Erlent

Mannskæð árás á sjía

79 létust og á annað hundrað slösuðust í sjálfsmorðárás sem gerð var í dag á eina af höfuðmoskum shíta í Bagdad, höfuðborg Íraks. Föstudagsbænir stóðu yfir í moskunni þegar þrír menn, gyrtir sprengjubeltum, gengu þangað inn með vítisvélar sínar. Þegar þeir höfðu lokið sér af stóð þar varla steinn yfir steini. Árásin eykur enn á spennuna á milli þjóðarbrotanna í landinu en hún var ærin fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×