Erlent

Mikil flóð í norðurhluta Ástralíu

Hundruðir manna hafa þurft að flýja heimili sín í bænum Katrínu í Norðurfylki Ástralíu vegna mikilla monsúnrigninga sem hafa geysað þar síðustu daga. Víða hafa hús farið á kaf vegna flóðsins og talið er að tjónið nemi milljónum króna. Þá hafa þjóðvegir í nágrenni Katrínar víða farið í sundur vegna flóðanna. Norðurfylkið hefur óskað eftir að ríkið komi til bæjarbúum til aðstoðar en um 600 manns dvelja í fjórum neyðarskýlum. Flóðin vekja upp vondar minningar fyrir fólk á þessum slóðum en árið 1998 urðu mikil flóð vegna monsúnrigninga sem kostuðu fjóra lífið og um helmingur bæjarbúa missti heimili sín vegna flóðanna. Veðurfræðingar spá áframhaldandi rigningu næstu daga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×