafi orðið á fólki.

Dæmdur í 16 ára fangelsi

Hæstiréttur dæmdi nú í dag Phu Tién Nguyén í 16 ára fangelsi fyrir manndráp og staðfestir þar með dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Einnig var ákærði dæmdur til að greiða fjölsyldu hins myrta á elleftu milljón króna. Phu varð manni að bana inn á baðherbergi íbúðar í Kópavogi í október árið 2004.

Viðbúnaðarstig hækkað hér á landi ef fuglaflensuveiran berst til Bretlands

Halldór Runólfsson yfirdýralæknir segir viðbúnaðarstig hér á landi verða aukið ef H5N1 gerð fuglaflensuveirunnar berst til Bretlands. Rannsóknarstofa Evrópusambandsins í Surrey á Englandi hefur staðfest að svanur, sem fannst dauður í höfninni í Cellardyke norður af Edinborg í Skotlandi fyrir átta dögum, var með H5N1 fuglaflensuveiru.

Um átta tonn bóka á bókamarkaði Braga

Um átta tonn bóka eru nú til sölu á bókamarkaði Fornbókabúðinnar Bókin á Klapparstígnum. Óhætt er að segja að þar sé eitt og annað áhugavert að finna.

Dregið úr brottkasti fisks á Íslandsmiðum

Verulega hefur dregið úr brottkasti fisks á Íslandsmiðum samkvæmt nýrri könnun sem IMG Gallup gerði fyrir sjávarútvegsráðuneytið, en tímabil könnunarinnar var frá 29. desember 2005 - 24. janúar 2006.

David Trads ráðinn ritstjóri hjá nýju fréttablaði Dagsbrúnar

David Trads hefur verið ráðinn ritstjóri fyrirhugaðs fréttablaðs sem Dagsbrún hyggst gefa út í Danmörku. Trads hefur unnið á fjölmörgum dagblöðum og tók meðal annars þátt í að setja á stofn fríblaðið Metro Express í Danmörku. Einnig hefur hann kennt blaðamennsku við Syddansk Universitet í Odense

Tveggja milljóna króna aukafjárveiting til Námsflokka Reykjavíkur

Borgarráð samþykkti í morgun 2 milljóna króna aukafjárveitingu til Námsflokka Reykjavíkur vegna íslenskunáms innflytjenda. Samningur sem borgin gerði við Mími símenntun var rammasamningur um 700 nemendur, en þeim fjölda hefur þegar verið sinnt á liðnu námsári.

Lítil áhrif gengis á ferðaþjónustu

Ferðaþjónustan kemur ekki til með að njóta góðs af því ef gengið lækkar, sagði Sturla Böðvarsson samgönguráðherra á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar í dag.

Félag lesblindra fær styrk

Félag lesblindra fékk í dag úthlutað fjögra og hálfrar milljónar króna styrk frá Velferðarsjóði barna. Á næstunni verður gengið frá veitingu sumargjafa sjóðsins til þurfandi barna á Íslandi en þær nema tólf milljónum króna.

Mladic verður framseldur

Serbar hafa fullvissað fulltrúa stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna í Haag í Hollandi um að Ratko Mladic, fyrrverandi hershöfðingi Bosníu-Serba, verði afhentur dómstólnum fyrir lok apríl. Mladic hefur verið eftirlýstur fyrir stríðsglæpi í rúman áratug.

Skert þjónusta á tíu dvalarheimilum

Á annað þúsund íbúar á dvalarheimilum fá skerta þjónustu í dag þar sem ófaglærðir starfsmenn heimilanna eru í tveggja daga setuverkfalli. Starfsmennirnir segja laun sín óviðunandi og eru ósáttir við það sem þeir kalla skeytingarleysi ráðamanna.

Norskir bankar taka áhættuþóknun

Norskir bankar eru farnir að taka eins konar áhættuþóknun fyrir að höndla með íslenskar krónur, sem endurspeglar litla trú þeirra á krónunni.

Hafa áhyggjur af þorskstofninum

Stjórnarandstæðingar lýstu miklum áhyggjum af stöðu þorsksins og gagnrýndu kvótakerfið harðlega við upphaf þingfundar í morgun. Sjávarútvegsráðherra sagði fréttir af togararalli Hafrannsóknastofnunar ekki góðar en hvatti menn til að bíða lokaniðurstaðna.

Bálhvasst á Austfjörðum

Bálhvasst hefur verið á Austfjörðum í morgun og stórhríð geisað á fjallvegum. Veður er hins vegar gengið niður á Vestfjörðum og þeir Bolvíkingar, sem urðu að yfirgefa hús sín í gærkvöldi vegna snjóflóðahættu, fengu að snúa aftur heim í morgun.

H5N1 sagt hafa greinst í Skotlandi

Að sögn bresku Sky fréttastofunnar hefur hið banvæna H5N1 afbrigði fuglaflensu greinst í hræi af svani sem fannst í Skotlandi í síðustu viku. Bresk yfirvöld hafa þó ekki staðfest þetta formlega. Fari svo má gera ráð fyrir að viðbúnaðarstig hér á landi verði aukið.

Snjóar fyrir norðan

Akureyringar þurftu enn á ný að grípa til snjósköfunnar í morgun en töluvert hefur snjóað í nótt og í dag fyrir norðan. Meiri snjór er nú á Akureyri en um langt skeið og mega íbúar enn bíða vorsins.

Mannfall í Najaf

Minnst 15 féllu þegar bílsprengja sprakk nálægt helgidómi sjía-múslima í borginni Najaf í Írak í morgun. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hverjir bera ábyrgð á árásinni.

Mladic framseldur fyrir lok apríl

Serbar hafa fullvissað fulltrúa stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna í Haag í Hollandi um að Ratko Mladic, fyrrverandi hershöfðingi Bosníu-Serba, verði afhentur dómstólnum fyrir lok apríl.

Fyrsta skóflustungan tekin að byggingu Háskólatorgs

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Björgólfur Guðmundsson, formaður stjórnar Háskólasjóðs h/f Eimskipafélags Íslands, tóku í sameiningu fyrstu skóflustunguna að Háskólatorgi í morgun. Ekki dugði minna til en stærðarinnar skurðgrafa enda miklar framkvæmdir framundan.

Olmert falið að mynda stjórn

Moshe Katsav, forseti Ísraels, hefur falið Ehud Olmert, starfandi forsætisráðherra, að mynda næstu ríkisstjórn landsins. Kadima-flokkur Olmerts hlaut flest þingsæti í kosningum í Ísrael í síðustu viku.

Merck gert að greiða skaðabætur

Kviðdómur í Bandaríkjunum hefur dæmt lyfjafyrirtækið Merck til að greiða manni jafnvirði tæplega 330 milljóna króna í skaðabætur fyrir að hafa leynt aukaverkunum verkalyfsins Vioxx.

Hvasst á Austurlandi

Verulega hefur hvesst á Austurlandi í morgun með ofankomu og skafrenningi. Stórhríð er á fjallvegum og beðið með mokstur þar til veður lægir.

Krefjast afsagnar Arroyo

Óeirðalögregla á Filippseyjum þurfti að nota vatnsþrýstibyssur og kylfur til að dreifa mótmælendum sem höfðu safnast saman í höfuðborginni, Manila, í morgun til að krefjast afsagnar Arroyo, forseta. Svo virðist sem mótmæli sem leiddur til afsagnar Shinawatra, forsætisráðherra Tælands, hafi blásið mótmælendum eldmóð í brjóst.

Kennari særðist í áhlaupi

Að minnsta kosti 7 Palestínumenn voru handteknir og 2 særðust þegar Ísraelsher gerði áhlaup á hús í borginni Nablus á Vesturbakkanum í morgun. Annar þeirra sem særðust er kennara sem var á leið til vinnu sinnar þegar áhlaupið var gert.

Miklar rigningar í Norður-Argentínu

Mikið hefur rignt í Norður-Argentínu síðustu daga og hafa mörg hundruð manns þurft að yfirgefa heimili sín. Salta héraði hefur orðið hvar verst úti en þar hefur verið mikið um skriðuföll. Miklar skemmdir vegna þessa en margar fjölskyldur hafa misst heimili sín. Talið er að um 400 fjölskyldur séu innilokaðar á svæðinu en enn hafa engar fregnir borist af manntjóni.

Jesú gekk á ísfleka

Prófessor við ríkisháskóla Flórída í Bandaríkjunum telur sig vera búinn að afsanna að Jesús hafi gengið á vatni, eins og greint er frá í bíblíunni.

Um 30.000 farþegar bíða flugs í Noregi

Flugfreyjur og flugþjónar hjá SAS Braatens flugfélaginu í Noregi hófu verkfall í morgun og hefur félagið fellt niður 400 flug og komast 28.000 farþegar ekki leiðar sinnar. Þar af eru margir á leið í langt páskafrí og eiga 33.000 manns pantað með félaginu á morgun. Talsmenn félagsins segja þetta mikið áfall þar sem í hönd fari mikill annatími.

Fíkniefni fundust við húsleit í Kópavogi

Lögreglan í Kópavogi fann 30 grömm af anfetamíni og eitthvað af kannabisefnum við húsleit á heimili í bænum í gærkvöldi. Einn maður var handtekinn, en sleppt að loknum yfirheyrslum í nótt. Málið verður rannsakað nánar.

Fuglaflensa komin til Skotlands

Fuglaflensan er komin til Skotlands. Veira af H5 stofni greindist í dauðum svani þar í gær. Halldór Runólfsson Yfirdýralæknir segir að ef veiran sé af stofninum H5N1 verði viðbúnaðarstig hér á landi hækkað í stig tvö. Frekari niðurstaðna væri að vænta frá Skotlandi strax í dag. Flestir farfuglar sem verpa á Íslandi, koma við í Skotlandi á leið sinni hingað til lands.

Íbúar skjálftasvæðanna farnir að snúa heim á ný

Íbúar á þeim svæðum sem verst urðu úti í jarðskjálftunum í Pakistan í fyrra eru nú farnir að halda til síns heima. Nærri sex mánuðir eru síðan að skjálftarnir riðu yfir í Pakistan en sá stærsti var 7,6 á richter. Yfir áttatíu þúsund manns létu lífið í skjálftunum og yfir þrjár milljónir manna misstu heimili sín.

Sjá næstu 50 fréttir