Innlent

Engar heildarreglur um lágmarksaðbúnað aldraðra

MYND/Gunnar Bender

Engar heildarreglur gilda um lágmarksaðbúnað aldraðra á dvalar- og hjúkrunarheimilum. Félag eldri borgara segir þetta ótækt.

Margrét Margeirsdóttir, formaður Félagsins segir skorta reglugerð til samræmingar aðbúnaði aldraðra og vitnar í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á þjónustu við eldri borgara þar sem þetta kemur fram.

Hún segir víða pott brotinn og nefnir að margir hafi ekkert einkarými og einkasalernisaðstöðu. Þetta segir hún þó eina af lágmarkskröfum til aðstöðu aldraðra. Hún segir einnig að lág laun starfsfólks í umönnun valdi manneklu sem leiði til þess að aldraðir fái ónóga þjónustu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×