Innlent

Evran á alþingi

Ekki er einhugur innan ríkisstjórnarinnar um hvort skoða eigi aðild að Myntbandalagi Evrópu eins og viðskiptaráðherra vill. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, vakti máls á evrunni á alþingi í dag en hann segir viðskiptaráðherra hafa bilað á taugum vegna sviptinga í fjármálalífinu. Sigríður Anna Þórðardóttir sagði málið hápólitískt og ljóst að ekki væri einhugur innan stjórnmálaflokka um hvernig ætti að standa að málum. Það væri þó ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar að ganga í Evrópusambandið en það væri forsenda þess að taka upp Evru.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×