Innlent

Skóflustunga tekin án byggingarleyfis

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri, tók skóflustungu að viðbyggingu Egilshallar í gær.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri, tók skóflustungu að viðbyggingu Egilshallar í gær. MYND/Einar Ólason

Borgastjóri tók í gær fyrstu skóflustunguna að stórbyggingu sem á að rísa við Egilshöll í Grafarvogi, án þess búið væri að sækja um byggingarleifi hjá byggingafulltrúa.

Skóflustungan var tekin í dag í Egilshöll þar sem viðbygging við hana á að rísa, en hér er verið að tala um stækkun á lóð Egilshallar um 94,000 fermetra.

Framkvæmdaaðilar á lóðinni ætla að sækja um byggingarleyfi strax í dag og eiga þeir von á því að það verði samþykkt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×