Erlent

Skotar reyna að sporna við útbreiðslu fuglaflensunnar

Mynd/AP

Ýmsar hömlur hafa verið setttar á flutning alifugla í austurhluta Skotlands eftir að banvænn stofn fuglaflensu greindist þar í svani. Skotar reyna nú allt hvað þeir geta til þess að koma í veg fyrir að fuglaflensan breiðist út. Að minnsta kosti fjórtán fuglar tilviðbótar hafa þó fundist dauðir og er beðið eftir niðurstöðum á því hvort í þeim finnist banvæni stofninn. Viðbúnaðarstig tvö vegna fuglaflensu hefur tekið gildi hér á landi, þar sem miklar líkur eru á að flensan berist hingað til lands með farfuglum í vor. Um tvö hundruð manns hafa sýkst af fuglaflensu í heiminum hingað til og þar af hafa tæplega hundrað látist, flestir í Asíu. Enginn hefur þó smitast beint af farfuglum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×